Ólafur Karl nýr framkvæmdastjóri Marel Fish Ólafur Karl Sigurðsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Marel Fish. Hann tekur við af Guðbjörgu Heiðu Guðmundsdóttur sem yfirgefur nú Marel og tekur við sem forstjóri tryggingafélagsins Varðar. Viðskipti innlent 13. desember 2022 10:02
Guðbjörg Heiða tekur við Verði Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í starf forstjóra tryggingafélagsins Varðar. Viðskipti innlent 13. desember 2022 09:27
Salóme til PayAnalytics Salóme Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður í viðskiptaþróun hjá PayAnalytics. Hún mun því taka leiðandi þátt í uppbyggingu og sókn fyrirtækisins á erlendri grundu. Viðskipti innlent 12. desember 2022 19:12
Viðar Erlingsson tekur við Marel Software Solutions Viðar Erlingsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Marel Software Solutions.Hann mun bera ábyrgð á framtíðarsýn og stefnu hugbúnaðarlausna Marel á heimsvísu. Í því felst meðal annars að tryggja stöðu félagsins sem lykilsölu- og þjónustuaðila á sviði stafrænna lausna í matvælavinnslu fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Viðskipti 9. desember 2022 17:31
Bryndís kveður Símann og tekur við markaðsmálum Storytel Bryndís Sigurðardóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Storytel á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Birki Ágústssyni sem hættur er störfum hjá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 9. desember 2022 12:07
Ragnar nýr forstöðumaður hjá Landsbankanum Ragnar Einarsson hefur tekið við nýju starfi forstöðumanns Færsluhirðingar Landsbankans. Viðskipti innlent 9. desember 2022 11:14
Þrjú ný til Aurbjargar Íslenska fjártæknifyrirtækið Aurbjörg hefur ráðið til sín þrjá nýja starfsmenn í vöruþróunarteymi sitt. Þeim er ætlað að styðja við frekari vöxt fyrirtækisins. Viðskipti innlent 9. desember 2022 10:45
Birkir Jóhannsson tekur við sem forstjóri TM af Sigurði Viðarssyni Birkir Jóhannsson hefur verið ráðinn forstjóri TM sem er dótturfélag Kviku banka. Hann tekur við af Sigurði Viðarssyni sem var ráðinn aðstoðarforstjóri bankans á mánudag samhliða umfangsmiklum breytingum á skipuriti og framkvæmdastjórn Kviku. Sigurður var forstjóri TM samfellt frá árinu 2007. Innherji 8. desember 2022 09:39
Birkir nýr forstjóri TM Birkir Jóhannsson hefur verið ráðinn forstjóri TM sem er dótturfélag Kviku banka. Hann tekur við af Sigurði Viðarssyni. Viðskipti innlent 8. desember 2022 09:10
Ráðinn markaðsstjóri nýsköpunarfyrirtækisins Justikal Sölvi Rúnar Pétursson hefur verið ráðinn markaðsstjóri nýsköpunarfyrirtækisins Justikal. Viðskipti innlent 7. desember 2022 09:00
Sólveig og Steinunn til Century Aluminum Sólveig Kr. Bergmann og Steinunn Dögg Steinsen hafa tekið við nýjum hlutverkum hjá Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls. Viðskipti innlent 6. desember 2022 13:20
Þrjú ný hjá PLAIO Sara Árnadóttir, Eggert Gíslason og Andri Sveinn Ingólfsson hafa öll verið ráðin til tæknifyrirtækisins PLAIO. Öll eru þau sérfræðingar í hugbúnaði. Viðskipti innlent 6. desember 2022 10:41
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn þróunar- og viðskiptastjóri Veitna Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn þróunar- og viðskiptastjóri Veitna, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Pétur mun meðal annars sjá um samskipti og samhæfingu áætlana milli sveitarfélaga og Veitna og mun heyra beint undir Sólrúnu Kristjánsdóttur framkvæmdastýru fyrirtækisins. Viðskipti innlent 5. desember 2022 15:36
Sigvaldi nýr fjármálastjóri DecideAct á Íslandi Sigvaldi Egill Lárusson hefur verið ráðinn fjármálastjóri félagsins á Íslandi. Ásamt fjármálastjórn mun Sigvaldi sinna sölu og ráðgjöf til nýrra og núverandi viðskiptavina félagsins á Íslandi, sem og erlendis. Viðskipti innlent 5. desember 2022 15:15
María segir upp sem forstjóri Sjúkratrygginga María Heimisdóttir hefur sagt upp sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þar sem hún sé vanfjármögnuð. Innlent 5. desember 2022 13:12
Nýr skólameistari ráðinn hjá Menntaskólanum á Ísafirði Heiðrún Tryggvadóttir hefur verið skipuð í embætti skólameistara Menntaskólans á Ísafirði til fimm ára. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra sá um skipunina. Viðskipti innlent 2. desember 2022 18:45
Róbert Wessman sest í stól forstjóra Alvotech Róbert Wessman, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech, mun taka við starfi forstjóra félagsins eftir að Mark Levick forstjóri ákvað að biðjast lausnar. Viðskipti innlent 2. desember 2022 07:05
Ráðinn framkvæmdastjóri rekstrar við HR Jón Haukur Arnarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrar við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur starfað hjá Matís síðustu ár. Viðskipti innlent 1. desember 2022 15:00
Þrír nýir starfsmenn til Fossa Þrír nýir starfsmenn hafa gengið til liðs við Fossa fjárfestingarbanka, Hrafnkell Ásgeirsson, Sigrún Vala Hauksdóttir og Rúnar Friðriksson. Viðskipti innlent 1. desember 2022 10:11
Jón Þór nýr upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar Jón Þór Víglundsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Viðskipti innlent 1. desember 2022 10:10
Eydís nýr skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Eydísi Ásbjörnsdóttur í embætti skólameistara Verkmenntaskóla Austurlands til fimm ára frá 1. desember. Innlent 30. nóvember 2022 21:03
Lovísa nýr fréttastjóri hjá Fréttablaðinu Lovísa Arnardóttir hefur verið ráðin fréttastjóri hjá Fréttablaðinu. Hún hefur starfað sem blaðamaður hjá fjölmiðlum Torgs síðastliðin fimm ár. Viðskipti innlent 30. nóvember 2022 14:42
Ráðin í starf samskiptastjóra Garðabæjar Ásta Sigrún Magnúsdóttir hefur verið ráðin í nýtt starf samskiptastjóra Garðabæjar sem var auglýst fyrr í haust. Viðskipti innlent 30. nóvember 2022 12:23
Adda og Hanna til Empower Nýsköpunarfyrirtækið Empower hefur ráðið þær Öddu Guðrúnu Gylfadóttur og Hönnu Alexöndru Helgadóttur sem sérfræðinga í stafrænni örfræðslu og efnissköpun. Fyrirhugað er að setja hugbúnað Empower á alþjóðamarkað á næsta ári. Viðskipti innlent 30. nóvember 2022 08:34
Sigurður ráðinn framkvæmdastjóri Torfhús Retreat Sigurður Hafsteinn Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Torfhús Retreat í Biskupstungum. Viðskipti innlent 29. nóvember 2022 14:26
Ráðinn í starf framkvæmdastjóra eignaumsýslusviðs Reita Jón Kolbeinn Guðjónsson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Eignaumsýslusviðs Reita. Viðskipti innlent 29. nóvember 2022 12:36
Jón Svanberg Hjartarson ráðinn framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar ohf. og mun hann hefja störf 1. janúar 2023. Jón stundaði nám við Lögregluskólann 1993 - 1996 og er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands frá 2018. Auk þess hefur Jón lokið stjórnunarnámi við Lögregluskólann og Endurmenntun HÍ ásamt námi í mannauðsstjórnun hjá Endurmenntun HÍ. Viðskipti innlent 25. nóvember 2022 16:24
Gunnar áfram hafnarstjóri Faxaflóahafna Stjórn Faxaflóahafna samþykkti að ráða Gunnar Tryggvason sem hafnarstjóra Faxaflóahafna á fundi sínum í morgun. Ráðgefandi hæfnisnefnd er sögð hafa mælt einróma með ráðningu Gunnars í stöðuna. Viðskipti innlent 25. nóvember 2022 15:14
Frá Fiskifréttum og til Hjálparstarfs kirkjunnar Svavar Hávarðsson hefur hafið störf sem fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Svavar hefur starfað sem blaðamaður og ritstjóri frá árinu 2006. Viðskipti innlent 25. nóvember 2022 12:07
Styrmir Sigurjónsson hættir hjá Arion banka Styrmir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá bankanum. Viðskipti innlent 24. nóvember 2022 16:53