Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Eybjörg Helga Hauksdóttir hefur verið ráðin forstjóri hjúkrunarheimilanna Eirar, Skjóls og Hamra. Hún tekur við starfinu þann 1. desember og verður þá fjórði forstjóri heimilanna og fyrsta konan í því starfi. Viðskipti innlent 4.11.2024 17:57
Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Íslandsbanki hefur ráðið í fjórar stöður stjórnenda hjá bankanum. Árdís Björk Jónsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður daglegra bankaviðskipta, Freyr Guðmundsson forstöðumaður stafrænnar þróunar, Guðmundur Böðvar Guðjónsson deildarstjóri vörumerkis og Petra Björk Mogensen forstöðumaður viðskiptaumsjónar. Viðskipti innlent 4.11.2024 13:15
Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Kísilverksmiðja PCC á Bakka hefur ráðið Tomasz Jan Horyn sem forstjóra fyrirtækisins. Horyn, sem var áður rekstrarstjóri verksmiðjunnar, tekur við af Gesti Péturssyni sem lætur af störfum um áramótin til þess að stýra nýrri Umhverfis- og orkustofnun. Viðskipti innlent 1.11.2024 10:50
Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Ingvar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Nox Medical, hefur tekið við sem formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins. Viðskipti innlent 24. október 2024 13:22
Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Guðjón Magnússon og Kristinn Þór Garðarsson tóku nýlega við sem sviðsstjórar hjá VSB verkfræðistofu. Viðskipti innlent 23. október 2024 11:51
Ólöf til liðs við Athygli Ólöf Skaftadóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og síðar samskiptastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur gengið til liðs við ráðgjafarfyrirtækið Athygli. Þar mun hún sinna eigin ráðgjöf og verkefnum. Viðskipti innlent 23. október 2024 09:24
Nýr framkvæmdastjóri á Oche Davíð Lúther Sigurðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri veitinga- og afþreyingastaðarins Oche Reykjavík í Kringlunni. Davíð Lúther er einnig einn af eigendum staðarins. Viðskipti innlent 21. október 2024 10:50
Dagmar Ýr tekur við stöðu sveitarstjóra af Birni Dagmar Ýr Stefánsdóttir hefur verið ráðin til að gegna stöðu sveitarstjóra Múlaþings. Hún tekur við starfinu af Birni Ingimarssyni um næstu áramót, en hann hefur gegnt starfi sveitarstjóra frá því í júlí 2010. Innlent 21. október 2024 09:01
Lætur af störfum sem bæjarstjóri Voga Gunnar Axel Axelsson lét af störfum sem bæjarstjóri Voga í dag vegna veikinda, en hann hefur verið að glíma við langtímaafleiðingar af Covid 19. Innlent 18. október 2024 18:01
Helgi hættur á Heimildinni Helgi Seljan er einhver þekktasti blaðamaður landsins, margverðlaunaður en hann hefur staðið í ströngu nú í tuttugu ár við að fjalla um stærstu mál samtímans. Nú er það búið. Í bili að minnsta kosti. Helgi hefur ákveðið að henda blaðamannahatti sínum inn í skáp og horfir jafnvel til hafs. Innlent 18. október 2024 15:41
Ásmundur Einar skipar tvo skrifstofustjóra Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Hafþór Einarsson og Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur í tvö embætti skrifstofustjóra í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Innlent 18. október 2024 15:02
Settur tímabundið sem sýslumaður á Austurlandi Dómsmálaráðherra hefur sett Svavar Pálsson, sýslumanninn á Norðurlandi eystra, tímabundið sem sýslumann á Austurlandi frá 1. nóvember 2024 til og með 31. október 2025. Innlent 18. október 2024 15:00
Hætt hjá SFS og til liðs við Miðflokkinn Laufey Rún Ketilsdóttir er hætt sem upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hefur gengið til liðs við Miðflokkinn. Innlent 17. október 2024 14:40
Úlfur Þór til Firma lögmanna Úlfur Þór Andrason, lögmaður, hefur hafið störf hjá Firma lögmönnum. Viðskipti innlent 17. október 2024 09:56
Hér og nú fjölgar starfsmönnum Tryggvi Gunnarsson, Rakel Mist Einarsdóttir og Kristján Valur Gíslason hafa verið ráðin til starfa hjá auglýsingastofunni Hér og nú. Viðskipti innlent 16. október 2024 15:17
Nýr aðstoðarmaður rétt fyrir ríkisstjórnarslit Lilja Hrund Lúðvíksdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Hún hóf störf í síðustu viku einungis nokkrum dögum áður en ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar baðst lausnar. Innlent 16. október 2024 10:06
Rúnar ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Ræstingafyrirtækið Hreint hefur ráðið Rúnar Ágúst Svavarsson sem aðstoðarframkvæmdastjóra. Um er að ræða nýja stöðu innan félagsins, en Rúnar hefur verið lykilmaður í rekstri Hreint undanfarin tólf ár og stýrt fjölmörgum mikilvægum verkefnum innanhúss, ásamt því að hafa starfað þvert á svið hjá Hreint, síðast sem sviðsstjóri þróunar- og markaðssviðs. Viðskipti 15. október 2024 10:57
Hefur lokið störfum hjá Viðreisn en vill vera á lista Sigurður Orri Kristjánsson stjórnmálafræðingur hefur látið af störfum hjá Viðreisn, en þar starfaði hann sem verkefnastjóri samfélagsmiðla og viðburða. Þrátt fyrir það ætlar hann að sækjast eftir sæti ofarlega á lista. Viðskipti innlent 14. október 2024 22:06
Þórarinn víkur sem formaður Sameykis Þórarinn Eyfjörð hefur vikið sem formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu frá og með deginum í dag. Mikið hefur gustað um Þórarin undanfarna mánuði og hann hefur verið sakaður um hafa gengið of hart fram gagnvart starfsfólki félagsins. Þá var hann felldur í kjöri um varaformann BSRB á dögunum. Innlent 11. október 2024 16:51
Sjö vilja verða varaseðlabankastjóri Sjö umsóknir bárustu um embætti varaseðlabankastjóra peningastefnu. Fimm umsækjenda starfa þegar í Seðlabankanum. Innlent 11. október 2024 11:11
Fyrrverandi fréttastjóri og fleiri til Betri samgangna Betri samgöngur ohf., sem hafa umsjón með framkvæmdum á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, hafa ráðið þrjá nýja starfsmenn og forstöðumaður þróunar hefur verið gerður að aðstoðarframkvæmdastjóri. Meðal nýrra starfsmanna er Rakel Þorbergsdóttir, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Starfsmannafjöldi félagsins tvöfaldast. Viðskipti innlent 10. október 2024 14:26
Ísleifur tekur við sem forstöðumaður hjá VÍS Ísleifur Orri Arnarson hefur verið ráðinn forstöðumaður áhættustýringar hjá VÍS, þar sem hann mun bera ábyrgð á því að framfylgja stefnu fyrirtækisins um samhæfða áhættustýringu. Viðskipti innlent 9. október 2024 13:46
Már nýr meðeigandi hjá Athygli Már Másson hefur gengið til liðs við ráðgjafafyrirtækið Athygli og bætist samtímis í eigendahóp félagsins. Viðskipti innlent 8. október 2024 10:10
Skrifstofustjóri með tuttugu ára reynslu nýr ráðuneytisstjóri Innviðaráðherra skipaði Ingilín Kristmannsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins. Ingilín hefur starfað í tuttugu ár fyrir ráðuneytið og forvera þess, síðustu tvö árin sem skrifstofustjóri stefnumótunar og fjárlaga. Innlent 8. október 2024 09:45