Subway-deild kvenna

Subway-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Hvar er Grindavíkurhjartað?

    Á heimasíðu Grindavíkur má finna áhugaverðan pistil eftir Ólaf Þór Jóhannesson sem er fyrrum stjórnarmaður hjá körfuknattleiksdeild Grindavíkur sem og fyrrum varaformaður KKÍ.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Kjarnaleikmenn Keflavíkurliðsins framlengdu sína samninga

    Körfuknattleiksdeild Keflavíkur samdi í gær við sex leikmenn kvennaliðsins og þar eru á ferðinni kjarnaleikmenn liðsins undanfarin tímabil. Keflavíkurkonur verða því eins og áður sterkar í kvennakörfunni á komandi tímabili. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jóhannes Karl: Frábært að klára dæmið

    „Ég er mjög ánægður að hafa klárað þetta verðuga verkefni þó það hafi nú tekið sinn tíma þá hafðist það," sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson eftir dýrmætan sigur Blika gegn KR-ingum í Frostaskjólinu í kvöld. Blikar voru með undirtökin nánast allan leikinn og áttu sannarlega skilið að ná inn marki.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Sverrir Þór hættur að spila og tekinn við kvennaliði Njarðvíkur

    Sverrir Þór Sverrisson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hann spilaði stórt hlutverk hjá Keflavíkurliðinu í úrslitakeppninni þegar liðið fór alla leið í oddaleik um titilinn. Sverrir Þór hefur auk þess tekið við þjálfun kvennaliðs Njarðvíkur í Iceland Express deildinni en Unndór Sigurðsson hætti með liðið í vor.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukakonur halda áfram að styrkja sig fyrir næsta tímabil

    Bikarmeistarar Hauka eru að safna liði fyrir baráttuna á næsta tímabili en liðið hefur fengið til sín þrjá byrjunarliðsmenn úr öðrum liðum á síðustu vikum. Leikmennirnir eru Gunnhildur Gunnarsdóttir og Unnur Lára Ásgeirsdóttir úr Snæfelli og Þórunn Bjarnadóttir úr Val.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Unndór hættir með kvennalið Njarðvíkur

    Unndór Sigurðsson hefur ákveðið að hætta sem þjálfari meistaraflokks kvenna en hann hefur þjálfað liðið undanfarin þrjú tímabil eða síðan að meistaraflokkur kvenna var endurvakinn hjá félaginu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Metið hennar Olgu Færseth lifði af áhlaup Unnar Töru

    KR-ingurinn Unnur Tara Jónsdóttir átti frábær lokaúrslit þegar KR-konur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfunni. Unnur Tara skoraði 20 af 27 stigum sínum í seinni hálfleik í oddaleiknum og var á endanum aðeins einu stigi frá því að jafna metið yfir flest stig skoruð í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil kvenna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Kristrún: Stolt í svona liði

    „Það er ekki hægt að segja neitt annað en maður er stoltur að vera í svona liði. Þetta voru flottir leikir og flottar viðureignir á móti Keflavík en við vorum bara óheppnar að þetta datt ekki með okkur í dag," sagði Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Hamars, eftir tap gegn KR í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Unnur Tara: Betra liðið tók þetta að lokum

    „Þetta er ólýsanlegt. Ég er mjög ánægð hvernig við komum til baka í þriðja leikhluta og æðislegt að klára þetta dæmi hér í kvöld," sagði Unnur Tara Jónsdóttir, leikmaður KR, eftir að KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Tröllatvenna Juliu vó þungt er Hamar tryggði sér oddaleik

    Hamar vann 81-75 sigur á KR í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í frábærum leik í Hveragerði í dag. KR gat orðið Íslandsmeistari með sigri en nú fer Íslandsbikarinn örugglega á loft á þriðjudaginn þar sem liðin spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Unnur Tara aðeins einu stigi frá stigameti Íslendings

    KR-ingurinn Unnur Tara Jónsdóttir átti frábæran leik í 83-61 sigri KR á Hamar í DHL-höllinni í gær í þriðja leik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Unnur Tara skoraði 33 stig í leiknum og hitti úr 13 af 19 skotum sínum sem er mögnuð skotnýting í svona mikilvægum leik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Benedikt: Bættum vörnina í seinni hálfleik

    Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs KR, er ekki byrjaður að fagna þó liðið sé komið í bílstjórasætið í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. KR vann Hamar örugglega í kvöld og er komið í 2-1 í einvíginu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sagan segir að sigurvegarinn í DHL-höllinni í kvöld verði meistari

    KR og Hamar mætast í kvöld þriðja leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Leikurinn fer fram í DHL-höll þeirra KR-inga og hefst klukkan 19.15. Staðan í einvíginu er 1-1 eftir að útiliðin hafa unnið tvo fyrstu leikina og skipts á því að rústa hvoru öðru í frákastabaráttunni.

    Körfubolti