Ævintýri Justin Shouse á Íslandi í heimildarmyndinni „Kjúklingur og körfubolti“ í kvöld Justin Shouse kom til Íslands fyrir fimmtán árum og er einn af eftirminnilegustu körfuboltamönnum sem leikið hafa í efstu deild á Íslandi. Hann átti skilið að fá um sig heimildarmynd sem verður frumsýnd í kvöld. Körfubolti 28. desember 2020 12:00
Þjálfari Íslandsmeistaranna vill sjá breytingar svo hægt sé að klára mótið með sem bestum hætti Darri Freyr Atlason, þjálfari meistaraflokks karla hjá Íslandsmeisturum KR, vill sjá fyrirkomulagi Dominos-deildarinnar breytt svo hægt sé að klára mótið með viðunandi hætti. Körfubolti 16. desember 2020 13:00
ÍR áfrýjar máli Sigurðar til Landsréttar Körfuknattleiksdeild ÍR hefur áfrýjað úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu gegn Sigurði Gunnari Þorsteinssyni til Landsréttar. Körfubolti 11. desember 2020 15:03
Brynjari fannst KKÍ fara of geyst af stað: „Hefðu átt að grípa inn í og byrja að spila í janúar“ Brynjar Þór Björnsson hefði viljað sjá KKÍ og ÍSÍ taka betri ákvarðanir í kórónuveirufaraldrinum og æfingabanninu sem hefur ríkt á Íslandi síðan í byrjun október. Körfubolti 7. desember 2020 12:33
Brynjar valdi fimm manna „íslenskt“ úrvalslið áratugarins og sagði Pavel þann besta Það var líf og fjör er Brynjar Þór Björnsson heimsótti Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið. Körfubolti 6. desember 2020 20:00
„2018 tímabilið í KR var hrein martröð“ Brynjar Þór Björnsson gerði upp tímann hjá Tindastóli í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. Körfubolti 6. desember 2020 11:31
Kári aftur til Spánar Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Jónsson er búinn að semja við spænska B-deildarliðið Girona. Körfubolti 5. desember 2020 09:31
Kári kveður Hauka Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur yfirgefið herbúðir Hauka. Hann fékk boð um að leika með liði á meginlandi Evrópu. Körfubolti 4. desember 2020 15:26
Körfuboltafólk sendir frá sér yfirlýsingu: „Getur ekki talist boðlegt“ Íþróttafólk er orðið þreytt á æfinga- og keppnisbanni sem er við lýði á Íslandi og körfuboltafólk landsins hefur nú sent frá sér yfirlýsingu. Körfubolti 2. desember 2020 22:19
KKÍ og HSÍ gefa það bæði út að ekki verði spilað meira á árinu 2020 Það verða ekki spilaðir fleiri leikir í Domino´s deildunum í körfubolta eða Olís deildunum í handbolta á árinu 2020 en þær hafa allar legið í dvala síðan í byrjun október. Sport 1. desember 2020 15:08
Var búinn að gefa grænt ljós á íþróttaæfingar fullorðinna fyrir bakslagið Íslenskar íþróttir voru svo nálægt því að fá að koma inn úr kuldanum en allt breyttist þetta með slæmum smittölum undanfarna daga. Sport 1. desember 2020 14:29
Formaður KKÍ vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ekkert sérstaklega ánægður með tíðindin sem bárust um hádegið, að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Það þýðir að íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. Körfubolti 1. desember 2020 14:01
Rifjuðu upp blómaskeið körfuboltans í Blómabænum Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi rifjuðu upp þegar Hamar átti lið í efstu deild og sýndu frá frægum leik liðsins gegn Haukum fyrir nítján árum. Körfubolti 30. nóvember 2020 15:00
Faðir leikmanns Bayern lék körfubolta á Íslandi Faðir Chris Richards, leikmanns Bayern München, lék körfubolta á Íslandi í kringum aldamótin. Fótbolti 26. nóvember 2020 15:01
Rifjuðu upp gamlan KFÍ-leik þar sem sextán ára Siggi Þorsteins lét til sín taka Domino's Körfuboltakvöld fór í safnið og rifjaði upp gamlan leik KFÍ og Fjölnis á Ísafirði frá 2004. Körfubolti 23. nóvember 2020 15:31
Körfuboltakvöld skorar á Seinni bylgjuna í tilefni jólanna Strákarnir í Domino´s Körfuboltakvöldi eru komnir í jólaskap og vilja fá kollega sína í Seinni bylgjunni með í jólafjörið. Körfubolti 23. nóvember 2020 14:30
„Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. Körfubolti 17. nóvember 2020 19:00
Héraðsdómur dæmdi ÍR til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfur Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar um að ÍR ætti að greiða honum tæpar tvær milljónir króna vegna vangoldinna launa. Körfubolti 17. nóvember 2020 16:20
Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. Körfubolti 16. nóvember 2020 17:25
Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. Körfubolti 16. nóvember 2020 13:31
„Skiptir mestu máli að við séum hérna enn þá á morgun“ Haukar ákváðu þegar í ljós kom að keppni í Íslandsmótinu í körfubolta væri frestað að senda alla erlenda leikmenn sína heim. Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir félagið bæði hafa horft á mannlega þáttinn og þann rekstrarlega og segir mestu máli skipta að liðið lifi þetta óvissuástand af. Körfubolti 14. nóvember 2020 20:30
Hlynur og Haukur á lista hjá öllum yfir þá bestu í sögu Körfuboltakvölds Það voru tveir íslenskir körfuboltamenn sem komust hjá blað hjá öllum sérfræðingunum í Domino´s Körfuboltakvöldi. Körfubolti 11. nóvember 2020 17:00
Völdu bestu erlendu leikmennina í sögu Domino´s Körfuboltakvölds Eini erlendi leikmaður sem Jonni „hefur ekki rekið“ er sá besti af þeim sem hefur spilað í Domino´s deildinni síðan að Körfuboltakvöldið fór af stað haustið 2015. Körfubolti 9. nóvember 2020 14:00
Dagskráin í dag: Enska ástríðan, Sassuolo, golf og Domino's Körfuboltakvöld Sex beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports og hliðarrásum í dag og í kvöld. Sport 6. nóvember 2020 06:01
Covid fer ekki burt með rakettunni um áramótin Körfuknattleiksdeildir KR og Hauka hafa sent erlenda leikmenn sína heim vegna óvissunnar sem kórónuveirufaraldurinn veldur en stefna KKÍ er að hefja mótahald um leið og mögulegt er. Körfubolti 3. nóvember 2020 14:30
Haukar senda erlenda leikmenn sína heim á leið Lið Hauka í Domino´s deild karla og kvenna í körfuknattleik hafa sent erlenda leikmenn sína heim í ljósi þess að ekki verður spilaður körfubolti hér á landi næstu vikurnar. Körfubolti 31. október 2020 18:45
„Hryllilega slæmt fyrir okkar landsliðsfólk“ Landsliðsfólk Íslands í körfubolta, sem búsett er hér á landi, leikur í undankeppnum stórmóta í nóvember án þess að hafa getað æft íþrótt sína í drjúgan tíma. Körfubolti 30. október 2020 16:00
Trúir ekki öðru að ríkið aðstoði KKÍ Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson, körfuboltaspekingar í Domino's Körfuboltakvöldi, segja að ríkisvaldið þurfi að stíga inn í og hjálpa KKÍ á erfiðum tíðum. Körfubolti 25. október 2020 14:01
Portúgalskur landsliðsmaður í Val Valsarar ætla sér þann stóra í Dominos deild karla í ár. Körfubolti 24. október 2020 12:03
Þórsarar fundið arftaka Andrew Bjarki Ármann Oddsson er tekinn við Þór Akureyri í Domino's deild karla en hann tekur við starfinu af Andrew Johnston. Körfubolti 23. október 2020 21:55