„Við áttum okkur ekki alveg á því hvað gerðist“ Framkvæmdastjóri Hópbíla segir forsvarsmenn fyrirtækisins eiga eftir að ná betra tali af bílstjóranum sem festi rútu sína í tvígang um helgina eftir að hafa ekki virt vegalokanir. Verið sé að afla allra gagna málsins. Innlent 27. desember 2022 11:06
Búið að opna Hellisheiði Hellisheiðin er nú opin í báðar áttir. Þá er einnig búið að opna vegina up Þrengsli og Sandskeið. Krýsuvíkurvegur og Suðurstrandarvegur eru enn ófærir. Reykjanesbrautinni er haldið opinni og búið er að opna Grindavíkurveg á ný. Innlent 27. desember 2022 10:08
Gul viðvörun á Suðausturlandi Gul veðurviðvörun er nú í gildi á Suðausturlandi. Búist er við þrettán til tuttugu metrum á sekúndu með snjókomu en batna á vestan til á svæðinu eftir hádegi. Viðvörunin er þó í gildi til klukkan fjögur í dag. Innlent 27. desember 2022 09:34
Úrkomusvæðið færist austur eftir landinu í dag Nokkuð hefur snjóað á Suðvestur- og Suðurlandi í nótt og mun úrkomusvæðið fara austur eftir landinu í dag. Von er á nokkurri snjókomu á Suðausturland og síðar á Austfjörðum. Veður 27. desember 2022 07:16
Snjóþekja á stofnvegum og fólk hvatt til að fara varlega Þjóðvegurinn frá Hvolsvelli og til Víkur í Mýrdal er lokaður vegna veðurs en spáð var mikilli snjókomu á svæðinu í nótt. Vegurinn á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs var lokaður fyrir almennri umferð í gær en Vegagerðin var þar með fylgdarakstur. Innlent 27. desember 2022 06:59
Ný lægð færist yfir landið með hvassviðri og snjó Spáð er allhvassri suðaustanátt með snjókomu á Suðausturlandi á morgun. Ný lægð færist yfir landið í nótt. Veður 26. desember 2022 21:28
Opið milli Markarfljóts og Víkur Búið er að opna á hringveginum milli Markarfljóts og Víkur. Enn er ófært austur frá Vík að Kirkjubæjarklaustri en stefnt er að opnun upp úr klukkan tvö í dag. Innlent 26. desember 2022 13:36
Rigning og rok á Tene: „Við verðum bara inni“ Gul viðvörun er í gildi á Kanaríeyjum og rigning og rok hefur verið á Tenerife síðan í gær. Fjölmargir Íslendingar eyða jólunum á eyjaklasanum en láta veðrið ekki eyðileggja stemninguna. Lífið 26. desember 2022 11:59
Enn ein lægðin hrellir landsmenn „Í kvöld kemur enn ein kalda smálægðin úr vestri og mun hrella okkur með snjókomu og skafrenningi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Mest snjóar vestantil í kvöld og á Suður- og Suðausturlandi. Innlent 26. desember 2022 10:30
Víðtækar lokanir á Suðurlandi Enn er víða ófært vegna veðurs. Þjóðvegurinn er lokaður frá Markarfljóti alveg að Kirkjubæjarklaustri. Suðaustan stormur geisar á Suðausturlandi. Innlent 26. desember 2022 10:20
Ferðamenn beri ekki nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru Fjöldinn allur af ferðamönnum eru veðurtepptir í Vík í Mýrdal en hótelstarfsmaður segir marga ferðamenn ekki bera nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru. Það kom honum á óvart hversu fáir afbókuðu gistingu á hótelinu og komu til Víkur þrátt fyrir að búið væri að loka vegum. Innlent 25. desember 2022 18:55
Varði aðfangadagskvöldi með ókunnugum strandaglópum í Keflavík „Þetta var ekki alveg aðfangadagurinn sem ég átti von á,“ segir Alexa, bandarísk kona sem ætlaði einungis að millilenda hér á landi í tvo klukkutíma í gær en endaði á því að verja jólunum í Keflavík þar sem flugi hennar til Bandaríkjanna var aflýst vegna veðurs. Innlent 25. desember 2022 18:50
Virti ekki lokanir og þverar þjóðveginn Rútubílstjóri virti ekki lokanir og festi rútu á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu seinnipartinn í dag. Rútan situr enn föst og stirð samskipti hafa verið á milli björgunarsveitar og bílstjóra rútunnar. Innlent 25. desember 2022 16:29
Víða ófært og vegir lokaðir Víða er ófært á landinu og vegir lokaðir. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi. Innlent 25. desember 2022 14:45
Myndasyrpa: Víkverjar komu á annað hundrað ferðamönnum til bjargar á aðfangadag Björgunarsveitarmenn í Vík í Mýrdal fengu ekki að borða jólamatinn fyrr en á ellefta tímanum í gærkvöld vegna á annað hundrað erlendra ferðamanna sem sátu fastir í ófærðinni. Áfram er erfið færð víðast hvar á landinu og fólk hvatt til að halda sig heima. Veður 25. desember 2022 14:02
Milljónir Bandaríkjamanna strandaglópar Að minnsta kosti átján hafa látist í Bandaríkjunum í óveðrinu sem geisar. Milljónir Bandaríkjamanna eru strandaglópar og hefur hátt í 2.500 flugferðum verið aflýst vegna veðurs. Þúsundir verja jólunum fastir á flugvöllum í landinu. Erlent 25. desember 2022 12:16
Ofát og hálka varð fólki að falli í gær Fjöldi fólks leitaði á bráðamóttöku Landspítalans í gær og í nótt vegna hálkumeiðsla. Þá var nokkuð um að fólk leitaði sér aðstoðar vegna ofáts. Innlent 25. desember 2022 12:01
Lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og óvissustig á Hellisheiði Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland. Innlent 25. desember 2022 08:45
Skyggni orðið afar slæmt Færð er tekin að spillast til muna á Suðurnesjum. Skyggni á Sandgerðis- og Garðskagavegi er afar slæmt og ökumenn eru beðnir um að fara um með mikilli aðgát. Innlent 24. desember 2022 15:56
Íbúar í Höfnum innilokaðir í fleiri sólarhringa Íbúar í Höfnum voru innilokaðir í rúma fjóra sólarhringa þegar óveðrið geisaði á Suðurnesjum, og víðar á landinu, í vikunni sem er að líða. Björgunarsveitir komust hvorki lönd né strönd en að lokum tókst að koma birgðum til íbúa með snjóbíl. Innlent 24. desember 2022 14:47
Starfsmenn Vegagerðarinnar bjartsýnir Þungfært er á nokkrum leiðum á Suðurlandi vegna snjókomu. Töluverð snjóþekja er á Hellisheiði og í Þrengslum. Starfsmenn Vegagerðarinnar eru hins vegar bjartsýnir á að hægt verði að halda heiðinni opinni í dag, þrátt fyrir mikla umferð. Innlent 24. desember 2022 11:52
Níu látnir í Bandaríkjunum vegna veðurs Níu hafa látist í Bandaríkjunum í óveðrinu sem geisar. Látnu létust öll í bílslysum vegna hálku og slæmra akstursskilyrða. Milljónir Bandaríkjamanna eru strandaglópar og þúsundum flugferða hefur verið aflýst vegna veðurs. Erlent 24. desember 2022 09:43
Hálkublettir víða og færð tekin að spillast Hálkublettir eru víða á vegum og færð er tekin að spillast á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Töluverðri ofankomu er spáð á Suðurlandi og Suðausturlandi í dag og getur orðið þungfært á skömmum tíma. Veðurfræðingur hvetur fólk til að fylgjast vel með færðinni. Innlent 24. desember 2022 09:03
Gæti orðið mjög þungfært á skömmum tíma Töluverð snjókoma er í kortunum víðsvegar á landinu í nótt og á morgun. Mesta ofankoman verður líklega á vesturhluta Suðurlands og leiðindaveður verður á Vestfjörðum ef spáin gengur eftir. Veðurfræðingur segir mikilvægt að fylgjast vel með enda geti orðið þungfært á skömmum tíma. Vegagerðin og borgaryfirvöld eru í viðbragðsstöðu. Innlent 23. desember 2022 23:30
Gul viðvörun vegna snjókomu á aðfangadag Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá aðfangadagsmorgni til miðnættis annað kvöld. Talsvert gæti snjóað á morgun á sunnan- og vestanverðu landinu sem og við norðurströnd landsins. Innlent 23. desember 2022 14:38
Kaldasti desember í hálfa öld gæti fylgt einum hlýjasta nóvember í sögunni Horfur eru á að desember gæti orðið sá kaldasti á landinu í tæp fimmtíu ár. Meðalhitinn á landinu í nóvember var sá hæsti frá upphafi mælinga. Um átta gráða sveifla gæti orðið á meðalhitanum í Reykjavík á milli nóvembers og desembers. Innlent 23. desember 2022 10:50
Hæg norðlæg átt og dálítil él norðan- og austanlands Veðurstofan spáir fremur hægri, norðlægri átt í dag, dálitlum éljum norðan- og austanlands en annars léttskýjuðu. Veður 23. desember 2022 07:13
Einstakt kuldakast ógn við líf manna í Bandaríkjunum og Kanada Mikið kuldakast gengur nú yfir Bandaríkin og Kanada og vara sérfræðingar fólk við því að kal geti myndast á húð á aðeins nokkrum mínútum. Veðurviðvaranir um helgina ná til 135 milljóna manna á sama tíma og gríðarlega margir eru á faraldsfæti. Erlent 23. desember 2022 07:03
Búið að moka úr skýlinu við Keflavíkurflugvöll Búið er að ryðja skýli við Keflavíkurflugvöll sem farþegar nota til að ganga í átt að flugstöðinni frá langtímabílastæðum flugvallarins. Unnið er að því að klára að ryðja önnur svæði sem eru mikilvæg fyrir aðkomu og þjónustu á vellinum. Innlent 22. desember 2022 22:25
Þarf að prjóna á hjólastólnum til að komast í búðina Íbúi í Kópavogi sem notar hjólastól kvartar yfir mokstri við verslanir í Hamraborg og Fannborg í Kópavogi. Til að komast í verslun Krónunnar í Hamraborg þarf hún að prjóna á afturdekkjum hjólastólsins. Innlent 22. desember 2022 22:07