Stefán Árni tekur við Subway Körfuboltakvöldi og fjórir nýir sérfræðingar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2023 12:00 Stefán Árni Pálsson tekur við stjórnartaumunum í Subway Körfuboltakvöldi. vísir/hulda margrét Stefán Árni Pálsson stýrir Subway Körfuboltakvöldi á næsta tímabili. Fjórir nýliðar eru í sérfræðingateymi þáttarins. Eftir átta ár við stjórnvölinn í Subway Körfuboltakvöldi lét Kjartan Atli Kjartansson gott heita eftir síðasta tímabil. Hann segir þó ekki skilið við Subway deildina enda þjálfari nýliða Álftaness. Stefán Árni fær það verðuga verkefni að taka við Subway Körfuboltakvöldi af Kjartani Atla. Stefán Árni hefur starfað lengi hjá Stöð 2 Sport og stýrði meðal annars Seinni bylgjunni um tveggja ára skeið. „Ég er ótrúlega spenntur fyrir vetrinum. Ég er aðdáandi þáttarins og hef held ég aldrei misst af einu einasta föstudagskvöldi,“ segir Stefán Árni og heldur áfram. „Þetta er vissulega mjög krefjandi verkefni fyrir mig. Maður er spenntur, en líka stressaður. Ég er að taka við af manni sem gerði magnaða hluti fyrir íslenskan körfubolta og það verður mjög erfitt að feta í hans spor. En ég verð bara að standa mig og gera þetta almennilega. Við erum aðeins að breyta þættinum og byggja hann upp með öðrum hætti. Teymið sem verður síðan í kringum mig er ótrúlega gott og erfitt að finna menn sem hafa meiri ástríðu fyrir þessari geggjuðu íþrótt. Ég get lofað fólki einu, það verður gaman hjá okkur.“ Í vetur verða fimm leikir á sama tíma á fimmtudögum og skipt verður á milli þeirra í Tilþrifunum sem Hörður Unnsteinsson stýrir. Leikirnir fimm verða svo gerðir upp í Tilþrifunum. Á föstudögum verður svo einn leikur sýndur í beinni. Sérfræðingur hitar upp fyrir hann, kemur inn með helstu atriði í hálfleik og gerir hann svo upp í leikslok. Síðan verður umferðin í heild sinni gerð upp í Subway Körfuboltakvöldi undir stjórn Stefáns Árna. Teitur Örlygsson, Sævar Sævarsson, Matthías Orri Sigurðarson og Jón Halldór Eðvaldsson snúa aftur sem sérfræðingar. Fjórir nýir koma svo inn í teymið; Magnús Þór Gunnarsson, Helgi Már Magnússon, Ómar Örn Sævarsson og Rúnar Ingi Erlingsson. Keppni í Subway deild karla hefst 5. október næstkomandi. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira
Eftir átta ár við stjórnvölinn í Subway Körfuboltakvöldi lét Kjartan Atli Kjartansson gott heita eftir síðasta tímabil. Hann segir þó ekki skilið við Subway deildina enda þjálfari nýliða Álftaness. Stefán Árni fær það verðuga verkefni að taka við Subway Körfuboltakvöldi af Kjartani Atla. Stefán Árni hefur starfað lengi hjá Stöð 2 Sport og stýrði meðal annars Seinni bylgjunni um tveggja ára skeið. „Ég er ótrúlega spenntur fyrir vetrinum. Ég er aðdáandi þáttarins og hef held ég aldrei misst af einu einasta föstudagskvöldi,“ segir Stefán Árni og heldur áfram. „Þetta er vissulega mjög krefjandi verkefni fyrir mig. Maður er spenntur, en líka stressaður. Ég er að taka við af manni sem gerði magnaða hluti fyrir íslenskan körfubolta og það verður mjög erfitt að feta í hans spor. En ég verð bara að standa mig og gera þetta almennilega. Við erum aðeins að breyta þættinum og byggja hann upp með öðrum hætti. Teymið sem verður síðan í kringum mig er ótrúlega gott og erfitt að finna menn sem hafa meiri ástríðu fyrir þessari geggjuðu íþrótt. Ég get lofað fólki einu, það verður gaman hjá okkur.“ Í vetur verða fimm leikir á sama tíma á fimmtudögum og skipt verður á milli þeirra í Tilþrifunum sem Hörður Unnsteinsson stýrir. Leikirnir fimm verða svo gerðir upp í Tilþrifunum. Á föstudögum verður svo einn leikur sýndur í beinni. Sérfræðingur hitar upp fyrir hann, kemur inn með helstu atriði í hálfleik og gerir hann svo upp í leikslok. Síðan verður umferðin í heild sinni gerð upp í Subway Körfuboltakvöldi undir stjórn Stefáns Árna. Teitur Örlygsson, Sævar Sævarsson, Matthías Orri Sigurðarson og Jón Halldór Eðvaldsson snúa aftur sem sérfræðingar. Fjórir nýir koma svo inn í teymið; Magnús Þór Gunnarsson, Helgi Már Magnússon, Ómar Örn Sævarsson og Rúnar Ingi Erlingsson. Keppni í Subway deild karla hefst 5. október næstkomandi.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira