Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um þau tíðindi sem bárust í morgun af fjölmiðlamarkaði þar sem tilkynnt var um að Fréttablaðið komi ekki lengur út eftir um 22 ára útgáfu og að sjónvarpsútsendingum Hringbrautar hafi einnig verið hætt. 31.3.2023 11:33
Minnst þrjátíu og fimm létust þegar gólf gaf sig og tugir féllu í brunn Að minnsta kosti þrjátíu og fimm létu lífið þegar gólf í musteri Hindúa á Indlandi gaf sig í morgun. Fólkið féll ofan í vatnsbrunn sem var undir gólfinu og drukknaði en vatnið mun hafa verið um átta metrar á dýpt. 31.3.2023 10:23
Engar fregnir borist af flóðum í nótt Appelsínugul viðvörun er enn í gildi á Austfjörðum vegna mikillar rigningar og asahláku sunnantil á svæðinu en norðantil er varað við slyddu eða snjókomu. 31.3.2023 07:21
Hádegisfréttir Bylgjunnar Umræður á Alþingi um mögulega vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra verða fyrirferðarmiklar í hádegisfréttum Bylgjunnar að þessu sinni. 30.3.2023 11:30
Frans páfi lagður inn á sjúkrahús Frans páfi hefur verið lagður inn á sjúkrahús í Róm vegna öndunarfærasýkingar. Páfinn, sem er orðinn 86 ára gamall er þó ekki með Covid að sögn Vatikansins. 30.3.2023 07:45
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum tökum við stöðuna fyrir austan en veðurspáin versnar þar í kvöld og hætta á frekari snjóflóðum. 29.3.2023 12:03
Gekk ekki að fá flugmenn af frívakt á Gæsluþyrluna Ekki tókst að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar útkall barst í gærmorgun eftir rútuslys á Öræfum. 29.3.2023 07:36
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á Austfjörðum eftir snjóflóð gærdagsins. 28.3.2023 11:36
Tveimur fjallgöngumönnum bjargað á Hamragarðaheiði Tveir lentu í hremmingum í nótt þar sem þeir voru að klífa Fagrafell á Hamragarðaheiði við Eyjafjallajökul. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að annar maðurinn hafi fallið niður fellið nokkurn spöl og við það endaði hinn í sjálfheldu og komst ekki niður til félaga síns. 28.3.2023 07:46
Fresta kynningu fjármálaáætlunar Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verður ekki kynnt í dag eins og til stóð og mun hún væntanlega líta dagsins ljós á morgun þess í stað. 28.3.2023 07:26