Snæfellingar unnu Reykjanes Cup á sannfærandi hátt Snæfell tryggði sér í gær sigur á fyrsta Reykjanes Cup mótinu í körfubolta sem verður hér eftir árlegur viðburður í tengslum við Ljósanótt í Reykjanesbæ. Snæfell vann 18 stiga sigur á Njarðvík, 99-81, í úrslitaleiknum. Körfubolti 5. september 2009 14:43
Njarðvík og Snæfell spila til úrslita á fyrsta Reykjanes Cup mótinu Njarðvík og Snæfell spila til úrslita á fyrsta Reykjanes Cup mótinu í körfubolta sem lýkur í Toyota-höllinni í Keflavík í dag. Snæfell vann báða leiki sína í riðlakeppninni en Njarðvíkingar þurftu að treysta á hjálp nágranna sinna í Keflavík til að komast í úrslitaleikinn. Körfubolti 4. september 2009 13:35
Jón Arnór: Ég var lélegur Jón Arnór Stefánsson var ekkert að skafa utan af hlutunum frekar en fyrri daginn í samtali sínu við Vísi.is eftir ósigurinn gegn Austurríki í dag. Körfubolti 29. ágúst 2009 18:51
Logi: Vorum eins og aumingjar í byrjun Logi Gunnarsson var alls ekki sáttur við leik Íslands eftir tapið gegn Austurríki í kvöld og þá sérstaklega slaka byrjun liðsins. Körfubolti 29. ágúst 2009 18:35
Umfjöllun: Tap gegn Austurríki Ísland hafnaði í fjórða sæti A-riðils B-deildar Evrópukeppni landsliða í körfubolta eftir, 76-65, ósigur gegn Austurríki í úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins. Körfubolti 29. ágúst 2009 18:24
Tommy Johnson leikur með KR næsta vetur KR-ingar hafa náð í góðan liðstyrk í körfunni því Bandaríkjamaðurinn Tommy Johnson mun spila sem bosman-leikmaður hjá liðinu á næsta tímabili. Tommy varð Íslandsmeistari með Keflavík árið 2008 og lék við góðan orðstír suður með sjó. Hann er með breskt vegabréf og telst því Bosman leikmaður. Þetta kom fram á heimasíðu KR-inga. Körfubolti 7. ágúst 2009 13:00
Guðjón Skúlason ráðinn þjálfari Keflavíkur Keflvíkingar tilkynntu í dag um ráðningu Guðjóns Skúlasonar sem þjálfara meistaraflokks karla í körfubolta en Guðjón skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Körfubolti 21. júlí 2009 19:15
Pálmi og þrír aðrir sömdu við Snæfell Pálmi Freyr Sigurgeirsson hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR eftir fjögur ár í Vesturbænum. Hann heldur á kunnuglegar slóðir og hefur samið við Snæfell í Stykkishólmi en hann lék með liðinu um síðustu aldamót. Körfubolti 21. júlí 2009 09:16
Titilvörn Vesturbæinga hefst í Iðunni Körfuknattleikssamband Íslands er búið að draga í töfluröð í Iceland Express deild karla næsta vetur og birti yfirlit yfir fyrstu tvær umferðirnar á heimasíðu sinni í dag. Körfubolti 10. júlí 2009 16:30
Axel Kárason ætlar að spila í sinni heimasveit í vetur Axel Kárason hefur ákveðið að spila með Tindastól í Iceland Express deildinni á næsta tímabili en þetta kemur fram á heimasíðu Tindastóls í dag. Axel er öflugur leikmaður og styrkir Stólana mikið. Körfubolti 9. júlí 2009 20:30
Jakob Örn: Spenntur fyrir þessu félagi Körfuknattleikskappinn Jakob Örn Sigurðarson skrifaði í gærkvöldi undir eins árs samning við sænsku meistarana í Sundsvall Dragons. Körfubolti 3. júlí 2009 14:26
Nýtt þjálfarateymi hjá KR - Þrír leikmenn skrifuðu undir samninga Íslandsmeistarar KR í körfubolta gengu í gærkvöld frá samningum við nýtt þjálfarateymi og þrjá leikmenn fyrir komandi tímabil í Iceland Express-deildinni en greint var frá þessu á heimasíðu KR í dag. Körfubolti 24. júní 2009 16:45
Shouse framlengir við Stjörnuna Stjarnan tilkynnti í dag að félagið hefði náð samningum við Bandaríkjamanninn Justin Shouse um að hann leiki áfram með félaginu á næstu leiktíð. Körfubolti 19. júní 2009 17:26
Keflvíkingar eru opnir fyrir öllu Körfuknattleiksdeild Keflavíkur stendur nú frammi fyrir því í fyrsta sinn í langan tíma að finna nýjan þjálfara. Körfubolti 19. júní 2009 06:30
Skemmtilegt að breyta algjörlega um umhverfi Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ingimundarson hefur ákveðið að venda sínu kvæði í kross og yfirgefa herbúðir Keflavíkur og skrifa undir árs langan samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Solna frá Stokkhólmi. Körfubolti 19. júní 2009 06:00
Sigurður Ingimundarson tekur við Solna Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ingimundarson hefur ákveðið að taka við þjálfarastöðunni hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Solna frá Stokkhólmi. Sigurður skrifar undir eins árs samning við sænska félagið. Körfubolti 18. júní 2009 16:46
Magni á leið í Fjölni Fjölnismenn eiga von á góðum liðsstyrk í körfuboltanum en Ingvaldur Magni Hafsteinsson mun að öllum líkindum ganga í raðir félagsins frá Snæfelli á næstu dögum. Körfubolti 10. júní 2009 14:10
Páll Kolbeinsson ráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta Fyrrum landsliðsmaðurinn Páll Kolbeinsson hefur verið ráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta en Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, staðfesti fregnirnar í samtali við Vísi í kvöld. Körfubolti 4. júní 2009 22:24
Páll Kristinsson í Njarðvík Framherjinn Páll Kristinsson sem leikið hefur með Grindavík undanfarin ár hefur ákveðið að ganga í raðir Njarðvíkur á ný. Körfubolti 28. maí 2009 11:30
Stigahæsti leikmaður Iceland Express deildarinnar í ÍR ÍR-ingar hafa fyllt skarð Ómars Sævarssonar með því að fá til sín Nemanja Sovic sem lék mjög vel með nýliðum Breiðabliks á síðasta tímabili. Sovic hefur spilað í fimm ár á Íslandi en hann kom fyrst hingað til Fjölnis tímabilið 2004-2005. Körfubolti 19. maí 2009 11:00
Körfuboltabúðir á Ísafirði í júní KFÍ á Ísafirði mun í sumar standa fyrir æfingabúðum fyrir yngri flokka í körfubolta á Ísafirði. Búðirnar verða í íþróttahúsinu Jakanum dagana 7. til 14. júní og þar verða þekktir sebneskir þjálfarar að leiðbeina krökkunum. Körfubolti 12. maí 2009 14:07
Hreggviður: Erfitt að missa Ómar Hreggviður Magnússon, leikmaður ÍR, segist sjá eftir félaga sínum Ómari Sævarssyni sem í gær ákvað að ganga í raðir Grindavíkur í Iceland Express deildinni í körfubolta. Körfubolti 12. maí 2009 13:47
Ómar Sævarsson í Grindavík Miðherjinn Ómar Sævarsson sem leikið hefur með ÍR undanfarin ár hefur samþykkt að ganga í raðir Grindavíkur. Körfubolti 11. maí 2009 13:56
Karl tekur við Tindastóli Karl Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Tindastóls í stað Kristins Friðrikssonar sem þjálfað hefur liðið undanfarin þrjú ár. Þetta kemur fram á fréttavefnum feykir.is. Körfubolti 7. maí 2009 22:53
Sigurður í viðræðum við KR Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari og þjálfari Keflavíkur, er í viðræðum við KR um að taka við karlaliði félagsins. Bæði Sigurður og formaður körfuknattleiksdeildar KR, Böðvar Guðjónsson, staðfestu að viðræður hefðu átt sér stað. Körfubolti 7. maí 2009 14:19
Páll Axel: Það er alltaf gaman að heyra í mönnum Stórskyttan Páll Axel Vilbergsson segist ekki eiga von á að fara frá Grindavík þó hann hafi nýlokið við þriggja ára samning sinn við félagið. Körfubolti 5. maí 2009 14:11
Munum taka mjög vel á móti íslenskum bakvörðum "Ég er alveg viss um að við getum gert góða hluti með þetta lið," sagði Ingi Þór Steinþórsson sem í dag skrifaði undir samning um að taka að sér þjálfun karla- og kvennaliðs Snæfells næsta vetur. Körfubolti 1. maí 2009 20:23
Jón Arnór og Guðrún Sóley íþróttafólk KR Körfuboltakappinn Jón Arnór Stefánsson og knattspyrnukonan Guðrún Sóley Gunnarsdóttir hafa verið valin íþróttafólk KR. Körfubolti 1. maí 2009 14:52
Ingi Þór búinn að semja við Snæfell - þjálfar bæði liðin Ingi Þór Steinþórsson verður næsti þjálfari meistaraflokka Snæfells í Iceland Express deildunum. Ingi Þór skrifaði áðan undir samning á blaðamannafundi í Stykkishólmi og mun þjálfa bæði karla- og kvennalið félagsins. Körfubolti 1. maí 2009 14:00
Hrafn ráðinn þjálfari Blika Körfuknattleiksdeild Breiðabliks gekk í kvöld frá ráðningu á Hrafni Kristjánssyni sem þjálfara meistaraflokks karla. Hrafn verður þess utan yfirþjálfari yngri flokka og mun stýra nokkrum þeirra. Körfubolti 24. apríl 2009 21:53