„Það er í raun mesti hausverkurinn fyrir mig að finna mínúturnar sem stelpurnar eiga skilið“ Hörður Axel þjálfari Keflavíkur var sáttur með sigurinn í kvöld en sagði þó að það væri margt sem hann tæki út úr leiknum sem liðið gæti bætt. Körfubolti 5. október 2022 23:00
Blikar kláruðu Grindavík á útivelli Breiðablik vann 12 stiga sigur á Grindavík suður með sjó í Subway-deild kvenna, 65-77. Körfubolti 5. október 2022 21:15
Kristjana: Sendum beiðni þann 20.júní um að færa þennan leik en KKÍ sagði nei „Við þurfum klárlega að stíga upp varnarlega, við vorum góðar í vörn í síðasta leik en þetta hefur háð okkur í þessum tveimur leikjum sem við höfum tapað. Þegar við spilum góða vörn þá vinnum við, svo einfalt er þetta,“ sagði Kristjana Jónsdóttir þjálfari Fjölnis eftir tap gegn Njarðvík í Subway deild kvenna í kvöld. Körfubolti 5. október 2022 20:37
Keflvíkingar taplausar og einar á toppnum eftir sigur á Haukum Hin taplausu topplið Subway-deildar kvenna, Keflavík og Haukar, mættust í Blue höllinni suður með sjó í kvöld. Sigurvegarar kvöldsins yrðu því eina liðið á toppnum og jafnframt það eina taplausa þegar þrjár umferðir eru að baki. Það voru að lokum heimakonur sem sigldu sigrinum í höfn á seiglunni, lokatölur 75-66. Körfubolti 5. október 2022 20:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fjölnir - Njarðvík 84-95 | Íslandsmeistararnir höfðu betur í Grafarvoginum Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu annan leik sinn í Subway deild kvenna á tímabilinu þegar þær lögðu Fjölni í Grafarvogi nú í kvöld. Lokatölur 95-84 og Njarðvík því með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en Fjölniskonur tvö. Körfubolti 5. október 2022 20:15
Bjarni: Vorum með plan varnarlega sem gekk upp Haukar fóru illa með Val í 2. umferð Subway deildar-kvenna. Leikurinn endaði með sannfærandi sigri Hauka 77-62 og var Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, afar ánægður með sigurinn. Sport 28. september 2022 22:35
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Haukar - Valur 77-62 | Haukar völtuðu yfir Val Haukar unnu sannfærandi sigur á Val í 2. umferð Subway deildar-kvenna. Öflugur varnarleikur Hauka lagði grunninn að sigrinum. Heimakonur litu aldrei um öxl eftir að hafa komist snemma í tíu stiga forystu og Valur ógnaði aldrei forskoti Hauka sem unnu 15 stiga sigur 77-62. Körfubolti 28. september 2022 22:15
Keflavík vann stórsigur | Fjölnir lagði ÍR Keflavík vann Breiðablik með 30 stiga mun í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 58-88 í Smáranum. Fjölnir lagði ÍR í Breiðholti, lokatölur 50-58. Körfubolti 28. september 2022 21:31
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík 77-61 | Meistararnir komnir á blað Aðra umferðina í röð var boðið upp á Suðurnesjaslag í Subway-deild kvenna, en í kvöld mættust Njarðvík og Grindavík í Ljónagryfjunni. Íslandsmeistarar Njarðvíkur töpuðu í opnunarleiknum gegn grönnum sínum Í Keflavík og því eflaust staðráðnar í að sækja sigur í kvöld. Grindvíkingar aftur á móti opnuðu mótið á góðum sigri gegn Fjölni og vildu án vafa byggja ofan á þann árangur. Körfubolti 28. september 2022 21:00
Grindavík fær fjölhæfan Slóvena Eftir að hafa byrjað tímabilið á góðum sigri gegn deildarmeisturum Fjölnis hafa Grindvíkingar nú fengið til slóvensku körfuboltakonuna Elmu Dautovic til að styrkja liðið enn frekar. Körfubolti 26. september 2022 15:31
„Hjartað á alltaf heima í Keflavík“ Birna Valgerður Benónýsdóttir, leikmaður Keflavíkur, lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld eftir endurkomuna frá Bandaríkjunum. Birna lék í sigri gegn nágrönnunum í Njarðvík, lið sem hún var nálægt því semja við áður hún skrifaði undir hjá Keflavík. Körfubolti 21. september 2022 23:01
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 95-72 Njarðvík | Keflvíkingar vinna slaginn um Reykjanesbæ Íslandsmeistarar Njarðvíkur hófu titilvörn sína á ósigri gegn erkifjendunum í Keflavík, 95-72. Sigur Keflvíkinga var sanngjarn og er liðið til alls líklegt á komandi tímabili. Körfubolti 21. september 2022 22:05
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Fjölnir 87-75 | Grindavík meinar viðskipti Grindavík setti tóninn fyrir tímabilið með því að valta yfir Fjölni í 1. umferð Subway-deildar kvenna. Danielle Rodriguez snéri aftur á parketið og fór á kostum. Grindavík vann tólf stiga sigur, 87-75. Körfubolti 21. september 2022 21:45
Umfjöllun: Haukar-ÍR 104-53 | Mátti sjá af hverju Haukum er spáð sigri en gestunum falli Haukar áttu ekki í neinum vandræðum með að leggja ÍR að velli í fyrstu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Gestirnir úr Breiðholti áttu í raun aldrei möguleika í Ólafssal, lokatölur 104-53. Körfubolti 21. september 2022 21:30
Þorleifur: Vonandi er þetta það sem koma skal í vetur Grindavík fór illa með Fjölni í 1. umferð Subway-deildar kvenna. Leikurinn endaði með tólf stiga sigri Grindavíkur 87-75. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var afar ánægður með sigurinn. Körfubolti 21. september 2022 20:40
„Gott að vera komin heim og gaman að vera farin að spila körfubolta aftur“ Elín Sóley Hrafnkelsdóttir átti skínandi leik fyrir Valskonur í kvöld, en þetta var hennar fyrsti leikur á Íslandi síðan 2018. Elín hefur síðustu fjögur ár ár spilað í háskólaboltanum vestanhafs með liði Tulsa. Þá meiddist hún einnig illa í janúar svo að þetta var fyrsti leikurinn hennar í langan tíma. Körfubolti 20. september 2022 23:04
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 84-46 | Einstefna á Hlíðarenda í opnunarleiknum Valur og Breiðablik mættust í opnunarleik Subway deildar kvenna á Hlíðarenda í kvöld, þar sem heimakonur fóru með afar þægilegan sigur af hólmi, lokatölur 84-46. Körfubolti 20. september 2022 22:39
Fór erlendis að hitta kærastann en endaði óvænt í atvinnumennsku Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður Breiðabliks, er nýkominn aftur heim til Íslands eftir að hafa leikið síðustu mánuði sem atvinnumaður hjá South Adelaide Panthers í Ástralíu. Samningur Isabellu við Panthers kom eftir óhefðbundnum krókaleiðum. Körfubolti 20. september 2022 07:01
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík 94-87 Haukar | Njarðvíkingar eru meistarar meistaranna Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu sjö stiga sigur á bikarmeisturum Hauka í uppgjöri meistara meistaranna, eftir framlengdan leik í Ljónagryfjunni, 94-87. Leikurinn var stórkostleg skemmtun milli tveggja jafnra liða. Körfubolti 18. september 2022 21:16
Isabella aftur í Breiðablik Breiðablik tilkynnti í dag að félagið hefði endursamið við Isabellu Ósk Sigurðardóttur og mun hún leika með Blikum á komandi tímabili í Subway-deild kvenna. Körfubolti 14. september 2022 22:00
Haukum spáð sigri en ÍR falli Haukum er spáð sigri í Subway-deild kvenna í körfubolta í vetur en Íslandsmeisturum Njarðvíkur er spáð 2. sæti. Nýliðum ÍR er spáð falli. Körfubolti 14. september 2022 12:35
Sárafáir dæmi til að fá ellefu þúsund krónur Útborguð laun dómara fyrir leik í Subway-deildunum í körfubolta eru rétt rúmar ellefu þúsund krónur. Dómarar þurfa meðal annars að mæta á leikstað klukkutíma fyrir leik og starfinu fylgja ýmsar aðrar kvaðir sem ekki er greitt aukalega fyrir. Körfubolti 9. september 2022 14:00
Fá króatískan ÍR-ing og Búlgara Körfuknattleiksdeild Keflavíkur tilkynnti í dag um liðsstyrk fyrir bæði karla- og kvennalið félagsins sem leika í Subway-deildunum í vetur. Körfubolti 24. ágúst 2022 14:30
Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast. Körfubolti 17. ágúst 2022 19:00
Sanja Orozovic til liðs við Breiðablik á ný Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur samið við Sönju Orozovic um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway-deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 6. júlí 2022 12:31
Íslandsmeistararnir fá portúgalska landsliðskonu Íslandsmeistarar Njarðvíkur hafa samið við portúgölsku landsliðskonuna Raquel Laneiro um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway-deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 4. júlí 2022 23:01
Deildarmeistarar Fjölnis fá leikmann úr bandaríska háskólaboltanum Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við Victoriu Morris um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway-deild kvenna. Körfubolti 30. júní 2022 14:01
Deildarmeistararnir styrkja sig Deildarmeistarar Fjölnis hafa samið við austurrísku körfuknattleikskonuna Simone Sill um að leika með liðinu á komandi leiktíð i Subway-deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 26. júní 2022 22:31
Grindavík fær Svía Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við sænsku körfuboltakonuna Amöndu Okodugha um að spila með liðinu í Subway-deildinni á næstu leiktíð. Körfubolti 24. júní 2022 14:26
Vestri hættir keppni Lið Vestra frá Ísafirði mun ekki leika í 1. deild kvenna á komandi leiktímabili í körfuboltanum. Körfubolti 22. júní 2022 17:30