Veður

Veður


Fréttamynd

Jeppi valt á Kaldadal

Jeppi með fimm manns innanborðs valt á Kaldadal nú fyrir stundu. Hafa björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vesturlandi verið kallaðar út en afar slæmt fjarskiptasamband er á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Flughált víða um land

Vegagerðin varar við flughálku víða um land. Ófært er á Lyngdalsheiði og er óveður á Kjalarnesi, Mosfellsheiði og víðar í uppsveitum Suðurlands.

Innlent
Fréttamynd

Vel viðraði fyrir flugelda

Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að almennt hafi verið gott flugeldaveður í gær. Vindur hafi verið á öllu landinu sem sé gott því þá fyllist ekki allt af reyk á meðan.

Innlent
Fréttamynd

Vegagerðin varar við hvassviðri

Vegagerðin varar við hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu í dag og vaxandi skafrenningi norðvestantil. Hálkublettir eru á flestum vegum landsins.

Innlent
Fréttamynd

Óveðrið nær hámarki í dag

Hvassviðrið sem nú gengur yfir landið mun ná hámarki sínu síðar í dag að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Víða er lítið ferðaveður og snjófjóðahætta meðal annars í Súðavíkurhlíð.

Innlent
Fréttamynd

Reyna að komast heim fyrir jól

Spáð er vonskuveðri um nánast allt land í dag og á morgun. Flugsamgöngur til Ísafjarðar hafa farið úr skorðum vegna veðurs og varð vél Flugfélags Íslands að hætta við lendingu á Ísafirði í gær. Nokkrir Ísfirðirngar komast ekki til sín heima yfir jólahátíðina vegna veðurs.

Innlent
Fréttamynd

Flughált víða um landið

Varað er við umferð Hreindýra á Austur- og Suðurlandi. Hreindýrahópar eru nú við veg í Hamarfirði og Álftafirði og einnig í Reyðarfirði. Vegfarendur eru beðnir að gæta varúðar.

Innlent
Fréttamynd

Flughálka víðsvegar um landið

Vegagerðin varar við flughálku á Holtavörðuheiði, Landvegi, Mýrdalssandi og í kringum Kirkjubæjarklaustur. Á Suður- og Suðvesturlandi er einnig mikil hálka en eins og Vísir greindi frá fyrr í dag veltu fjórir ökumenn bifreið sinni á svæðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fjórar bílveltur á Suðurlandi í dag

Fjórar bílveltur hafa komið upp á Suðurlandi í dag en gríðarlega hálka er á vegum í Árnessýslu. Mikil ísing er á vegum og leynir hún á sér en enginn hefur slasast alvarlega og betur hefur farið en á horfðist.

Innlent