Sylvía Hall

Sylvía var fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ingi­björg Ólöf í fyrsta sæti og Líneik Anna í öðru

Ingibjörg Ólöf Isaksen, framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar, hlaut flest atkvæði í forvali Framsóknarmanna í Norðausturkjödæmi og mun leiða lista flokksins í næstu kosningum. Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður hafnaði í öðru sæti, en hún sóttist eftir oddvitasæti.

Bríet sigur­sælust á Ís­lensku tón­listar­verð­launum

Bríet, Haukur Gröndal, Hjaltalín og Ingibjörg Turchi voru hvað sigursælust þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru veitt í kvöld. Verðlaunin voru veitt í Norðurljósum Hörpu í kvöld og var hátíðinni streymt í beinni á RÚV.

Fresta á­kvörðun um endur­komu Trump á Face­book

Eftirlitsnefnd Facebook hefur frestað ákvarðanatöku í máli er varðar samfélagsmiðla Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Aðgöngum forsetans fyrrverandi var lokað eftir árás stuðninsgmanna hans á bandaríska þingið í janúar.

Fylgdist með út­förinni heima

Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, fylgdist með útför Filippusar prins á heimili hennar og Harry Bretaprins í Kaliforníu í dag. Hertogaynjan er ólétt af öðru barni þeirra hjóna og réðu læknar henni frá því að ferðast til Bretlands fyrir útförina.

Guð­mundur Ingi leiðir VG í Kraganum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mun leiða lista Vinstri grænna í Suðurvesturkjördæmi. Rafrænu forvali flokksins lauk nú síðdegis og varð Guðmundur Ingi þar hlutskarpastur með 483 atkvæði, en hann hefur verið utanþingsráðherra frá stjórnarmyndun.

Sjónin versnar og aukin hætta á nýrnabilun

Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur nú verið í hungurverkfalli í yfir tvær vikur og er það farið að hafa veruleg áhrif á heilsufar hans. Hann hefur krafist þess að fá læknisheimsókn í fangelsið þar sem hann þjáist af bakverkjum.

Ráð­leggja ó­léttum að fá bólu­efni Pfizer eða Moderna

Breskum barnshafandi konum er ráðlagt að fá bóluefni við kórónuveirunni frá annað hvort Pfizer eða Moderna þar sem fleiri rannsóknir liggi fyrir sem benda til þess að þau séu örugg. Þetta kemur fram í tilmælum ráðgjafanefndar um bólusetningar þar í landi.

Sjá meira