Appelsínugular viðvaranir, óvissustig og samráðsfundir vegna veðurs Samhæfingarstöð almannavarna verður virkjuð klukkan tíu í dag vegna veðurs. Óvissustigi var í gær lýst yfir á Vestfjörðum vegna ofanflóðahættu en aukin hætta er á votum snjóflóðum, krapaflóðum og skriðuföllum vegna hlýinda og úrkomu. Óvissustigi hefur einnig verið lýst yfir á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna veðurs en appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan ellefu á svæðinu. Innlent 5. febrúar 2023 08:57
Óvissustigi lýst yfir Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem er framundan. Innlent 4. febrúar 2023 20:55
Annasamur sólarhringur hjá Landhelgisgæslunni Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur sinnt þremur útköllum síðastliðinn sólarhring. Slæmt veður hefur komið í veg fyrir að flugvélar hafi getað sinnt sjúkraflugi frá Egilsstöðum, Ísafirði og Vestmannaeyjum. Innlent 4. febrúar 2023 18:13
Aukin hætta á ofanflóðum á morgun Gert er ráð fyrir hlýindum um allt land á morgun, sunnudag, og Veðurstofa Íslands varar við aukinni hættu á votum snjóflóðum. krapaflóðum og skriðuföllum. Í tilkynningu segir að ekki sé hægt að útiloka að krapaflóð falli aftur á Patreksfirði, líkt og gerðist í síðustu viku. Innlent 4. febrúar 2023 17:49
Gular viðvaranir enn og aftur á morgun Gular viðvaranir verða í gildi alls staðar á landinu á morgun nema á Suðausturlandi og suðvesturhorninu. Búist er við talsverðri rigningu á Breiðafirði í nótt og á morgun. Veður 4. febrúar 2023 13:24
Aldrei jafn kalt í janúar á þessari öld Janúarmánuðurinn sem var að líða er sá kaldasti á Íslandi á 21. öldinni. Þá hafa ekki verið færri sólskinsstundir í Reykjavík síðan árið 1977. Aðeins 2,5 sólskinsstundir mældust á Akureyri í janúar. Veður 4. febrúar 2023 11:00
Glænýr Land Cruiser sem betur fer í bílskúrnum Stærðarinnar ösp varð vindinum að bráð við Digranesheiði í Kópavogi á þriðja tímanum. Tilviljun réð því að öspin féll ekki á glænýjan Land Cruiser sem var aldrei þessu vant inni í bílskúr. Innlent 3. febrúar 2023 16:38
Keyrðu út af í Víkurskarði: „Helvíti hvasst, hálka á veginum og slabb“ Skilyrði til aksturs voru slæm á Norðurlandi í dag en bíll fór út af veginum og festist í Víkurskarði í Þingeyjarsveit. Innlent 3. febrúar 2023 16:31
Stormur víða í dag og næsta lægð kemur á sunnudag Stormi er spáð víða á landinu í dag með mikilli úrkomu og hlýindum. Veðrið verður verst á suðvestanverðu landinu í upphafi en norðantil í kvöld. Næsta lægð tekur við á sunnudag. Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna enn að því að hreinsa frá niðurföllum þar sem hálfgerð stöðuvötn hafa myndast. Skrifstofustjóri Borgarlandsins segir að íbúar hafi bjargað miklu með því að hjálpa til. Innlent 3. febrúar 2023 12:30
Reikna með hviðum að 45 metrum undir Eyjafjöllum og Kjalarnesi Gert er ráð fyrir snörpum hviðum allt að 40 til 45 metra á sekúndu í suðaustanátt undir Eyjafjöllum og á utanverðu Kjalarnesi nærri hádegi í dag. Veður 3. febrúar 2023 08:49
Gengur í hvassviðri eða storm Þó að það sé tiltölulega rólegt veður á landinu nú morgunsárið þá varir það ekki lengi. Það mun ganga í suðaustan og sunnan hvassviðri eða storm þegar líður á daginn. Órólegt veður er í kortunum. Veður 3. febrúar 2023 06:58
Sóttu gönguskíðamenn að Fjallabaki Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli sóttu tvo gönguskíðamenn að Fjallabaki í dag. Tjald þeirra hafði gefið sig vegna veðurs og voru þeir því orðnir blautir og kaldir. Innlent 2. febrúar 2023 20:07
Von á stormi á morgun og fleiri gular viðvaranir gefnar út Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir landið allt á morgun vegna suðaustan hvassviðris eða storms. Gular viðvaranir eru nú í gildi eða hafa verið gefnar út fyrir landið allt. Veður 2. febrúar 2023 10:42
Hvassviðri, gular viðvaranir og önnur lægð á leiðinni Útlit er fyrir austan og suðaustan hvassviðri eða storm á landinu í dag. Það verður úrkoma um allt land og víða á formi slyddu eða snjókomu og hiti verður kringum frostmark. Gular viðvaranir hafa þegar tekið eða munu taka gildi á næstu klukkustundum um nær allt land og eru þær í gildi fram á kvöld eða nótt. Einungis höfuðborgarsvæðið er undanskilið hvað viðvaranir Veðurstofu varðar. Veður 2. febrúar 2023 07:15
Gefa út gular viðvaranir fyrir nær allt landið Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir nær allt landið á morgun vegna hvassviðris eða storms og hríðar. Fyrstu viðvaranirnar taka gildi snemma í fyrramálið og gilda einhverjar fram á kvöld. Veður 1. febrúar 2023 11:06
Appelsínugular og rauðar viðvaranir aldrei verið fleiri Veðurstofa Íslands gaf út 456 veðurviðvaranir á síðasta ári samkvæmt samantekt Veðurstofunnar. Innlent 1. febrúar 2023 07:33
Hvessir í kvöld og má búast við stormi til fjalla á morgun Útlit er fyrir norðaustan fimm til tíu metra á sekúndu og él á Norður- og Austurlandi í dag. Reikna má með hægari vindi og nokkuð björtu veðri sunnan heiða. Frost verður á bilinu núll til sjö stig. Veður 1. febrúar 2023 07:14
Skoða hvers vegna farþegum var vísað út í óveðrið Farþegar Strætó, sem voru á ferð með leið 18 í átt að Spönginni í gærkvöldi, lentu í því leiðinlega atviki að vera vísað út úr vagninum við Ingunnarskóla í Grafarholti vegna ófærðar. Farþegunum var ekki boðið að fara með vagninum í skjól og þurftu þeir að fá aðstoð björgunarsveita til að komast leiðar sinnar. Innlent 31. janúar 2023 13:52
Rafmagn fór líklega af í Eyjum vegna bilunar í tengimúffu Vestmannaeyjastrengur 3 bilaði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að rafmagnslaust var í eyjunni í um klukkustund. Þegar ljóst varð að bilunin væri umfangsmeiri en áætlað var var ákveðið að setja Vestmannaeyjastreng 1 í rekstur. Innlent 31. janúar 2023 11:56
Þurftu að losa fjölda fastra bíla Hátt í tvö hundruð björgunarsveitarmenn tóku þátt í tugum verkefna vegna óveðursins í gær. Flest útköllin snérust um fasta bíla sem voru inni á lokunarsvæðum. Innlent 31. janúar 2023 11:24
Viðvaranir áfram í gildi fram eftir morgni Appelsínugul viðvörun er enn í gildi á Suðurlandi og verður fram til klukkan 10 samkvæmt vef Veðurstofunnar. Innlent 31. janúar 2023 06:48
Meira en tíu bílar fastir í Grafarvogi vegna færðar og útköll um allt land Upplýsingafulltrúar Landsbjargar og almannavarna segja daginn hafa gengið vel fyrir sig. Mest sé um lítil verkefni og greinilegt að fólk hafi hlustað á veðurviðvaranir. Innlent 30. janúar 2023 22:20
Hafa áhyggjur af strandaglópum Veðrið er farið að versna og eru appelsínugular og gular viðvaranir í gildi víða. Búið er að loka nokkrum vegum á Suður- og Suðausturlandi vegna veðurs. Almannavarnir hafa mestar áhyggjur af því að fólk verði strand og komist ekki leiðar sinnar. Innlent 30. janúar 2023 17:54
Rafmagnsleysið í Vestmannaeyjum líklega vegna veðurs Rafmagnslaust varð í Vestmannaeyjum, Landeyjum og Vík eftir að Rimakotslína 1 leysti út skömmu eftir klukkan fjögur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er svæðið nú keyrt með varaafli og ættu því flestir að vera komnir aftur með rafmagn. Bilunin er líklega vegna veðurs. Innlent 30. janúar 2023 17:24
Veginum um Hellisheiði lokað Veginum um Hellisheiði hefur nú verið lokað. Hvalfjarðargöngum var lokað í stutta stund en hafa þau nú verið opnuð aftur. Innlent 30. janúar 2023 17:14
Loka vegköflum undir Eyjafjöllum, við Reynisfjall og á Lyngdalsheiði Veginum undir Eyjafjöllum sem liggur frá Markarfljóti til Víkur í Mýrdal hefur verið lokað. Þá hefur veginum við Reynisfjall verið lokað, sem og Lyngdalsheiði. Innlent 30. janúar 2023 15:27
Samhæfingarstöð almannavarna virkjuð og öllu innanlandsflugi aflýst Samhæfingastöð Almannavarna var virkjuð á hádegi vegna lægðarinnar sem gengur yfir í dag en óvissustig almannavarna er í gildi vegna veðurs. Gular og appelsínugular verða í gildi á nánast öllu landinu fram á nótt. Búist er við að vegum verði lokað og breytingar hafa verið gerðar á flugáætlun. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir stutt í næstu lægð. Íþróttaæfingar hafa víða verið blásnar af. Innlent 30. janúar 2023 12:03
Reikna með hviðum að 55 metrum á sekúndu Veður fer hratt versnandi á Suðurlandi upp úr hádegi. Í Mýrdal og undir Eyjafjöllum verður ofsaveður og má reikna með hviðum, 40 til 55 metrum á sekúndu, milli klukkan 14 og 18 í dag og litlu síðar í Öræfum. Veður 30. janúar 2023 08:05
Djúp lægð skellur á landið eftir hádegið Ört dýpkandi lægð nálgast nú landið úr suðvestri og má því reikna með vaxandi austanátt, 18 til 25 metrum á sekúndu síðdegis og víða snjókoma. Hvassara verður syðst á landinu fram á kvöld með talsverðri ofankomu. Veður 30. janúar 2023 07:34
Veðrið versni mjög eftir hádegi Óvissustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna slæmrar veðurspár. Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi nánast á landinu öllu klukkan tólf á morgun. Veðurfræðingur segir að veðrið taki að versna mjög hratt eftir hádegi. Innlent 29. janúar 2023 23:01