Körfubolti

Baker tryggði Njarðvík sigurinn í Hólminum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shanae Baker.
Shanae Baker. Mynd/Stefán
Shanae Baker var hetja Njarðvíkurliðsins í Stykkishólmi í kvöld en hún kórónaði frábæran leik sinni með því að skora sigurkörfuna rétt fyrir leikslok. Njarðvík vann leikinn 72-69 og komst upp að hlið Keflavíkur á toppnum.

Baker skoraði þriggja stiga körfu þegar fjórar og hálf sekúnda var eftir af leiknum og hún stal síðan boltanum í lokasókn Snæfells.

Þetta var fjórði sigur Njarðvíkurliðsins í röð en þær urðu þarna fyrstar til að vinna Snæfellskonur í Hólminum í vetur. Snæfell var fyrir leikinn búið að vinna alla fimm heimaleiki sína.

Shanae Baker endaði leikinn með 39 stig, 7 fráköst og 6 stolna bolta en Lele Hardy var með 14 stig og 19 fráköst. Kieraah Marlow skoraði 21 stig fyrir Snæfell og Hildur Sigurðardóttir var með 15 stig.



Snæfell-Njarðvík 69-72 (18-16, 16-22, 19-15, 16-19)

Snæfell: Kieraah Marlow 21, Hildur  Sigurdardottir 15/5 fráköst/7 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 12/4 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 11/5 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 6, Alda Leif Jónsdóttir 2/9 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2.

Njarðvík: Shanae Baker 39/7 fráköst/6 stolnir, Lele Hardy 14/18 fráköst/5 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 13/6 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 3, Erna Hákonardóttir 2, Salbjörg Sævarsdóttir 1.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×