Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Steinunn fetar í fótspor foreldra sinna

"Ég hef alltaf verið að hanna og leika mér og breyta skartgripum sem ég átti, en byrjaði ekki almennilega að hanna og gera gripi frá grunni fyrr en árið 2010 og hef verið að síðan þá,“ segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir, söngkona í The Charlies. Fyrsta skartgripalína Steinunnar, Carma Camilla, er nú fáanleg á netinu.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hannar eigin fatalínu

Rihanna er ekki við eina fjölina felld; hún lék í sinni fyrstu kvikmynd á árinu og nú hyggst hún hanna fatalínu fyrir tískumerkið River Island. „Mig hefur lengi langað að hanna mína eigin fatalínu. River Island er hinn fullkomni samstarfsaðili og mér þótti eftirsóknarvert að vinna með bresku, fjölskyldureknu fyrirtæki,“ sagði Rihanna í tilkynningu um málið. „London veitir mér innblástur og River Island hannar skemmtilegan fatnað. Ég hlakka til að vinna með þeim og skapa eitt og annað alveg sérstakt.“ Áætlað er að fatalína Rihönnu komi í verslanir vorið 2013.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Mótmæltu Teen Vogue

Tvær stúlkur efndu til mótmæla við skrifstofur Teen Vogue í vikunni og vildu með því hvetja tímaritið til þess að breyta ekki útliti fyrirsæta í blaðinu með aðstoð tölvutækni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fékk frelsi við hönnun E-label

Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hannar nýja línu fyrir tískumerkið E-label. Línan er væntanleg í haust og samkvæmt hönnuðinum sjálfum er hún ætluð konum sem vilja áberandi og öðruvísi föt. ?Forstöðumenn fyrirtækisins voru mjög hrifin af línunni sem ég sýndi á Reykjavík Fashion Festival í vetur og því var ég fengin til að hanna fyrir merkið. Línan sem ég gerði fyrir E-label er í raun

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Vel heppnuð tískuvika

Tískusýning hönnuðarins Sruli Recht var í fyrsta sinn liður af opinberri dagskrá herratískuvikunnar í París á dögunum. Sruli sýndi á sama tíma og tískuhús á borð við Issey Miyake, Pierre Cardin, Dior, Galliano, Hermés, Luis Vuitton og Rick Owens.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Raf olli ekki vonbrigðum

Hönnuðurinn Raf Simons þótti standa sig með prýði þegar hann frumsýndi fyrstu hátískulínu sína á tískuvikunni í París. Simons tók við sem yfirhönnuður Dior tískuhússins eftir að John Galliano lét af störfum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Listrænn stjórnandi fyrir sýningu hjá Cedar Lake

„Ég er stílisti fyrir tískublöð, auglýsingar og aðila á borð við Oprah Winfrey og Diana Sawyer,“ segir Edda Guðmundsdóttir stílisti í tískuborginni New York. Nú síðast var hún fengin sem listrænn stjórnandi fyrir sýningu Cedar Lake dansflokksins, sem er einn sá virtasti í New York, en hún var frumsýnd 18. júní og lauk á dögunum. Hún telur uppsetninguna til stærri verkefna sinna.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Miss J. hrifinn af Munda

"Hann kom í heimsókn í sýningarherbergið okkar hérna í París,“ segir farahönnuðurinn Mundi sem fékk hinn fræga gönguþjálfara og fyrirsætu Miss J. Alexander í heimsókn í vikunni. Miss J. Alexander er litríkur karakter sem skaust fram í sviðljósið sem hægri hönd fyrirsætunnar Tyru Banks í raunveruleikaþáttunum America"s Next Top Model. Þar var hann þekktur fyrir að koma fram í skemmtilegum fatasamsetninum og jafnvel klæðast dragi. Miss J sérhæfir sig í að kenna fyrirsætum að ganga tískupallinn enda fyrrum fyrirsæta sjálfur. Hann er búsettur í París en þar fer nú fram herrafatatískuvika fyrir sumarið 2013.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sýnir með Issey Miyake og Dior á tískuvikunni í París

"Sýning sem þessi er mjög mikilvæg hönnuðum sem vilja koma sér á framfæri á erlendum mörkuðum og setur okkur í flokk með stóru tískuhúsunum og ýtir undir áhuga kaupenda,“ segir fatahönnuðurinn Sruli Recht. Tískusýning hans er nú liður í opinberri dagskrá tískuvikunnar í París í haust og mun hann sýna á sama tíma og tískuhús á borð við Issey Miyake, Pierre Cardin, Dior, Galliano, Hermés, Luis Vuitton og Rick Owens.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Karl Bretaprins verður tískuspekingur

Það er enginn annar en Karl Bretaprins sem gefur karlmönnum tískuráðleggingar í júlíútgáfu breska GQ-tímaritsins. Karl hefur löngum verið ötull talsmaður breskrar fatahönnunar en prinsinn var í vor kosinn einn af bestu klæddu mönnum Bretlands af lesendum GQ.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fyrirsætur í hár saman á Twitter

Íraelska ofurfyrirsætan Bar Refaeli reitti samstarfskonu sína, Irinu Shayk, til reiði þegar hún birti skoðun sína á klippingu fótboltakappans Cristiano Ronaldo, kærasta Shayk, á Twitter. Refaeli var ekki par hrifin af hárgreiðslunni sem Ronaldo skartar á meðan hann spilar með portúgalska landsliðinu á EM í knattspyrnu og skrifaði á Twitter: ?Það eina sem ég get hugsað um þegar ég sé Ronaldo er að það ætti að banna hárgel.?

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Burton fær orðu drottningarinnar

Fatahönnuðurinn Sarah Burton hefur fengið orðu frá bresku drottningunni fyrir framlag sitt til breskrar fatahönnunar. Burton, sem tók við tískuhúsi Alexanders McQueen eftir að hann lést árið 2010, hannaði brúðarkjól Katrínar hertogaynju af Cambrigde er hún gekk í það heilaga með Vilhjálmi Bretaprins í fyrra. Kjóllinn þótti einkar vel heppnaður hjá Burton.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Zara vann Louboutin - Mega selja rauða sóla

Spænska fatamerkið Zara vann mál sem skóhönnuðurinn Christian Louboutin höfðaði gegn fyrirtækinu árið 2008. Ástæða málsins var að Zara seldi skó með rauðum sóla, en það taldi Louboutin sig hafa einkarétt á. Málið hefur verið lengi á leið sinni í gegnum réttarkerfið í Frakklandi sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að Zöru er leyfilegt að selja skó með rauðum sóla og þarf Louboutin því að greiða verslunarkeðjunni vinsælu um hálfa milljón í skaðabætur.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Gyðja Collection kynnir nýja sumarlínu

Um glænýja skó- og fylgihlutalínu fyrir sumarið er að ræða sem unnin er úr hágæða íslensku roði. „Ég nota mikið íslenskt roð í fylgihlutina frá Gyðju en allir skórnir eru úr ekta leðri og roði að innan sem utan. Fiskleður er bæði sterkt og meðfærilegt og hefur frá náttúrunnar hendi einstaka eiginleika.Það er mjög gaman að vinna með þetta flotta hráefni því að í hverri tegund er hægt að leika sér með áferð, liti og yfirborðsmeðferðir. Þekktu alþjóðlegu merkin eins og Prada, Dior, Nike, Ferragamo og Puma eru einnig farin að nýta sér þetta einstaka íslenska hráefni sem unnið er í Sjávarleðri á Sauðárkróki." segir Sigrún Lilja, framkvæmdastjóri Gyðju

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Svartklædd Gaga

Söngkonan Lady Gaga, 26 ára, brosti blítt þegar hún var mynduð í Sydney í Ástralíu í gærdag klædd í hælaskó sem fóru ekki fram hjá neinum...

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ekki hrifinn af Bundchen

Karlfyrirsætan David Gandy hefur barist ötullega fyrir launajöfnuði innan fyrirsætubransans, en kvenfyrirsætur fá að jafnaði töluvert hærri laun en karlfyrirsætur. Að auki segir Gandy að sumar ofurfyrirsæturnar séu hortugar og erfiðar að vinna með.

Tíska og hönnun