Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Maður í „sjokki“ á bekknum hjá Hetti

    Varamenn körfuboltaliða skipta miklu máli þegar kemur að því að halda uppi stemmningunni í sínu liði. Þeirra viðbrögð og orka hafa áhrif og einn leikmaður á bekknum hjá Hetti sló í gegn hjá mönnunum í Subway Körfuboltakvöldi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Benedikt Guðmundsson: Meiðsladraugur yfir Njarðvík

    Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga, var sammála blaðamanni um að leikurinn við Val í kvöld hafi ekki verið fallegur en hann gat verið stoltur af sínum mönnum.  Leikurinn endaði með sigri Valsmanna 88-75 sem sitja í öðru sæti en Njarðvíkingar verða í því fjórða yfir jólin.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Þetta er auð­velt sport“

    „Mér líður afskaplega vel, er mjög stoltur af mínu liði, sérstaklega varnarlega. Mér fannst við stoppa sterkt Haukalið ansi oft í kvöld, héldum þeim í 78 stigum,“ sagði Ólafur Ólafsson sem átti stórleik í liði Grindavíkur í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Menn hljóta að trúa því að við getum unnið hvaða lið sem er“

    Lærisveinar Ísaks Wíum í ÍR náðu heldur betur að velgja Keflvíkingum undir uggum í Keflavík í Subway deild karla í körfubolta fyrr í kvöld en leikurinn var hnífjafn og æsipennandi fyrstu þrjá leikhlutana. Lokaniðurstaðan aftur á móti varð 20 stiga sigur heimamanna sem áttu 4. leikhlutann með húð og hári, lokatölur 108-88.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Um­fjöllun: Höttur - Breiða­blik 91-69 | Blikar frystir á Egils­stöðum

    Höttur hafði tapað fjórum leikum í röð áður en sjóðandi heitt lið Breiðabliks kom í heimsókn í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Það var ekki að sjá hvort liðið var í 2. sæti þegar leikurinn hófst en Höttur vann sannfærandi sigur. Það voru -13 gráður úti og hinir sjóðheitu Blikar höndluðu það ekki

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Írsk-bandarískur liðsstyrkur til KR

    KR, sem situr í fallsæti í Subway-deild karla í körfubolta, hefur samið við Brian Fitzpatrick um að leika með liðinu út tímabilið. Þessi 33 ára kraftframherji eða miðherji er fæddur í Bandaríkjunum en er með írskt vegabréf.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Ætla ekki að koma með söluræðu“

    Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var eðlilega sár og svekktur eftir 29 stiga tap gegn Njarðvík í Subway-deild karla í kvöld, 107-78. Ósigurinn í kvöld var fimmta tapið hjá KR í röð og Helgi telur eðlilegt að stuðningsmenn KR séu ósáttir við gengi liðsins.

    Körfubolti