Ótrúverðugar skýringar í nauðgunarmáli Arnar Björn Gíslason, 26 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Arnar Björn var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember í fyrra og var refsingin staðfest í Landsrétti í dag. 3.10.2024 15:29
Risaþota flaug í lágflugi yfir Reykjavík Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747 verður um klukkan tvö í dag. Flogið verður í lágflugi yfir Reykjavík í tilefni dagsins og þaðan í sérstakt kveðjuflug með starfsmenn félagsins til Casablanca í Marokkó í Norður-Afríku. 3.10.2024 13:31
Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld. 3.10.2024 11:31
Ekið á ungan dreng á hlaupahjóli Bíl var ekið á ungan dreng á leið í skólann rétt fyrir klukkan átta í morgun. Hann var fluttur á slysadeild í sjúkrabíl. Meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Hann var á hlaupahjóli. 3.10.2024 10:20
Horfði á haförn og lax berjast fyrir lífi sínu út um stofugluggann Það vantaði bara David Attenborough og kvikmyndatökulið á Skarðsströnd í Dölum í gær þar sem haförn og lax háðu baráttu fyrir lífi sínu. Kaupmaður myndaði herlegheitin út um stofugluggann hjá sér. 2.10.2024 14:17
Rafmagnsleysi á stórum hluta landsins Víðtækt rafmagnsleysi allt frá Vesturlandi um Norðurland og austur á firði stendur yfir. Ástæðuna má rekja til truflunar á flutningskerfi Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli. 2.10.2024 13:32
Anna Fríða snýr sér að sælgætinu Anna Fríða Gísladóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra markaðssviðs hjá sælgætisframleiðandanum Nóa Siríus. Hún greinir frá vistaskiptunum á Instagram. 2.10.2024 11:51
Starfsfólkið slegið eftir brunann Viðbúið er að tannlæknastofan Krýna geti þurft að hafa lokað í einhverja daga eða vikur eftir eldsvoða sem kom upp í húsnæðinu á öðrum tímanum í nótt. Einn eigenda stofunnar segir starfsfólk slegið og unnið sé að því að fresta tannlæknatímum og ná utan um skipulagið. 2.10.2024 11:02
Efla fjármálin með Elfu Elfa Björg Aradóttir hefur verið ráðin í stöðu fjármálastjóra hjá Borealis Data Center, sem rekur gagnaver á þremur stöðum hér á landi og í Kajaani í Norður-Finnlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. 2.10.2024 10:11
Herferð í boði Ernu Hreins og Önnu Margrétar Fjölmiðla-, markaðs- og almannatengslakonurnar Anna Margrét Gunnarsdóttir og Erna Hreinsdóttir hafa sett nýjan vefmiðil í loftið sem er tileinkaður skapandi markaðsmálum og auglýsingaiðnaði á Íslandi. Miðillinn heitir Herferð. 2.10.2024 10:04