Hjartalæknir með reggíplötu Tónlistarmaðurinn og hjartalæknirinn Helgi Júlíus Óskarsson hefur gefið út reggíplötuna Kominn heim, sem er hans önnur á tveimur mánuðum. Hin nefnist Haustlauf og hafði að geyma þjóðlagaskotna popptónlist þar sem Svavar Knútur kom við sögu. Tónlist 24. janúar 2012 13:15
Nafn komið á nýja plötu Næsta plata Bruce Springsteen nefnist Wrecking Ball og kemur hún út í byrjun mars. Fyrsta smáskífulagið er komið út og heitir það We Take Care of Our Own. Tvö ár eru liðin síðan síðasta plata Springsteens, The Promise, leit dagsins ljós. Tónlist 20. janúar 2012 14:15
Retro Stefson til Ameríku "Þetta er mjög spennandi og verður eflaust gaman,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, meðlimur hljómsveitarinnar Retro Stefson sem kemur í fyrsta sinn fram í Bandaríkjunum á South by Southwest-tónlistarhátíðinni í mars. Tónlist 20. janúar 2012 10:00
Þórir gefur út Janúar Tónlistarmaðurinn Þórir Georg hefur gefið út nýja plötu sem nefnist Janúar. Hún kom út á netinu á nýársdag og er væntanleg í verslanir á geisladisk og kassettu. Tónlist 20. janúar 2012 08:30
Adele jafnar metið Plata bresku söngkunnar Adele, 21, hefur verið í sextán vikur á toppi bandaríska Billboard-listans. Þar með hefur hún jafnað met sem aðeins fjórar aðrar plötur áttu fyrir. Tvær þeirra eru með tónlist úr kvikmyndunum Bodyguard og Titanic en hinar eru með sveitasöngvurunum Garth Brooks og Billy Ray Cyrus. Tónlist 20. janúar 2012 08:00
Fagnar 20 ára starfsafmæli Bandaríska hljómsveitin Nada Surf er mætt til leiks með sína sjöundu hljóðversplötu. Höfundar hins vinsæla Popular hafa starfað saman í tuttugu ár. Tónlist 19. janúar 2012 20:00
The Cure á Hróarskeldu Hljómsveitin The Cure ætlar að spila á Hróarskelduhátíðinni í sumar. Þetta verður í fyrsta sinn í ellefu ár, eða síðan 2001, sem Robert Smith og félagar heiðra hátíðargesti með nærveru sinni. Fjögur ár eru liðin síðan síðasta plata The Cure, 4:13 Dream, leit dagsins ljós. Meðal annarra flytjenda á Hróarskeldu verða Björk, Bruce Springsteen og Bon Iver. Tónlist 19. janúar 2012 10:00
Nýtt lag frá Naglbítunum eftir nær áratugs þögn "Þetta er aðallega alveg ógeðslega gaman,“ segir Vilhelm Anton Jónsson, söngvari sveitarinnar 200.000 Naglbítar sem hefur nýja árið í hljóðveri að taka upp nýtt lag. Tónlist 18. janúar 2012 09:15
GP! Band á Bakkus Guðmundur Pétursson gítarleikari heldur tónleika á Bakkus Bar í Tryggvagötu á morgun, miðvikudag. Með honum leika Pétur Ben á gítar og selló, Styrmir Haukson á hljóðgerfla og slagverk, Valdi Kolli á bassa og Kristinn Agnarsson á trommur. Tónlist 17. janúar 2012 13:26
GusGus og The Weeknd eiga plötur ársins hjá Vasadiskó Rafsveitin GusGus og kanadíska söngvarinn er kallar sig The Weeknd eiga plötur ársins að mati útvarpsþáttarins Vasadiskó en seinna uppgjör þáttarins fór fram í dag. Plöturnar Arabian Horse og House of Balloons þóttu standa upp úr að mati þáttarstjórnanda en einnig voru plötur Mugison, Bjarkar, Sóleyjar og Lay Low inn á topp 5 á íslenska listanum en plötur Tune-Yards, Lauru Marling,Wu-Lyf og Önnu Calvi á þeim erlenda. Tónlist 15. janúar 2012 17:55
Plata frá Bloc Party á árinu Kele Okereke, söngvari Bloc Party, hefur staðfest að plata sé væntanleg frá hljómsveitinni á þessu ári. Hljómsveitin hefur unnið að plötunni í New York, sem var einmitt sögusvið prakkarastriks sem hljómsveitin setti á svið á árinu. Þá tjáði Okereke fjölmiðlum að hann hefði verið rekinn úr bandinu, sem væri að leita að söngvara. Þetta ku hafa verið spaug og hann er ennþá söngvari hljómsveitarinnar. Lífið 4. janúar 2012 22:00
Afslappað og áhugavert Bandaríski tónlistarmaðurinn Kurt Vile hefur vakið mikla athygli fyrir sína fjórðu plötu. Afslöppuð kassagítarstemning svífur þar yfir vötnum. Tónlist 29. desember 2011 19:00
Nýtt efni frá The xx The xx hefur sent frá sér prufuupptöku af laginu Open Eyes sem aðdáendur þessarar ensku sveitar geta nálgast á bloggsíðu hennar. Lagið verður á annarri plötu The xx sem er væntanleg á næsta ári. „Við erum byrjuð að taka upp næstu plötu. Við erum líka byrjuð með þetta blogg þar sem við munum segja frá því sem veitir okkur innblástur, sýna ykkur ljósmyndir og spila uppáhaldslögin okkar," sögðu þau á dögunum. Tónlist 29. desember 2011 10:00
John Grant aftur til landsins Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant ætlar að heimsækja Ísland á nýjan leik í janúar. Síðast kom hann hingað í október vegna Airwaves-hátíðarinnar og var alveg í skýjunum með heimsóknina. Tónlist 24. desember 2011 11:00
Íslenskt á topp fimm Hljómsveitirnar Of Monsters and Men og Apparat Organ Quartet eru á lista National Public Radio í Bandaríkjunum, NPR.org, yfir þá fimm flytjendur ársins 2011 sem fólk má ekki missa af. Tónlist 22. desember 2011 11:00
Silkimjúkur sólóferill Bandaríski rapparinn og leikarinn Common hefur gefið út sína níundu hljóðversplötu. Endurminningar hans eru einnig nýkomnar út þar sem hann skrifar um sambandið við móður sína. Tónlist 22. desember 2011 08:45
Reznor aftur tilnefndur til Golden Globe Trent Reznor, sem er þekktastur fyrir hljómsveit sína Nine Inch Nails, hefur verið tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Girl with the Dragon Tattoo, eftir David Fincher. Harmageddon 22. desember 2011 08:00
Ólöf Arnalds og Skúli á sólstöðutónleikum Ólöf Arnalds heldur sína aðra sólstöðutónleika á árinu á Café Flóru í Grasagarðinum í Laugardal í kvöld ásamt Skúla Sverrissyni. Ólöf hélt vel heppnaða sumarsólstöðutónleika í Grasagarðinum í júní og snýr nú aftur til leiks á vetrarsólstöðum. Tónlist 21. desember 2011 13:00
Gefur plötu á netinu Rapparinn Emmsjé Gauti hefur ákveðið að gefa aðdáendum sínum níu laga plötu á netinu sem heitir Í freyðibaði með Emmsjé Gauta. Tónlist 21. desember 2011 07:30
Nicki Minaj með lag ársins Gagnrýnendur hjá bandaríska tónlistartímaritinu Billboard hafa valið bestu lög ársins 2011. Fáum kemur það vafalítið á óvart að breska söngkonan Adele er þar ofarlega á blaði. Tónlist 21. desember 2011 03:00
Beach Boys snúa aftur Bandaríska hljómsveitin The Beach Boys ætlar að koma saman á næsta ári í tilefni fimmtíu ára afmælis síns. Tónleikaferð um heiminn er fyrirhuguð auk þess sem ný plata verður tekin upp. Tónlist 20. desember 2011 10:00
Kertaljósatónleikarnir hafnir Hin árlega kertaljósatónleikaröð Kammerhópsins Camerarctica hófst í gær. Menning 20. desember 2011 07:00
Yndislega hugmyndaríkur Jónsi Tónlistarmaðurinn Jónsi hefur fengið góða dóma fyrir tónlist sína í kvikmyndinni We Bought a Zoo. Tónlist 19. desember 2011 16:00
Mugison með sex tilnefningar Tilkynnt var um verðlaunaplötur Kraums í gær og einnig um tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Tónlist 17. desember 2011 11:00
Nancy Sinatra nútímans Lana Del Rey er söngkonan með dimmu röddina sem er að slá í gegn um þessar mundir með laginu Video Games. Fáir vita að hún hefur áður reynt fyrir sér í tónlistarbransanum og er dóttir milljarðamærings. Tónlist 16. desember 2011 12:00