Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vopnaðir lög­reglu­menn standa vaktina

Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina á suðvesturhorninu í dag í tilefni Norðurlandaráðsþings og heimsóknar Úkraínuforseta. Forsætisráðherra fundar með Úkraínuforseta á Þingvöllum í dag.

Ný könnun: Við­reisn og Flokkur fólksins í hæstu hæðum

Viðreisn og Flokkur fólksins eru í sókn samkvæmt nýjustu könnun Maskínu og Píratar virðast á fallanda fæti. Fylgi Viðreisnar hefur aldrei mælst hærra í Maskínukönnun og Flokkur fólksins hefur reist við fylgi sitt umfram það sem flokkurinn fékk í kosningunum 2021. Píratar tapa rúmum tveimur prósentum og mælast út af þingi.

Þröng á þingi í um­fangs­miklu fíkniefnamáli

Það er þröng á þingi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í stóra fíkniefnamálinu svokallaða fer fram. Átján eru talin tengjast þaulskipulögðum innflutningi á fíkniefnum til landsins með skemmtiferðaskipum. Verjandi fylgir hverjum sakborningi, blaðamenn eru þónokkrir og vegna fjöldans er aðalmeðferðinni streymt í annan dómsal.

„Það var ekkert eftir nema dauðinn sem kom á ógnar­hraða“

Anton Sveinn McKee segir dauða föður síns hafa gjörbreytt lífi sínu og sýn sinni á tilveruna. Anton, sem er gestur í nýjasta þætti podcasts Sölva Tryggvasonar, segist hafa þurft að kafa djúpt til að finna aftur vonarneistann, en hann er sannfærður um að það sé undir okkur sjálfum komið að finna fegurðina í tilverunnni, sama hvað bjátar á.

Hugsuðu út fyrir kassann og bjuggu til ó­keypis stúku­sæti

Þegar félagarnir Magnús Páll Gunnarsson og Ómar Maack áttuðu sig á því að þeim tækist ekki að verða sér úti um miða á úrslitaleik Víkings og Breiðabliks í Bestu deild karla í knattspyrnu þurfti að hugsa út fyrir kassann. Þá kom sér vel að vera með gamlan Land Rover og tryggja sér besta bílastæðið í Víkinni.

Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjósk­á

Fimmtíu strákar um tvítugt mættu í hamborgaraveislu í Giljahverfinu á Akureyri laugardaginn 15. júní í sumar. Stemmningin var ekki eins og ætla mætti í tvítugsafmæli á laugardegi sökum fjarveru afmælisbarnsins sem lést í hörmulegu slysi tveimur vikum fyrr. Vinamargs gleðigjafa var sárt saknað og er enn.

Segir kerfið aug­ljós­lega möl­brotið

Kona á fertugsaldri sem varð úti í óveðri í desember 2022 hét Helena Ósk Gunnarsdóttir. Stjúpbræður hennar létust með tólf klukkustunda millibili úr ofskömmtun í ágúst síðastliðnum.

Val­geir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir

Sá ástsæli tónlistarmaður Valgeir Guðjónsson er allt annað en sáttur hvernig staðið er að heiðurstónleikum Spilverks þjóðanna sem Jón Ólafsson tónlistarmaður hefur veg og vanda að.

Hafnað vegna of margra lækna og mið­aldra karla

Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sem bauð sig fram til þriðja eða fjórða sætis á lista Samfylkingar í Reykjavík verður ekki að ósk sinni. Hann greinir frá því í færslu á Facebook.

Páll leitar til ríkis­sak­sóknara

Páll Steingrímsson fyrrverandi skipstjóri hjá Samherja hefur kært til ríkissaksóknara ákvörðun Lögreglunnar á Norðurlandi að fella niður rannsókn á meintri byrlun, afritun á upplýsingum úr síma og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, staðfestir kæruna við Ríkisútvarpið.

Sjá meira