Tónlist

Bríet sigur­sælust á Ís­lensku tón­listar­verð­launum

Sylvía Hall skrifar
Bríet var sigurvegari kvöldsins með þrenn verðlaun.
Bríet var sigurvegari kvöldsins með þrenn verðlaun. Hörður Sveinsson

Bríet, Haukur Gröndal, Hjaltalín og Ingibjörg Turchi voru hvað sigursælust þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru veitt í kvöld. Verðlaunin voru veitt í Norðurljósum Hörpu í kvöld og var hátíðinni streymt í beinni á RÚV.

Bríet hlaut þrenn verðlaun; popplata ársins, textahöfundur ársins og söngkona ársins. Bríet hefur því verið sigursæl í mánuðinum, en hún hlaut fern verðlaun á Hlustendaverðlaununum fyrr í mánuðinum.

Saga Garðarsdóttir sá um veislustjórnun og tók á móti gestum. Hljómsveitirnar HAM og GusGus stigu á stokk, sem og Ingibjörg Turchi, Bríet og Álfheiður Erla. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhenti loks heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna og var það hljómsveitin Sigur Rós sem er heiðursverðlaunahafi ársins.

Hér að neðan má sjá alla verðlaunahafa kvöldsins. 


POPP-, ROKK-, RAPP & HIPP HOPP- OG RAFTÓNLIST

  • POPP - PLATA ÁRSINS
    • Kveðja, Bríet - BRÍET

  • ROKK - PLATA ÁRSINS
    • Endless Twilight of Codependent Love - Sólstafir

  • RAPP&HIPPHOPP - PLATA ÁRSINS
    • VACATION - CYBER

  • RAFTÓNLIST - PLATA ÁRSINS
    • Visions of Ultraflex - Ultraflex

  • POPP - LAG ÁRSINS
    • Think About Things - Daði Freyr

  • ROKK - LAG ÁRSINS
    • Haf trú - HAM

  • RAPP&HIPPHOPP - LAG ÁRSINS
    • Geimvera - JóiPé x Króli

  • RAFTÓNLIST - LAG ÁRSINS
    • Think Too Fast - JFDR

  • TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS
  • Heima með Helga

  • TEXTAHÖFUNDUR ÁRSINS
    • Bríet Ísis Elfar

  • LAGAHÖFUNDUR ÁRSINS
    • Hjaltalín

  • SÖNGVARI ÁRSINS
    • Högni Egilsson

  • SÖNGKONA ÁRSINS
    • Bríet Ísis Elfar

  • TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS
    • Bubbi Morthens

  • BJARTASTA VONIN Í SAMSTARFI VIÐ RÁS 2
    • Gugusar

  • TÓNLISTARMYNDBAND ÁRSINS Í SAMSTARFI VIÐ ALBUMM.IS
    • Sumarið sem aldrei kom - Jónsi. Leikstjórn: Frosti Jón Runólfsson

Klippa: Jónsi - Sumarið sem aldrei kom

SÍGILD OG SAMTÍMATÓNLIST

  • PLATA ÁRSINS
    • John Speight, Solo Piano Works - Peter Máté

  • TÓNVERK ÁRSINS
    • Accordion Concerto - Finnur Karlsson

  • TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – HÁTÍÐIR
    • Sönghátíð í Hafnarborg

  • TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – TÓNLEIKAR
    • Brák og Bach

  • SÖNGKONA ÁRSINS
    • Álfheiður Erla Guðmundsdóttir

  • SÖNGVARI ÁRSINS
    • Stuart Skelton

  • TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS - EINSTAKLINGAR
    • Víkingur Heiðar Ólafsson

  • TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – HÓPAR
    • Sinfóníuhljómsveit Íslands

  • BJARTASTA VONIN Í SÍGILDRI OG SAMTÍMATÓNLIST
    • Steiney Sigurðardóttir sellóleikari

DJASS- OG BLÚSTÓNLIST

  • PLATA ÁRSINS
    • Meliae - Ingibjörg Turchi

  • TÓNVERK ÁRSINS
    • Four Elements - Haukur Gröndal

  • LAGAHÖFUNDUR ÁRSINS
    • Sigurður Flosason

  • TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS - EINSTAKLINGAR
    • Haukur Gröndal

  • TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS – HÓPAR
    • Frelsissveit Íslands

  • TÓNLISTARVIÐBURÐUR ÁRSINS – TÓNLEIKAR
    • Jazzhátíð Reykjavíkur

  • BJARTASTA VONIN Í DJASS- OG BLÚSTÓNLIST
    • Laufey Lín Jónsdóttir

ÖNNUR TÓNLIST: OPINN FLOKKUR, ÞJÓÐLAGA- OG HEIMSTÓNLIST, KVIKMYNDA- OG LEIKHÚSTÓNLIST

  • PLATA ÁRSINS – KVIKMYNDA- OG LEIKHÚSTÓNLIST
    • Defending Jacob - Atli Örvarsson og Ólafur Arnalds

  • PLATA ÁRSINS – ÞJÓÐLAGA- OG HEIMSTÓNLIST
    • Shelters one - Jelena Ciric

  • PLATA ÁRSINS - OPINN FLOKKUR
    • EPICYCLE II - Gyða Valtýsdóttir

  • LAG/TÓNVERK ÁRSINS – OPINN FLOKKUR
    • Astronaut - Red Barnett

  • PLÖTUUMSLAG ÁRSINS
    • PLASTPRINSESSAN - K.óla: Kata Jóhanness, Katrín Helga Ólafsdóttir, Ása Bríet Brattaberg, Arína Vala Þórðardóttir, Ída Arínudóttir, Elvar S. Júlíusson

  • UPPTÖKUSTJÓRN ÁRSINS
    • Meliae - Ingibjörg Turchi: Upptökustjórn: Birgir Jón Birgisson, hljóðblöndun og hljómjöfnun: Ívar Ragnarsson

Tengdar fréttir

Skýtur föstum skotum á Íslensku tónlistarverðlaunin

Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Flóra íslenskra tónlistarmanna er tilnefnd til verðlaunanna, en þar á meðal er ekki Herra Hnetusmjör, einn allra vinsælasti tónlistarmaður landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.