Páll Óskar pantaður heim að dyrum Stefán Þór Hjartarson skrifar 3. júlí 2017 10:00 Páll Óskar keyrir stórglæsilega vínylplötu og geisladisk heim til fólks hvar sem er á landinu í fríinu sínu í haust. Vísir/Eyþór „Ef þú pantar nýju plötuna mína, sem ég er að taka upp núna, í gegnum Heimkaup.is fyrir 14. júlí, þá mæti ég persónulega með hana heim til þín – þó að það verði pantað eitt eintak í Drangey þá mun ég bara fljúga þangað,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, en hann er núna perlusveittur að klára nýjustu plötuna sína sem hann ætlar að keyra heim að dyrum hjá aðdáendum sínum, hvorki meira né minna. „Þetta er þjónusta sem ég ætla að veita í samstarfi við Heimkaup. Þeir eru að verða Amazon.com Íslands og sérhæfa sig í heimsendingarþjónustu og netverslun. Þetta tilboð gildir bara fyrir þá sem panta plötuna fyrirfram. Hvort sem þú pantar á vínyl eða geisladisk, þá birtist ég við dyrastafinn heima hjá þér með plötuna, eins og Pósturinn Páll.“Er þetta hugmynd sem þú hefur gengið lengi með í kollinum?„Þetta er búið að blunda í mér lengi vegna þess að markaðurinn hefur breyst svo gríðarlega. Ég man þá tíð þegar sumar plötur seldust á föstu formi í 20 þúsund eintökum – ég get alveg staðfest það að þeir dagar eru liðnir. Fólk notar streymisþjónustur eins og Spotify núna – og það er hið besta mál, en aðdáendur og fólk sem er í liði með listamanninum kaupir plötur hans á föstu formi. Nú er svo komið að vínylplatan kemur sterk inn og selst meira en geisladiskurinn. Auðvitað læt ég stafrænan kóða fylgja með hverju eintaki svo þú getur spilað þetta hvar sem þú vilt. Hafandi sagt það get ég sagt að það er gjörsamlega galið að prenta stórt upplag af vínyl og geislaplötum sem sitja síðan óseldar á lager heima hjá þér. Því er mikið sniðugra að leyfa fólki að panta fyrirfram og þegar það er ljóst hversu stórt upplagið þarf að vera, hvers vegna ekki að þjónusta aðdáandann með því að bara mæta heim til hans og gera eitthvað skemmtilegt úr þessu?“Palli var ekkert að spara það í lúkkinu á vínylnum.Útgáfudagur plötunnar er 16. september, það er sami dagur og Palli heldur risatónleika í Laugardalshöllinni, en eftir það er hann kominn í „frí“ sem hann ætlar að nýta í að keyra með plötuna sína til aðdáenda sinna. Vínylplatan sjálf mun vera með glæsilegra móti og endurspegla innihaldið vel. „Ég hef aldrei gefið út á vínyl. Fyrsta sólóplatan mín kom út 1993 og þá var almennt hætt að gefa út vínylplötur á Íslandi. Þessi fyrsta vínylplata mín verður algjörlega gegnsæ; glær kristals-vínylplata og plötuumslagið er prentað á plexigler. Þetta er dansskotin poppplata svo að diskóið mun gneista af henni, bókstaflega. Úr því að fólk er tilbúið að kaupa svona vandaðar vínylútgáfur þá ákvað ég að ganga alla leið í þessari hönnun svo að hún verður bara eins og húsgagn. Ég átti hugmyndina að þessu plötuumslagi, en Ólöf Erla hjá Ólöf Erla Design útfærði hana fyrir mig. Umslagið verður allt handunnið hér á Íslandi, en platan pressuð erlendis. Það tekur átta vikur að pressa vínylplötur, þannig að ég verð að loka fyrir pantanir á Heimkaup 14. júlí. Það er hægt að panta núna.“ Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Ef þú pantar nýju plötuna mína, sem ég er að taka upp núna, í gegnum Heimkaup.is fyrir 14. júlí, þá mæti ég persónulega með hana heim til þín – þó að það verði pantað eitt eintak í Drangey þá mun ég bara fljúga þangað,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, en hann er núna perlusveittur að klára nýjustu plötuna sína sem hann ætlar að keyra heim að dyrum hjá aðdáendum sínum, hvorki meira né minna. „Þetta er þjónusta sem ég ætla að veita í samstarfi við Heimkaup. Þeir eru að verða Amazon.com Íslands og sérhæfa sig í heimsendingarþjónustu og netverslun. Þetta tilboð gildir bara fyrir þá sem panta plötuna fyrirfram. Hvort sem þú pantar á vínyl eða geisladisk, þá birtist ég við dyrastafinn heima hjá þér með plötuna, eins og Pósturinn Páll.“Er þetta hugmynd sem þú hefur gengið lengi með í kollinum?„Þetta er búið að blunda í mér lengi vegna þess að markaðurinn hefur breyst svo gríðarlega. Ég man þá tíð þegar sumar plötur seldust á föstu formi í 20 þúsund eintökum – ég get alveg staðfest það að þeir dagar eru liðnir. Fólk notar streymisþjónustur eins og Spotify núna – og það er hið besta mál, en aðdáendur og fólk sem er í liði með listamanninum kaupir plötur hans á föstu formi. Nú er svo komið að vínylplatan kemur sterk inn og selst meira en geisladiskurinn. Auðvitað læt ég stafrænan kóða fylgja með hverju eintaki svo þú getur spilað þetta hvar sem þú vilt. Hafandi sagt það get ég sagt að það er gjörsamlega galið að prenta stórt upplag af vínyl og geislaplötum sem sitja síðan óseldar á lager heima hjá þér. Því er mikið sniðugra að leyfa fólki að panta fyrirfram og þegar það er ljóst hversu stórt upplagið þarf að vera, hvers vegna ekki að þjónusta aðdáandann með því að bara mæta heim til hans og gera eitthvað skemmtilegt úr þessu?“Palli var ekkert að spara það í lúkkinu á vínylnum.Útgáfudagur plötunnar er 16. september, það er sami dagur og Palli heldur risatónleika í Laugardalshöllinni, en eftir það er hann kominn í „frí“ sem hann ætlar að nýta í að keyra með plötuna sína til aðdáenda sinna. Vínylplatan sjálf mun vera með glæsilegra móti og endurspegla innihaldið vel. „Ég hef aldrei gefið út á vínyl. Fyrsta sólóplatan mín kom út 1993 og þá var almennt hætt að gefa út vínylplötur á Íslandi. Þessi fyrsta vínylplata mín verður algjörlega gegnsæ; glær kristals-vínylplata og plötuumslagið er prentað á plexigler. Þetta er dansskotin poppplata svo að diskóið mun gneista af henni, bókstaflega. Úr því að fólk er tilbúið að kaupa svona vandaðar vínylútgáfur þá ákvað ég að ganga alla leið í þessari hönnun svo að hún verður bara eins og húsgagn. Ég átti hugmyndina að þessu plötuumslagi, en Ólöf Erla hjá Ólöf Erla Design útfærði hana fyrir mig. Umslagið verður allt handunnið hér á Íslandi, en platan pressuð erlendis. Það tekur átta vikur að pressa vínylplötur, þannig að ég verð að loka fyrir pantanir á Heimkaup 14. júlí. Það er hægt að panta núna.“
Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira