Veður

Veður


Fréttamynd

Enginn landshluti sleppur

Enginn landshluti sleppur við hvassviðrið sem gengur nú yfir landið í kvöld og næstu daga, að sögn veðurfræðings. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu og búast má við hviðum allt að 45 m/s á Suðausturlandi. Þá verða næstu dagar litaðir miklu kuldakasti, sem til að mynda verður trúlega það mesta á höfuðborgarsvæðinu í sjö ár.

Innlent
Fréttamynd

Holtavörðuheiði lokað og ekkert lát á hvassviðrinu

Holtavörðuheiði var lokað á áttunda tímanum í kvöld eftir að bílar festust þar á veginum. Vegagerðin bendir á hjáleið um Laxárdalsheiði, Skógarströnd og Heydal. Vetrarfærð er á landinu öllu og bálhvasst en ekki er útlit fyrir að lægi svo um munar fyrr en á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Gular viðvaranir ná nú yfir nær allt landið

Gul veðurviðvörun er nú í gildi fyrir nær allt landið frá klukkan 18 á morgun til hádegis á fimmtudag. Norðan hvassviðri eða stormur tekur við suðvestan stormi sem nú lemur stóran hluta landsins.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsti al­vöru norðan­áttar­kaflinn og hörku­frost í vændum

Útlit er fyrir hvassa suðvestanátt í dag og jafnvel storm á stöku stað. Yfirleitt verður hægari vindur norðvestantil á landinu. Þó má búast við skúrum eða slydduéljum, en að það stytti upp og rofi til norðaustan- og austanlands. Hitiinn verður á bilinu 2 til 7 stig.

Veður
Fréttamynd

Fullt tungl og leiðindaveður í kortunum

Gul veðurviðvörun er í gildi víðast hvar um land í kvöld að suðausturströndinni undanskilinni. Búist er við vaxandi suðaustanátt með kvöldinu og hvessir enn í nótt. Þá má búast við snjókomu og slyddu þótt þurrt verði að mestu fyrir norðan fram á miðnætti en tekur að rigna í nótt, fyrst suðvestan til.

Innlent
Fréttamynd

Átta fermetra svalahurð „ætlaði inn í stofu“ í rokinu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti 117 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn. Þar af voru 28 forgangsflutningar og sex svokallaðir covid-flutningar. Þá sinnti slökkviliðið fremur óhefðbundnu verkefni í óveðrinu fyrr í vikunni vegna átta fermetra stórrar svalahurðar sem var til vandræða.

Innlent
Fréttamynd

Umhleypingar í kortunum

Draga mun í dag úr þeirri suðvestanátt sem hefur ráðið ríkjum á Íslandi undanfarna sólarhringa og er von á norðlægri átt á morgun. Áfram verður éljagangur á sunnan- og vestanverðu landinu og hiti í kringum frostmark.

Innlent
Fréttamynd

Lognið á undan storminum

Fagurbleik sólarupprás og nær alger stilla gladdi íbúa á suðvesturhorni landsins í morgun. Það var þó aðeins lognið á undan storminum því gular- og appelsínugular viðvaranir vegna hríðaveðurs eða storms taka gildi á mest öllu landinu síðar í dag.

Innlent