Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Þessir listamenn koma fram á Innipúkanum

Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin 16. árið í röð um verslunarmannahelgina í ár. Aðaltónleikadagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, og verður líkt og í fyrra í Kvosinni á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum.

Tónlist
Fréttamynd

Atomstation snýr aftur eftir 9 ára hlé

Hljómsveitin Atomstation, áður þekkt sem Atómstöðin, snýr aftur eftir 9 ára hlé. Sveitin þurfti að leggja upp laupana eftir að trommari sveitarinnar greindist með MS sjúkdóminn. Sveitin tók upp nokkur lög í L.A. á dögunum.

Tónlist
Fréttamynd

Páll Óskar pantaður heim að dyrum

Páll Óskar gefur út sína nýjustu plötu þann 16. september. Hann ætlar að gefa plötuna út á vínyl og geisladisk, ásamt því að hún kemur inn á streymisveitur. Palli mun skutla plötunni til aðdáenda. sem forpanta plötuna, hvert á land sem er.

Tónlist
Fréttamynd

Sturla Atlas og Major Lazer í eina sæng

Það eru spennandi tímar fram undan hjá íslensku hljómsveitinni Sturla Atlas en bandið er að vinna lag í verkefni sem leitt er af bandaríska danstónlistartríóinu Major Lazer sem er stórt nafn innan tónlistarheimsins.

Lífið
Fréttamynd

Finnur jarðtenginguna heima á Íslandi

Jökull Júlíusson, söngvari og lagahöfundur hljómsveitinnar Kaleo, hefur átt ævintýralega skjótri velgengni að fagna. Mikil vinna fylgir slíkri velgengni og á dögunum endaði Jökull á sjúkrahúsi sökum of mikils álags.

Lífið
Fréttamynd

Áhorfendur fá að hlýða á söng og syngja sjálfir

Á morgun hefst Sönghátíð í Hafnarborg sem er ný tónlistarhátíð sem stendur yfir í níu daga. Hátíðin er helguð klassískri sönglist, ljóða- og óperusöng og markmið hennar er meðal annars að auka almenna þekkingu á list raddarinnar.

Lífið
Fréttamynd

Rifjar upp gamla takta á æskuslóðunum

Ásgeir Trausti ætlar að halda óvænta tónleika í félagsheimilinu á Hvammstanga í tilefni þess að hann sendi frá sér nýja plötu í maí. Þar endurtekur hann leikinn frá því að hann gaf út Dýrð í dauðaþögn en þá fóru útgáfutónleikarnir fram á þessum sama stað.

Tónlist
Fréttamynd

Með rödd sem hæfir risa

Kristjana Stefánsdóttir fór heim með Grímuna fyrir tónlist ársins þegar verðlaunin voru veitt í júní. Hún er afar stolt af þessari viðurkenningu en Blái hnötturinn fékk flest verðlaun á Grímunni, eða fjögur.

Tónlist
Fréttamynd

Fótafimi beint frá Chicago

Tónlistarakademía Red Bull býður footwork-plötusnúðnum og pródúsernum DJ Earl til landsins á næstunni. Hann kemur beina leið frá Chicago til að kenna Íslendingum að gera footwork lög.

Tónlist
Fréttamynd

Nýtt nafn í útgáfubransanum

Í hlutafélagaskrá kemur það fram að stjörnuparið Pálmi Ragnar Ásgeirsson, StopWaitGo-maður, og Dóra Júlía Agnarsdóttir plötusnúður eru að stofna félagið Rok Records ehf.

Tónlist
Fréttamynd

Reyndi að fá freknur með sigti

Mosfellska mærin Guðrún Ýr Eyfjörð er töff týpa sem missteig sig þó aðeins á fermingardaginn. Hún kallar sig GDRN að sviðsnafni, menntar sig í djassi og vekur nú athygli fyrir smellinn sinn, Ein.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Heldur upp á endurnýjunina

Baldvin Snær Hlynsson gaf í maí út plötuna Renewal, djassplötu þar sem hann semur öll lögin og spilar á píanó. Í kvöld heldur hann upp á útgáfuna með tónleikum í Norræna húsinu.

Tónlist
Fréttamynd

Tónlistarhátíðinni við Skógafoss aflýst

Ákveðið hefur verið að aflýsa tónlistarhátíðinni Night+Day sem fyrirhuguð var við Skógafoss í júlí. Ástæðan er viðkvæmt ástand svæðisins við fossinn, að sögn skipuleggjenda. Umhverfisstofnun setti svæðið á rauðan lista á dögunum.

Tónlist
Fréttamynd

Föstudagsplaylistinn: Lord Pusswhip

"Þetta er playlisti með tónlist úr ýmsum áttum sem ég myndi persónulega dilla mér við á föstudagskvöldi, ef þið mynduð gera það líka fáið þið kúlstig!" segir Lord Pusswhip, en það er listamannsnafn Þórðs Inga Jónssonar, rappara og pródúsers sem er maðurinn bakvið föstudagsplaylistann að þessu sinni.

Tónlist
Fréttamynd

Hætti í tónlist út af kvíða

Tónlistarmaðurinn og forritarinn Jónas Sigurðsson glímdi lengi við kvíða sem varð til þess að hann hætti í tónlist í kjölfar velgengni Sólstrandargæja. Hann vinnur nú að nýrri plötu sem kemur út í lok árs og spilar alla sunnudaga á Rósenberg í sumar með Ritvélum framtíðarinnar.

Lífið