Umfjöllun: KR átti ekkert svar við leik Snæfells Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. apríl 2010 08:23 Mynd/Daníel Snæfell er komið í 1-0 gegn KR í undanúrslitarimmu félaganna í Iceland Express-deild karla. Snæfell sótti sigur í Vesturbæinn í fyrsta leik. Leikurinn byrjaði með miklum látum. Bæði lið léku fast og ákveðið og gáfu tóninn fyrir það sem koma skildi. Gríðarleg barátta undir körfunum og ljóst að menn ætluðu að gefa allt sem þeir áttu. KR skrefi á undan. Finnur Atli að spila vel en hinum megin var Sigurður Þorvaldsson að hitta vel ólíkt félögum hans. KR yfir eftir fyrsta leikhluta, 22-19. Baráttan og brjálæðin hélt áfram í öðrum leikhluta. Menn fórnuðu sér í hvert frákast líkt og boltinn væri síðasti brauðmolinn á jörðinni. Sigurður hélt áfram að spila vel fyrir Snæfell, Hlynur reif niður fráköst og setti tvo þrista. Jón Orri og Finnur Atli komu afar ferskir inn hjá KR sem saknaði framlags frá Brynjari Björnssyni sem var stigalaus í fyrri hálfleik. Sömu sögu var að segja af Sean Burton hjá Snæfell sem skoraði aðeins tvö stig í fyrri hálfleik. Snæfell yfir í hálfleik, 40-43. KR að hitta betur en Snæfell að taka fleiri fráköst. Gestirnir úr Hólminum voru ákveðnari í þriðja leikhluta á meðan KR-ingar voru í vandræðum með að finna góð skot. Finnur Atli sá eini sem var að spila af einhverju viti. Er Snæfell náði átta stiga forskoti, 53-61, var Páli Kolbeinssyni, þjálfara KR, nóg boðið og hann tók leikhlé. Það gekk ekkert hjá KR og meira að segja Morgan Lewis klúðraði troðslu. Á meðan léku Snæfellingar við hvurn sinn fingur og sjálfstraustið skein af hverjum leikmanni. Er leikhlutinn var allur leiddu gestirnir með 15 stigum, 57-72. Morgan Lewis tók til sinna mála í fjórða leikhluta, stal boltanum í tvígang og skilaði fyrir góðum stigum. Það kveikti í stuðningsmönnum KR sem og liðinu. Ingi Þór, þjálfari Snæfells, brást við með því að taka leikhlé og stöðva stemninguna. 65-76 og sjö mínútur eftir. Það virkaði vel því KR var stöðvað. Það hjálpaði ekki heimamönnum að Tommy Johnson virtist líta þannig á leikinn að hann væri einn í liði, gaf ekki boltann og klúðraði hverri sókninni á fætur annarri. Á endanum var stúkunni nóg boðið og hún öskraði út af með manninn. Á meðan raðaði Martin Berkins niður þriggja stiga skotum eins og hann væri að raða vörum í poka í Bónus. Hann var sjóðandi og KR-ingar áttu ekkert svar. Þeir lögðu að lokum niður vopnin og játuðu sig sigraða. 1-0 fyrir Snæfell og liðin mætast að nýju í Hólminum á miðvikudag. KR-Snæfell 84-102 KR: Finnur Atli Magnússon 20, Morgan Lewis 15, Jón Orri Kristjánsson 13/5 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 9/9 fráköst/8 stoðsendingar, Fannar Ólafsson 8/5 fráköst, Tommy Johnson 8/6 fráköst. Snæfell: Martins Berkis 21, Sigurður Á. Þorvaldsson 20, Hlynur Bæringsson 19/14 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 15/7 fráköst, Sean Burton 12/4 fráköst/7 stoðsendingar, Páll Fannar Helgason 5, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 4/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 2, Egill Egilsson 2, Emil Þór Jóhannsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
Snæfell er komið í 1-0 gegn KR í undanúrslitarimmu félaganna í Iceland Express-deild karla. Snæfell sótti sigur í Vesturbæinn í fyrsta leik. Leikurinn byrjaði með miklum látum. Bæði lið léku fast og ákveðið og gáfu tóninn fyrir það sem koma skildi. Gríðarleg barátta undir körfunum og ljóst að menn ætluðu að gefa allt sem þeir áttu. KR skrefi á undan. Finnur Atli að spila vel en hinum megin var Sigurður Þorvaldsson að hitta vel ólíkt félögum hans. KR yfir eftir fyrsta leikhluta, 22-19. Baráttan og brjálæðin hélt áfram í öðrum leikhluta. Menn fórnuðu sér í hvert frákast líkt og boltinn væri síðasti brauðmolinn á jörðinni. Sigurður hélt áfram að spila vel fyrir Snæfell, Hlynur reif niður fráköst og setti tvo þrista. Jón Orri og Finnur Atli komu afar ferskir inn hjá KR sem saknaði framlags frá Brynjari Björnssyni sem var stigalaus í fyrri hálfleik. Sömu sögu var að segja af Sean Burton hjá Snæfell sem skoraði aðeins tvö stig í fyrri hálfleik. Snæfell yfir í hálfleik, 40-43. KR að hitta betur en Snæfell að taka fleiri fráköst. Gestirnir úr Hólminum voru ákveðnari í þriðja leikhluta á meðan KR-ingar voru í vandræðum með að finna góð skot. Finnur Atli sá eini sem var að spila af einhverju viti. Er Snæfell náði átta stiga forskoti, 53-61, var Páli Kolbeinssyni, þjálfara KR, nóg boðið og hann tók leikhlé. Það gekk ekkert hjá KR og meira að segja Morgan Lewis klúðraði troðslu. Á meðan léku Snæfellingar við hvurn sinn fingur og sjálfstraustið skein af hverjum leikmanni. Er leikhlutinn var allur leiddu gestirnir með 15 stigum, 57-72. Morgan Lewis tók til sinna mála í fjórða leikhluta, stal boltanum í tvígang og skilaði fyrir góðum stigum. Það kveikti í stuðningsmönnum KR sem og liðinu. Ingi Þór, þjálfari Snæfells, brást við með því að taka leikhlé og stöðva stemninguna. 65-76 og sjö mínútur eftir. Það virkaði vel því KR var stöðvað. Það hjálpaði ekki heimamönnum að Tommy Johnson virtist líta þannig á leikinn að hann væri einn í liði, gaf ekki boltann og klúðraði hverri sókninni á fætur annarri. Á endanum var stúkunni nóg boðið og hún öskraði út af með manninn. Á meðan raðaði Martin Berkins niður þriggja stiga skotum eins og hann væri að raða vörum í poka í Bónus. Hann var sjóðandi og KR-ingar áttu ekkert svar. Þeir lögðu að lokum niður vopnin og játuðu sig sigraða. 1-0 fyrir Snæfell og liðin mætast að nýju í Hólminum á miðvikudag. KR-Snæfell 84-102 KR: Finnur Atli Magnússon 20, Morgan Lewis 15, Jón Orri Kristjánsson 13/5 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 9/9 fráköst/8 stoðsendingar, Fannar Ólafsson 8/5 fráköst, Tommy Johnson 8/6 fráköst. Snæfell: Martins Berkis 21, Sigurður Á. Þorvaldsson 20, Hlynur Bæringsson 19/14 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 15/7 fráköst, Sean Burton 12/4 fráköst/7 stoðsendingar, Páll Fannar Helgason 5, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 4/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 2, Egill Egilsson 2, Emil Þór Jóhannsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira