Subway-deild kvenna

Subway-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Hamarskonur komnar í 1-0 eftir tuttugu stiga sigur á Keflavik

    Hamarskonur unnu 20 stiga sigur á Keflavík, 97-77, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í körfubolta í Hveragerði í dag. Julia Demirer var með 25 stig og 16 fráköst hjá Hamar og Kristrún Sigurjónsdóttir bætti við 18 stigum, 8 fráköstum og 8 stoðsendingum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Heather besti leikmaðurinn og Ágúst besti þjálfarinn

    Körfuknattleikssamband Íslands verðlaunaði í dag þá leikmenn Iceland Express deild kvenna sem stóðu sig best í seinni hluta deildarkeppninnar. Haukakonan Heather Ezell var valin besti leikmaðurinn og Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, var valinn besti þjálfarinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bryndís í miklum stigaham í leikjunum á móti Snæfelli

    Keflvíkingurinn Bryndís Guðmundsdóttir var nánast óstövandi í sigurleikjunum tveimur á móti Snæfelli í sex liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Keflavík tryggði sér sæti í undanúrslitum með tveimur sigrum ekki síst þökk sé þess að Bryndís skoraði 34,5 stig að meðaltali í þeim.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hamar tryggði sér annað sætið með stórsigri í Keflavík

    Hamarskonur unnu 16 stiga sigur á Keflavík í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld, 85-101, og tryggðu sér þar með annað sætið í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. KR vann 66-45 stiga sigur á Grindavík í hinum leik A-deildarinnar en KR-konur voru fyrir nokkru búnar að tryggja sér deildarmeistaratitilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Barist um sætin inn í úrslitakeppnina í kvöld

    Það verður mikil spenna í lokaumferð Iceland Express deildar kvenna í körfubolta í kvöld þegar það ræðst hvaða lið komast í úrslitakeppnina, hvaða lið situr hjá í fyrstu umferð ásamt deildarmeisturum KR og hvaða lið mætast í sex liða úrslitunum sem hefjast um næstu helgi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    IE-deild kvenna: Hamar vann deildarmeistarana í DHL-Höllinni

    Hún var súrsæt stemningin hjá körfuboltaliði KR í kvöld. Liðið fékk afhentan bikarinn fyrir sigur í deildinni eftir að liðið tapaði á móti Hamar, 69-72. Þetta var aðeins annað deildartap KR í vetur í nítján leikjum en liðið var búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir nokkru síðan.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Telma, fyrirliði Hauka: Þetta var alveg geggjað

    Telma Björk Fjalarsdóttir, fyrirliði Hauka, var ótrúleg í fráköstunum í seinni hálfleik í 83-77 sigri Hauka á Keflavík í bikarúrslitaleik kvenna í körfubolta í Laugardalshöllinni í dag. Telma tók ellefu fráköst þar af átta þeirra í sókn auk þess að skora tíu stig.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukakonur bikarmeistarar í fimmta skiptið

    Haukakonur tryggðu sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með 83-77 sigri á Keflavík í úrslitaleik Subwaybikars kvenna í Laugardalshöllinni í dag. Keflavík var talið sigurstranglegra fyrir leikinn en þær áttu ekki svör við baráttuglöðm Haukakonum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR-konur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með stórsigri

    KR-konur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta með 23 stiga sigri á Grindavík, 68-45, í DHL-Höllinni í kvöld. Grindavík var í 2. sæti deildarinnar fyrir leikinn en nú tíu stigum á eftrir KR þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jóhann: Hver er í sínu horni og allar á einhverju egótrippi

    Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sagði að liðið sitt hafi ekki unnið saman sem lið í fjórtán stiga tapi á móti Keflavík í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Grindavík hafði unnið fjóra síðustu leiki sína í deildinni en náði ekki að framlengja sigurgönguna í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jón Halldór: Það er eintóm gleði hjá okkur

    Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var að sjálfsögðu ánægður eftir öruggan og sannfærandi sigur á Grindavík í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Keflavík náði mest 26 stiga forskoti og sjöundi sigurinn í sjö leikjum á árinu 2010 var aldrei í hættu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Heldur sigurganga Keflavíkurstúlkna áfram í kvöld?

    Heil umferð fer fram í Iceland Express deild í körfubolta í kvöld þegar önnur umferð A- og B-deildanna fer fram. Hamar og KR töpuðu í síðustu umferð og mætast í Hveragerði á sama tíma og tvö heitustu liðin, Keflavík og Grindavík, spila í Toyota-höllinni í Keflavík. Í B-deildinni mætast Valur-Njarðvík og Snæfell-Haukar. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukakonur í bikarúrslit

    Kvennalið Hauka komst í kvöld í úrslit Subway-bikarsins í körfubolta með því að leggja Njarðvík 73-41 í undanúrslitaleik sem fram fór í Hafnarfirði.

    Körfubolti