KFÍ vann Hamar - Aðeins einn Íslendingur spilaði fyrir KFÍ í leiknum Útlendingahersveit KFÍ vann afar mikilvægan sigur gegn Hamri í kvöld í hörkuleik. KFÍ því komið með átta stig og aðeins tveimur stigum á eftir Fjölni sem situr í næstneðsta sæti deildarinnar. Körfubolti 18. febrúar 2011 21:59
Tómas jafnaði ótrúlegt heimsmet Tómas Heiðar Tómasson, leikmaður hjá körfuboltaliði Fjölnis, gerði sér lítið fyrir og jafnaði heimsmet í Grafarvoginum á dögunum. Körfubolti 18. febrúar 2011 21:50
Helgi Jónas: Þetta er leikurinn til þess að snúa við blaðinu KR og Grindavík mætast í úrslitum bikarkeppni karla á morgun. KR hefur verið á mikilli siglingu eftir áramót á meðan Grindavík hefur verið að gefa eftir. Körfubolti 18. febrúar 2011 21:45
Hrafn: Þetta er svolítið óraunverulegt Hrafn Kristjánsson, þjálfari karla- og kvennaliðs KR í körfubolta, mun standa í ströngu á morgun er hann stýrir báðum liðum sínum í úrslitum bikarkeppninnar. Körfubolti 18. febrúar 2011 19:20
Topptilþrif frá þeim stigahæsta í deildinni - myndband Haukamaðurinn Semaj Inge er stigahæsti leikmaður Iceland Express deildarinnar í körfubolta en hann hefur skorað 23,3 stig að meðaltali í leik það sem af er í vetur. Semaj er mikill tilþrifakarl eins og sást vel í síðsta leik Hauka á móti Keflavík. Körfubolti 17. febrúar 2011 17:30
Myndasyrpa af sigri Stjörnumanna Stjarnan vann í gær sigur á Grindavík í Iceland Express-deild karla í gær en þetta var fjórða tap Grindvíkinga í röð í deildinni. Körfubolti 15. febrúar 2011 12:15
Helgi Jónas: Þurfum naflaskoðun fyrir laugardaginn Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, segir að liðið sé ekki með neitt sjálfstraust. Grindavík tapaði í kvöld fjórða deildarleik sínum í röð þegar það lá gegn Stjörnunni í Garðabæ. Körfubolti 14. febrúar 2011 21:37
Stjarnan skellti Grindavík Raunir Grindvíkinga í Iceland Express-deild karla héldu áfram í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Stjörnunni í Garðabænum. Körfubolti 14. febrúar 2011 21:29
Teitur Örlygs: Minni spámenn létu til sín taka „Þetta var alveg frábært. Það er mjög gott eftir tvo góða leiki hjá okkur gegn KFÍ og Tindastóli að ná að halda þetta út áfram," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir að liðið vann Grindavík 79-70 í Iceland Express-deildinni í kvöld. Körfubolti 14. febrúar 2011 21:26
Spennan eykst í Iceland Express deild karla Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild karla í kvöld þegar 18. umferð lýkur. Njarðvíkingar sækja Fjölni heim í Grafarvog í miklum fallbaráttuslag. Stjarnan og Grindavík eigast við í Garðabæ í áhugaverðum leik en Grindavík er í 3. sæti og Stjarnan í því 5. Nýliðar Hauka sem hafa komið verulega á óvart í vetur eru í 6. sæti og þeir leika gegn Keflvíkingum sem eru í 4. sæti. Allir leikir kvöldsins hefjast 19.15. Körfubolti 14. febrúar 2011 12:15
Sigrar hjá Snæfelli og KR Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Snæfell er áfram í efsta sæti deildarinnar eftir góðan sigur á ÍR, 98-84, í Stykkishólmi í kvöld. Körfubolti 13. febrúar 2011 21:14
Gunnar Sverrrisson: „Bara eins og draumur hvers þjálfara“ ÍR-ingar völtuðu yfir Hauka í 17.umferð Iceland Express deildar karla í kvöld með verðskulduðum sigri 104-86. Gunnar Sverrisson þjálfari ÍR-inga var að vonum ánægður með sigur sinna manna í kvöld enda fjórði sigur liðsins í fimm leikjum eftir áramót. Körfubolti 11. febrúar 2011 22:30
Umfjöllun: Öruggur sigur ÍR-inga á Haukum ÍR vann öruggan sigur á Haukum í Iceland Express deild karla í kvöld, 104-86. Sigur ÍR-inga var í raun aldrei í hættu og komust þeir mest í 26 stiga forskot í leiknum. Körfubolti 11. febrúar 2011 22:29
Hrafn: Erfitt að eiga við okkur í þessum ham Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, var virkilega ánægður með leik sinna manna í kvöld. KR vann öruggan sigur á Njarðvík ,71-91, í 16.umferð Iceland-Express deild karla í ljónagryfjunni í kvöld. Körfubolti 11. febrúar 2011 22:06
Einar: Hræðilega spilamennska „Ég á enginn orð til að lýsa þessari spilamennsku, en hún var hræðileg,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, annar þjálfari Njarðvíkinga, eftir tapið í kvöld. Njarðvíkingar töpuðu illa fyrir KR-ingum ,71-91, í 16.umferð Iceland-Express deild karla í ljónagryfjunni í kvöld. Körfubolti 11. febrúar 2011 21:57
ÍR-ingar fóru létt með Haukana í Seljaskólanum ÍR-ingar unnu sinn annan stórsigur í röð í Seljaskólanum þegar þeir lögðu Hauka, 104-86, í Iceland Express deild karla í kvöld. ÍR-liðið vann aðeins 2 af fyrstu 10 deildarleikjum sínum í vetur en þetta var fimmti sigur Breiðhyltinga í síðustu sjö leikjum. Körfubolti 11. febrúar 2011 20:58
Stjörnumenn enduðu sigurgöngu Stólanna í Síkinu Stjörnumenn komust upp í fimmta sæti Iceland Express deild karla eftir tólf stiga sigur á Tindastól í Síkinu í kvöld, 90-78, en þetta var fyrsta tap Stólanna á heimavelli síðan í lok október eða í sjö leikjum. Körfubolti 11. febrúar 2011 20:57
Umfjöllun: KR vann auðveldan sigur í Ljónagryfjunni KR-ingar fóru létt með Njarðvíkinga, 71-91, í 16.umferð Iceland-Express deild karla í kvöld. KR-ingar mættu gríðarlega öflugir til leiks og það var greinlegt frá fyrstu mínútu að þeir ætluðu sér að keyra yfir heimamenn. Njarðvíkingar áttu erfitt með að ráða við hraðan í leiknum og eltu í raun allan tímann. Körfubolti 11. febrúar 2011 20:50
Njarðvík tekur á móti KR í kvöld Það er stórt kvöld fram undan í körfunni en fjórir leikir verða spilaðir í Iceland Express-deild karla og áhugaverðasti leikurinn er í Njarðvík. Körfubolti 11. febrúar 2011 16:45
Nonni Mæju: Mikið sjálfstraust í liðinu Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, brosti í gegnum þykkt skeggið eftir frækinn sigur Snæfells á Grindavík í kvöld. Körfubolti 10. febrúar 2011 23:21
Ólafur: Vantar drápseðlið í okkur Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var afar svekktur með tapið gegn Snæfelli í kvöld rétt eins og félagar hans. Grindvíkingar gáfu eftir á lokamínútunum og misstu frá sér það sem virtist vera unninn leikur. Körfubolti 10. febrúar 2011 21:28
Snæfell vann dramatískan sigur í toppslagnum í Grindavík Snæfell náði fjögurra stiga forskoti á toppi Iceland Express deildar karla í körfubolta eftir fjögurra stiga sigur í Grindavík, 90-86, í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar í Röstinni í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og afar sveiflukenndur þar sem liðin skiptust á að ná frábærum sprettum en Snæfell vann síðustu tvær mínúturnar 13-2 og tryggði sér dramatískan sigur. Körfubolti 10. febrúar 2011 20:58
Keflvíkingar ekki í miklum vandræðum með Fjölnisliðið Keflavík vann öruggan 31 stigs sigur á Fjölni, 116-85, í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og hélt því sigurgöngu sinni áfram á Sunnubrautinni þar sem liðið hefur unnið sjö deildarleiki í röð. Körfubolti 10. febrúar 2011 20:51
Stórleikur í Röstinni þegar Grindavík mætir meistaraliði Snæfells Efstu liðin í Iceland Express deild karla í körfubolta mætast í kvöld þegar Grindvíkingar taka á móti Íslandsmeistaraliði Snæfells úr Stykkishólmi. Þrír leikir fara fram í kvöld, KFÍ leikur gegn Hamri á Ísafirði og í Keflavík taka heimamenn á móti Fjölni. Allir leikirnir hefjast kl. 19.15. Körfubolti 10. febrúar 2011 12:45
Ný auglýsing Njarðvíkinga: Ekkert klísturskjaftæði hér - myndband Njarðvíkingar eru búnir að hysja upp um sig buxurnar og farnir að vinna leiki í Iceland Express deild karla. Liðið hefur unnið tvo síðustu leiki sína og er komið upp úr fallsæti og upp í 9. sæti í deildinni. Það er því léttara yfir mönnum og það má nú sjá dæmi um það inn á Youtube-vefnum. Körfubolti 9. febrúar 2011 15:00
Keflvíkingar búnir að finna eftirmann Lazars Keflvíkingar hafa styrkt sig með nýjum erlendum leikmanni en Serbinn Andrija Ciric mun klára tímabilið með liðinu. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur. Fyrir hjá liðinu er Bandaríkjamaðurinn Thomas Sanders. Körfubolti 7. febrúar 2011 19:30
Lárus og Þórunn bæði farin í Hamar Hamarsliðin í körfuboltanum hafa bæði fengið liðstyrk fyrir lokasprettinn á tímabilinu. Leikstjórnandinn Lárus Jónsson er gengið til liðs við karlaliðið frá Njarðvík og framherjinn Þórunn Bjarnadóttir kemur til liðs við kvennaliðið frá Haukum. Bæði hafa þau mikla reynslu úr boltanum. Körfubolti 7. febrúar 2011 10:45
Páll Axel: Miklu meiri karakter í liðinu Grindavík komst í kvöld í úrslit bikarsins með því að leggja Hauka að velli. Þegar liðin mættust í deildinni á dögunum unnu Haukar sannfærandi sigur en Grindvíkingar létu það ekki endurtaka sig. Körfubolti 6. febrúar 2011 21:25
Haukur: Þeir tóku þetta á reynslunni Haukur Óskarsson, leikmaður Hauka, var að vonum mjög svekktur með að liði hans tókst ekki að komast í úrslitaleik bikarsins. Eftir jafnan leik gegn Grindavík í kvöld sigldu þeir gulu fram úr í lokin. Körfubolti 6. febrúar 2011 21:19
Grindavík komst í úrslit bikarkeppninnar Grindavík verður andstæðingur KR í úrslitum bikarkeppni karla í körfunni í ár. Grindavík vann sigur á Haukum, 70-82, í kvöld og tryggði sér um leið farseðilinn í Höllina. Körfubolti 6. febrúar 2011 21:02