Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

„Mér leið eins og al­vöru prinsessu“

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner kom tískusýningargestum á óvart í gær þegar hún lokaði sýningu franska tískuhússins Coperni með stæl. Kylie gekk tískupallinn síðust allra, rokkaði svartan galakjól og minnti á illgjarna Disney drottningu. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ævin­týra­legt líf í Stanford en saknar Vesturbæjarlaugar

Vísindakonan og ofurskvísan Áshildur Friðriksdóttir er 28 ára gömul og stundar doktorsnám í hinum eftirsótta og virta háskóla Stanford í Kaliforníu. Hún sér framtíðina fyrst og fremst fyrir sér á rannsóknarstofunni að skoða kristalbyggingar í smásjánni. Samhliða því hefur hún mikla ástríðu fyrir tísku og hætti í listaháskólanum Parsons í New York til þess að færa sig yfir í verkfræðina.

Lífið
Fréttamynd

Lauf­ey og Júnía í fremstu röð í París

Ofurtvíburarnir Laufey Lin og Júnía Lin eru miklir heimsborgarar og stöðugt á faraldsfæti. Laufey kláraði nýverið langt tónleikaferðalag með síðasta stoppi á stórri tónlistarhátíð í Maryland og fagnaði með því að fljúga til höfuðborgar hátískunnar og hitta systur sína á tískuviku í París.

Lífið
Fréttamynd

Steldu stílnum af heimili Lauf­eyjar

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur búið sér til fallegt heimili í Los Angeles, þar sem klassísk skandinavísk hönnun mætir hlýlegum og sjarmerandi stíl. Laufey deildi nýverið myndum úr dúkkuhúsinu sínu, eins og hún orðaði það, með fylgjendum sínum á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Ó­gleyman­legt fermingarpils enn í upp­á­haldi

Ásgerður Diljá Karlsdóttir, markaðsstjóri og listrænn stjórnandi Aurum, segir persónulegan stíl sinn í stöðugri þróun og hefur gaman að því að klæðast litum. Amma Ásgerðar hefur sömuleiðis haft mótandi áhrif á tískuáhugann hjá henni en Ásgerður er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Ég fæ morgnana til að vera bara ég“

„Ég bjóst alls ekki við þessu, ég hélt þetta yrði áhugamál hjá mér og í mesta lagi gæti ég aðeins hjálpað Laufeyju samhliða annarri vinnu. Svo hefur þetta þróast þannig að ég er orðinn karakter í þessum heimi sem Laufey er búin að byggja,“ segir listræni stjórnandinn Júnía Lin sem er jafnframt tvíburasystir Laufeyjar Lin.

Tónlist
Fréttamynd

Ein­falt og frísk­legt út­lit fyrir hlaupið

„Í dag ætla ég að fara með ykkur í gegnum það hvernig við getum haft okkur til án þess að vera að farða okkur endilega,“ segir förðunarfræðingurinn og hársnyrtirinn Rakel María í nýjasta þætti Fagurfræða. Þar sýnir Rakel hvernig hægt er að ná fram frísklegu útliti fyrir útivistina án mikillar fyrirhafnar.

Lífið
Fréttamynd

Al­menn á­nægja með nýtt út­lit Al­þingis

Viktor Weisshappel hjá hönnunarstofunni Strik Studio segir það draumaverkefni að fá að hanna einkenni Alþingis en Strik hreppti hnossið í lokuðu útboði sem fór fram í gegnum Miðstöð hönnunar og arkítektúrs.

Innlent
Fréttamynd

Hægt og ró­lega að finna stílinn sinn aftur eftir barn­eignir

Tískuáhugakonan og fagurkerinn Helga Jóhannsdóttir er búsett á Snæfellsnesi og er með stórglæsilegan stíl, bæði þegar það kemur að klæðaburði og heimili. Helga á tvö börn og segist aðeins hafa týnt persónulega stílnum sínum eftir barneignir sem hún hefur hægt og rólega verið að endurheimta á síðustu árum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Matar­boð hins full­komna gest­gjafa

Gestrisni, ljúfir tónar, notaleg lýsing, fallega dekkað borð og framsetning ljúffengra rétta eru grunnatriði þegar kemur að hinni fullkomnu matarupplifun. Hér að neðan má finna uppskriftir að þriggja rétta veislu ásamt nokkrum einföldum ráðum til að gera matarboðið sem eftirminnilegast.

Lífið
Fréttamynd

Tár, gleði, há­tíska og ást hjá Línu og Gumma í New York

Ofurparið Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, og Lína Birgitta eigandi íþróttamerkisins Define the line eru búin að eiga stórkostlegar stundir í New York undanfarna daga. Lína Birgitta var með vel heppnaða sýningu á tískuvikunni og Gummi Kíró stelur senunni í hátískuhönnun.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Lauf­ey prýðir for­síðu Vogue

Rísandi stórstjarnan Laufey hefur sannarlega átt risastórt ár og meðal annars unnið til Grammy verðlauna, selt upp á tónleika um allan heim og mætt á Met Gala. Hún prýðir nú forsíðu hátískublaðsins Vogue sem þykir mjög eftirsóknarvert.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ó­þægi­legir skór undan­tekninga­laust slæm hug­mynd

„Ég get mjög líklegast farið í allar sundlaugar landsins og aldrei í sama sundbolnum tvisvar,“ segir tískuáhugakonan Amna Hasecic. Amna er sérfræðingur í viðskiptaþróun hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Öldu og hefur séð um kynningarmál og markaðssetningu hjá Heimsþingi kvenleiðtoga. Hún er sömuleiðis viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Rakel María af­hjúpar skot­heldar leynileiðir í förðun

„Ég get farið farið að dansa sveitt í alla nótt, farið að sofa, vaknað og verið gordjöss í fyrramálið,“ segir förðunarfræðingurinn og hársnyrtirinn Rakel María um skothelda förðun sem hún kennir í splunkunýjum þáttum. Þættirnir heita Fagurfræði og þar fer Rakel María yfir ýmis góð ráð og aðgengilegar aðferðir þegar það kemur að förðun.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Heitustu trendin fyrir haustið

Umferðin er orðin þyngri, rigningin heldur áfram að heiðra okkur með nærveru sinni, laufin falla af trjánum, litapallettan breytist, skólabjöllurnar hringja og rútínan tekur yfir. Haustið er mætt í allri sinni dýrð og er árstíðin gjarnan í fararbroddi hinna þegar það kemur að tískubylgjum og nýjum stefnum og straumum. 

Lífið
Fréttamynd

Helen Óttars í her­ferð Juicy Couture

Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir er búsett í London og hefur unnið að ýmsum spennandi verkefnum í tískuheiminum. Hún sat nýverið fyrir skvísumerkið Juicy Couture og stefnir jafnvel á bandarískan markað á næstunni. Blaðamaður tók púlsinn á henni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sjóð­heitir á húðvöru herrakvöldi

Síðastliðinn fimmtudag bauð Blue Lagoon Skincare glæsilegum herrum landsins í einstakan herraviðburð í verslun sinni á Laugavegi. Fjölbreyttur hópur mætti til að fræðast um húðvörur og eiga góða stund.

Lífið