Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Fyrsti sigur Hauka

    Haukar unnu sinn fyrsta leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld, þegar liðið sigraði Hamar/Selfoss á útivelli 92-87. Njarðvíkingar eru enn ósigraðir eftir að þeir völtuðu yfir Hött fyrir austan 102-66 og Keflvíkingar halda enn pressu á granna sína með auðveldum sigri gegn Þór 83-61. KR skellti ÍR 84-75 og Grindavík lagði Fjölni 98-83. Loks vann Snæfell granna sína í Skallagrími 75-74 í hörkuleik.

    Sport
    Fréttamynd

    Kristleifur tekur við Hetti

    Í dag var tilkynnt að Kristleifur Andrésson hefði verið ráðinn aðalþjálfari úrvalsdeildarliðs Hattar, en hann hefur séð um þjálfun liðsins síðan Kirk Baker sagði starfi sínu lausu á dögunum. Kristleifur er öllum hnútum kunnugur hjá Hetti, enda þjálfaði hann liðið veturinn 2003-04.

    Sport
    Fréttamynd

    Enn vinna Njarðvíkingar

    Fimm leikir fóru fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar halda efsta sætinu í deildinni eftir sigur á Snæfelli 103-78 í kvöld og því hefur liðið unnið sjö fyrstu leiki sína. Þá unnu Keflvíkingar góðan sigur á grönnum sínum í Grindavík 108-101.

    Sport
    Fréttamynd

    Þór sigraði KR

    Þórsarar unnu góðan sigur á KR í Iceland-Express deildinni í körfubolta karla í kvöld 62-57, en leiknum hafði áður verið frestað vegna leka í þaki íþróttahússins fyrir norðan.

    Sport
    Fréttamynd

    Þór tekur á móti KR á Akureyri

    Leikur Þórs og KR í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, sem fara átti fram um helgina, verður á dagskrá klukkan 19:15 í kvöld. Fresta þurfti leiknum vegna leka í íþróttahúsinu á Akureyri, en nú hefur það verið lagað og því getur leikurinn farið fram í kvöld.

    Sport
    Fréttamynd

    Aftur frestun vegna leka

    Ekkert varð af leik Þórs og KR í Iceland-Express deildinni í körfubolta sem átti að fara fram í gærkvöld vegna leka á þaki íþróttahallarinnar á Akureyri. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem að fresta þarf leik norðan heiða vegna leka í íþróttahúsi en í síðustu viku fóru leikmenn Keflavíkur í fýluferð til Egilsstaða þar sem leikurinn gat ekki farið fram vegna vatnlags á gólfi íþróttahússins.

    Sport
    Fréttamynd

    Njarðvík með fullt hús stiga

    Fimm leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar eru enn með fullt hús stiga eftir 6 leiki með 11 stiga útisigri á ÍR, 70-81. Í Stykkishólmi fóru heimamenn í Snæfelli hamförum og völtuðu yfir Fjölni með 36 stiga sigri, 130-94. Í Hverargerði steinlágu heimamenn í Hamri/Selfossi fyrir Skallagrími, 75-109 og í Grindavík unnu heimamenn 108-70 sigur á Hetti.

    Sport
    Fréttamynd

    Leik Þórs og KR frestað vegna leka

    Leik Þórs Akureyri og KR sem fram átti að fara í kvöld í Iceland Express deild karla í körfubolta hefur verið frestað vegna leka í íþróttahúsinu á Akureyri. Leikurinn hefur verið settur á á þriðjudagskvöldið 15. nóvember nk. kl. 19:15. Fimm leikir eru á dagskrá deildarinnar í kvöld og hefjast þeir allir kl. 19:15.

    Sport
    Fréttamynd

    Njarðvíkingar völtuðu yfir Hamar/Selfoss

    Fimm leikir voru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Njarðvíkingar völtuðu yfir Hamar/Selfoss 108-68, Fjölnir sigraði ÍR 98-74, Skallagrímur vann Þór 91-65, Grindavík vann Snæfell 95-90 og KR sigraði Hauka 99-80. Leik Hattar og Keflavíkur var frestað vegna leka í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.

    Sport
    Fréttamynd

    Fyrsta tap Grindvíkinga

    Nokkrir leikir voru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og þá var einn leikur í kvennaflokki, þar sem Haukastúlkur skelltu Íslandsmeisturum Keflavíkur í Hafnarfirði, 66-48.

    Sport
    Fréttamynd

    Heil umferð í kvöld

    Heil umferð er á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld og hefjast allir leikirnir klukkan 19.15. Þrjú lið eru taplaus fyrir leiki kvöldsins, topplið Grindavíkur sem heimsækir ÍR, Njarðvík í 2. sæti sem heimsækir Þór á Akureyri og Keflavík í 3. sæti sem tekur á móti KR.

    Sport
    Fréttamynd

    Suðurnesjaliðin taplaus

    Grindavík og Njarðvík eru enn taplaus eftir leiki kvöldsins í Iceland Express-deild karla. Grindavík valtaði yfir Hamar/Selfoss 114-84 og Njarðvík vann nauman sigur á Haukum í Njarðvík 78-74.

    Sport
    Fréttamynd

    Fimm leikir í kvöld

    Þriðja umferðin í úrvalsdeild karla í körfuknattleik hefst í kvöld með fimm leikjum. Grindavík og Hamar/Selfoss mætast í Grindavík, en bæði þessi lið hafa unnið báða leiki sína í deildinni. Njarðvíkingar eru einnig taplausir, en þeir taka á móti Haukum á heimavelli sínum.

    Sport