Yohji Yamamoto haust 2011 Meðfylgjandi má sjá haustlínu Yohji Yamamoto fyrir árið 2011. Tíska og hönnun 18. ágúst 2011 11:45
Tískuviðburður í Kronkron á Menningarnótt Á menningarnótt verður uppi heljarinnar húllumhæ í versluninni Kronkron við Laugaveg. Aðdáendur Kron by Kronkron gleðjast eflaust yfir því að ný vetrarlína merkisins verður komin í hús en einnig ætlar Hildur Yeoman fatahönnuður að sýna nýja fylgihlutalínu sína, Cherry Bomb Collection. Tíska og hönnun 17. ágúst 2011 13:00
Christian Dior - haust 2011 Meðfylgjandi má sjá haustlínu fyrir árið 2011 frá Christian Dior. Tíska og hönnun 16. ágúst 2011 07:32
Ýkt sæt í Jason Wu Leikkonan Diane Kruger var klædd í Jason Wu fatnað frá toppi til táar á rauða dreglinum. Blár retró jakkinn við stuttar buxurnar, skyrtan og upptekið hárið hefur fengið verðskuldaða athygli í tískudálkum vestan hafs. Takið eftir gula veskinu sem toppar heildina á skemmtilegan máta. Haustlína Jason Wu (myndir). Tíska og hönnun 12. ágúst 2011 10:19
Sumartískan 2012 í Kaupmannahöfn Hönnuðir og innkaupafólk frá öllum heimshornum sótti Kaupmannahöfn heim um helgina þar sem farið var yfir strauma og stefnur sumarsins 2012. Það er gaman að sjá að litadýrð sumarsins heldur áfram næsta sumar. Bleikur og myntugrænn voru ríkjandi á Tískuvikunni í Kaupmannahöfn sem og ljósgrár og auðvitað hvítur, sem allajafna kemur sterkur inn í fataskápinn á sumrin. Tíska og hönnun 10. ágúst 2011 11:00
Balenciaga haustlína 2011 Meðfylgjandi má sjá haustlínu Balenciaga árið 2011. Takið eftir netakjólunum. Tíska og hönnun 8. ágúst 2011 09:37
Gellur ganga í gallajökkum Gallajakkar eru sjóðheitir um þessar mundir. Gallajakkar passa nánast við allt, kjóla, pils eða buxur, sama hvort sem þeir eru snjáðir eða ekki. Meðfylgjandi má sjá myndir af gellum í gallajökkum. Tíska og hönnun 5. ágúst 2011 13:53
Fullkomið fyrir liðið sem er alltaf að flytja XBO gámurinn, sem 70°N arkítektar breyttu í færanlegt heimili, er 12 metrar að lengd, 3,2 metra breiður og lofthæðin er 3,5 metrar. Gámurinn er kjörinn fyrir fólk sem er sjaldan heima hjá sér og gerir litlar sem engar lúxuskröfur. Hann má flytja á auðveldan máta sem er vissulega kostur fyrir fólk sem er endalaust í stuði fyrir flutningar. Skoða gamámyndir hér. Klikkað kaffihús í Chennai á Indlandi eftir Mancini arkítekta. Sjá hér. Tíska og hönnun 4. ágúst 2011 11:58
Íslenskir hönnuðir flykkjast á tískuvikuna í Köben Danska tískuvikan hefst í dag og er Kaupmannahöfn stútfull af innkaupafólki og fatahönnuðum víðs vegar að úr heiminum. „Þetta er í þriðja sinn sem við förum hingað út. Alltaf gaman þó að auðvitað séu þetta fyrst og fremst viðskipti,“ segir Jóel Pálsson, annar eigenda fatamerkisins Farmers Market. Jóel var að lenda í Kaupmannahöfn ásamt eiginkonu sinni, Bergþóru Guðnadóttur, þegar Fréttablaðið náði af honum tali. Tíska og hönnun 4. ágúst 2011 11:00
Þetta hús leynir á sér Þetta hús, sem staðsett er í Tucson í Bandaríkjunum, lætur ekki fara mikið fyrir sér séð frá götunni. Lóðin er í þröngu skipulagi borgarinnar og hvert herbergi hússins tekur mið að því að hámarka nýtingu rýmisins. Einfalt og nútímalegt hús sem leynir svo sannarlega á sér. Þegar inn í stílhreint húsið er komið leika himinn og sundlaug aðalhlutverkin eins og sjá má á myndum í myndasafni. Tíska og hönnun 2. ágúst 2011 12:25
Það gerist ekki svalara Í meðfylgjandi myndasafni má sjá Diesel Black Gold haustlínu í ár sem einkennist af svalheitum, leðri og rúskinni. Hér má sjá myndband frá sýningunni (Dieselblackgold.com). Tíska og hönnun 29. júlí 2011 14:08
Stundum er ein sundlaug einfaldlega ekki nóg Meðfylgjandi má sjá myndir af svölu svörtu einbýlishúsi, sem er í eigu ungra barnlausra hjóna, 30 km frá Buenos Aires í Argentínu. Ef myndirnar eru skoðaðar má greinilega sjá að gler er notað í miklum mæli og að ekki er lagt mikið upp úr öryggi (enda engin börn á heimilinu) þegar kemur að sundlaugunum. Húsið er kjörið fyrir veisluhöld og sundlaugarpartý. Tíska og hönnun 29. júlí 2011 11:44
D&C haustlína karla 2012 Haustlínu Dolce & Gabbana árið 2012 fyrir herra má skoða í meðfylgjandi myndaalbúmi. Tíska og hönnun 28. júlí 2011 12:34
Skammarkrókur laus við lúxus Meðfylgjandi myndir sýna kofa sem er staðsettur í skógi í Bordeaux í Frakklandi. Hugmyndin var að byggja lítinn látlausan kofa sem skaðaði ekki umhverfi sitt á nokkurn hátt. Kofinn minnir helst á skammarkrók fyrir einhvern sem hefur gert eitthvað af sér því lúxusinn er enginn eins og sjá á myndunum. Tíska og hönnun 27. júlí 2011 10:46
Fléttu-fílingur í Hollywood Í meðfylgjandi myndasafni má sjá frábærar hugmyndir þegar kemur að því að flétta hárið. Nicole Kidman, Rihanna, Jennifer Lopez og Paris Hilton vita hvað þarf til að tolla í tískunni. Í sumar er það fléttað hár og það á rauða dreglinum. Skoða myndir hér. Tíska og hönnun 27. júlí 2011 10:26
Givenchy - haust 2011 Haustlínu Givenchy 2011 má sjá í myndasafninu. Tíska og hönnun 26. júlí 2011 15:11
Haustlína Gwen Stefani Meðfylgjandi má sjá haustlínu L.A.M.B. sem er fatalína söngkonunnar Gwen Stefani. Tíska og hönnun 25. júlí 2011 12:39
500m² stofa Þriggja manna fjölskylda býr í þessu glæsilega 500m² húsi í Vín í Austurriki sem skoða má í myndasafninu. Um er að ræða fjögurra hæða heimili. Jarðhæð og þrjár hæðir, þar sem garðurinn er beint framhald af stofu og eldhúsi hússins. Tíska og hönnun 25. júlí 2011 09:16
Bara holl samkeppni Agla Stefánsdóttir og Sigrún Unnarsdóttir útskrifuðust með MA í fatahönnun frá Designskolen í Kolding í vor. Þær eru báðar austan af Fljótsdalshéraði en segjast ekki hafa verið neinar samlokur í skólanum. Tíska og hönnun 8. júlí 2011 14:00
Samnýta fataskápa Vinkonurnar Anika Laufey Baldursdóttir og Krista Sigríður Hall ganga óhikað í fataskápana hjá hvor annarri og segja það hið besta kreppuráð. Þær hafa búið saman í miðbæ Reykjavíkur frá því í byrjun sumars og geta, með því að samnýta fataskápa, skartað "nýrri“ flík á nánast hverjum degi. Við vinnum báðar í Spútnik og segjum reglulega: "Þurfum við ekki að fá okkur svona,“ segir Krista. "Við erum líka með mjög svipaðan stíl,“ segir Anika, " erum báðar svolítið rokkaðar.“ Tíska og hönnun 8. júlí 2011 11:00
Hákarlinn sló í gegn Allt ætlaði um að koll að keyra þegar Sruli Recht frumsýndi nýja herralínu í París á dögunum. Meðal viðstaddra var hinn heimsþekkti Lenny Kravitz, sem keypti aðklæðnað fyrir væntanlegt tónleikaferðalag. Tíska og hönnun 7. júlí 2011 14:30
Sýnir í einu stærsta hönnunarsafni heims Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður var fengin til að taka þátt í sýningu í einu stærsta hönnunar- og listasafni heims með útskriftarverkefni sitt. Þórunn hannaði meðal annars kjól með QR-kóðum. Tíska og hönnun 7. júlí 2011 13:30
Stígvélaæði á Glastonbury Hunter-fyrirtækið hefur framleitt stígvél allt frá árinu 1856 og er enn einn vinsælasti stígvélaframleiðandinn í Bretlandseyjum. Stígvélin frá Hunter voru algeng sjón á fótum gesta Glastonbury-tónlistarhátíðarinnar í ár eins og fyrri ár. Tíska og hönnun 5. júlí 2011 22:00
Fljótlegt að hoppa í kjól Hanna Rún Óladóttir, margfaldur Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum, á fjölbreytt föt í fataskápnum Tíska og hönnun 5. júlí 2011 20:00
Köflótt undir kleinurnar Sannkölluð keramíkveisla stendur nú yfir í Kraumi í Aðalstræti 10 en þar sýnir Ólöf Erla Bjarnadóttir nýja línu kökudiska. Einnig sýna nemendur Myndlistaskólans í Reykjavík vörur sem unnar voru fyrir Kahla. Tíska og hönnun 5. júlí 2011 16:00
Hannar mynd á breskan bol Mynd eftir íslenska hönnuðinn Sigga Eggertsson birtist á bolum Asos í júlí. Asos er stærsta sjálfstæða tísku- og snyrtivöruverslun Bretlands á netinu. Siggi er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur með Asos. Tíska og hönnun 5. júlí 2011 14:00
Speisað vinnuspeis Í myndasafni má sjá myndir, líkan og teikningar af skrifstofuhúsnæði sem er staðsett í Shanghai í Kína. Hönnunin er eftir Taranta arkítekta. Vinnustöðvarnar eru skemmtilega hannaðar með það í huga að efla sköpun á meðal starfsmanna. Á neðri hæð skrifstofunnar má sjá loftið falla niður í mitt rýmið líkt og um stóran vatnsdropa væri að ræða. Þá er gólfið á efri hæðinni nýtt sem skrifstofuborð eins og sjá má hér. Tíska og hönnun 30. júní 2011 12:46
Naomi Campbell hannar gallabuxnalínu Ofurfyrirsætan Naomi Campbell hefur verið fengin til að hanna gallabuxnalínu fyrir ítalska tískumerkið Fiorucci. Sögur herma að línan verði frumsýnd á herratískuvikunni í Mílanó sem fram fer um þessar mundir. Tíska og hönnun 29. júní 2011 21:00
Lampi í anda Eyjafjallajökuls "Þegar Eyjafjallajökull og öskuskýið tóku yfir fréttatímann og dagblöðin í heiminum í fyrra heillaðist ég af myndunum sem birtust og þaðan kom hugmyndin að lampanum," segir Mia E. Göransson, sænskur leirhönnuður sem hefur hannað lampa sem ber nafnið Eyjafjallajökull. Tíska og hönnun 29. júní 2011 14:00
Hvítt heltekur Hollywood Meðfylgjandi myndir sýna að Hollywoodstjörnurnar eru hrifnar af skjannahvítum kjólum. Sjáðu Kim Kardashian, Carrie Underwood, Kate Middleton, Lucy Liu, Evu Longoria og fleiri í myndasafni. Tíska og hönnun 28. júní 2011 18:14