Veður

Glampandi sól og allt að 24 stiga hiti

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Veðrið verður best fyrir austan í dag.
Veðrið verður best fyrir austan í dag. vísir/vilhelm

Þrátt fyrir mikið hvass­viðri og appel­sínu­gular og gular við­varanir fyrir norðan fyrri part dags verður glampandi sól víðast hvar á landinu í dag. Lang­hlýjast verður austan­lands þar sem hiti fer upp í 24 stig í dag.

Appel­sínu­gular við­varanir eru enn í gildi á Norður­landi en falla úr gildi fyrir há­degi og verða þá gular þar til klukkan 15. Mikil sól verður fyrir norðan þrátt fyrir hvass­viðrið og hiti á bilinu 13 til 19 stig.

Á höfuð­borgar­svæðinu má búast við glampandi sól í allan dag þangað til fer að skýja nokkuð í kvöld. Þar verður einnig mun hægari vindur en á norður­landi þó það verði ekki eins hlýtt en hitinn verður í kring um 13 stig allan daginn.

Sól víðast hvar á  landinu í dag. Samkvæmt þessari spá fer hitinn upp í 24 stig á Egilsstöðum í dag.veðurstofa íslands

Gul við­vörun er í gildi á Suð­austur­landi og fellur hún ekki úr gildi fyrr en klukkan 16 í dag. Þar geta vind­hviður náð allt að 30 metrum á sekúndu við fjöll og geta að­stæður þar verið hættu­legar fyrir veg­far­endur með aftan­í­vagna.

Þrátt fyrir mikið hvass­viðri þar verður líkt og annars staðar glampandi sól og allt að 21 stiga hiti.

Það hlýnar svo því austar sem haldið er á landinu og verður hlýjast á Egils­stöðum í dag þar sem hitinn ætti að fara upp í 24 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×