Besti varnarmaðurinn í Makedóníu til Stjörnunnar Karlalið Stjörnunnar í körfubolta hefur gengið frá samningi við Bandaríkjamanninn 27 ára Jarrid Frye. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, staðfesti þetta í samtali við íþróttadeild Vísis. Körfubolti 3. janúar 2013 19:32
Daníel Guðni samdi við Grindavík til 2014 Körfuknattleikskappinn Daníel Guðni Guðmundsson hefur samið við Grindavík til loka keppnistímabilsins 2013-2014. Körfubolti 27. desember 2012 18:30
Nýr Kani til Keflavíkur Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við Bandaríkjamanninn Billy Baptist. Frá þessu er greint á heimasíðu Keflavíkurliðsins. Körfubolti 24. desember 2012 19:00
Pettinella til Grindavíkur á ný Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur gengið frá samningum við Ryan Pettinella sem lék með liðinu á síðustu leiktíð. Körfubolti 24. desember 2012 16:00
Oddur Ólafsson kominn heim í Hveragerði Körfuknattleikskappinn Oddur Ólafsson er snúinn heim frá Bandaríkjunum og mun klára leiktímabilið með Hamri í 1. deild karla. Körfubolti 23. desember 2012 11:00
Fyrsta jólafríið í 3 ár Logi Gunnarsson er mættur heim í langþráð jólafrí á Íslandi og ætlar að taka þátt í ágóðaleik annað kvöld sem er á milli Njarðvíkur og úrvalsliðs Njarðvíkinga. Loga líður vel í Frakklandi og segist eiga nóg eftir í atvinnumennskunni. Körfubolti 20. desember 2012 06:00
Teitur Örlygsson: Bölvun fylgdi þessum KR leik Stjarnan tekur á móti ÍR í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla en dregið var í gær. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með dráttinn. Körfubolti 19. desember 2012 09:22
Haukar engin fyrirstaða fyrir ÍR ÍR komst á auðveldan hátt í átta liða úrslit Powerade-bikarsins í körfubolta í kvöld með öruggum sigri, 78-95, á 1. deildarliði Hauka á Ásvöllum í kvöld. Körfubolti 17. desember 2012 20:44
Áhugaverður ágóðaleikur í Njarðvík Njarðvíkingar ætla að láta gott af sér leiða fyrir jólin og á föstudag verður haldinn afar áhugaverður körfuknattleiksleikur í Ljónagryfjunni þar sem ágóðinn mun renna í gott málefni. Körfubolti 17. desember 2012 18:45
Powerade-bikarinn í körfu: Snæfellingar komu fram hefndum Fimm félög tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla í körfubolta í dag og í kvöld. Stjarnan, Keflavík og Njarðvík áttu ekki í miklum vandræðum í sínum leikjum en það var meiri spenna í Fjárhúsinu í Stykkishólmi og í Röstinni í Grindavík. Körfubolti 16. desember 2012 21:18
Valsmenn fyrstir inn í átta liða úrslit Powerade-bikarsins Valsmenn eru komnir í átta liða úrslit Poweradebikars karla í körfubolta eftir 41 stigs sigur á b-liði KR í Vodafone-höllinni í kvöld, 94-54. 1. deildarlið Valsmanna hefur unnið alla átta deildarleiki sína í vetur og átti ekki í miklum vandræðum með Bumbuna í kvöld. Körfubolti 14. desember 2012 21:42
Uppaldir KR-ingar skoruðu 96 af 102 stigum liðsins Karlalið KR í körfubolta vann góðan útisigur á Skallagrími í Domino's-deildinni í gærkvöldi 102-90. Athyglisvert er að af 102 stigum KR-inga skoruðu uppaldir leikmenn Vesturbæjarliðsins 96 þeirra. Körfubolti 14. desember 2012 09:31
Njarðvík vann í framlengingu í Keflavík - úrslitin í körfunni Njarðvíkingar unnu dramatískan eins stigs sigur á nágrönnum sínum í Keflavík, 92-91, í framlengdum leik í 10. umferð Dominosdeildar karla í kvöld. Sex síðustu leikirnir fyrir jólafrí fóru þá fram og voru öll þrjú botnlið deildarinnar að bíta frá sér. Körfubolti 13. desember 2012 21:43
Stjarnan slapp með sigur frá Ísafirði - tveir í röð hjá Tindastól Botnliðin bitu frá sér í Dominos-deild karla í kvöld. Tindastóll vann sinn annan leik í röð og Stjörnumenn máttu þakka fyrir sigur í framlengingu á Ísafirði. Körfubolti 13. desember 2012 21:22
Sjötti sigur Þórsara í röð og toppsætið tryggt yfir jólin Þórsarar úr Þorlákshöfn eru áfram á toppi Dominos-deildar karla í körfubolta og verða það yfir jólahátíðina eftir fimm stiga sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld, 97-92. Körfubolti 13. desember 2012 20:50
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 85-122 Grindavík vann stórsigur á Fjölni í Dominos-deild karla sem fram fór í Dalhúsum í kvöld. Lokatölur urðu 85-122 og voru Íslandsmeistaranir frábærir. Að sama skapi voru heimamenn í Fjölni líklega að leika sinn versta leik í vetur. Körfubolti 13. desember 2012 18:45
Síðasta umferð Dominos-deildar karla fyrir jól Í kvöld verður heil umferð í Dominos-deild karla í körfubolta en þetta eru síðustu deildarleiki liðanna fyrir jól. Allir leikir tíundu umferðar fara fram í kvöld en um helgina verður síðan spilað í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla. Körfubolti 13. desember 2012 15:45
KR vann frábæran sigur á Haukum KR-ingar unnu sterkan sigur á Haukum í Dominos-deild kvenna í körfubolta í dag en leiknum lauk með öruggum sigri KR, 83-67. Körfubolti 9. desember 2012 18:22
Grindavík og Þór upp að hlið Snæfells á toppnum Grindavík og Þór Þorlákshöfn unnu góða sigra í leikjum sínum gegn KFÍ og Keflavík í Dominos's-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Körfubolti 7. desember 2012 20:41
Umfjöllun og myndir: Stjarnan-KR 73-84 | Öll úrslit kvöldsins KR vann frábæran útisigur á Stjörnunni í níundu umferð Dominos-deildarinnar í kvöld. Lokatölur urðu 73-84 fyrir KR-ingum sem léku án nokkurs vafa sinn besta leik í vetur í kvöld. Körfubolti 6. desember 2012 15:05
Njarðvík fór létt með B-lið Keflavíkur Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á B-liði Keflavíkur í 32liða úrslitum Fyrirtækjabikars karla í körfuknattleik í kvöld. Lokatölur urðu 130-64 gestunum úr Njarðvík í vil. Körfubolti 3. desember 2012 20:48
Úrslit kvöldsins í körfunni Heil umferð fór fram í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Grindavík er á toppnum eftir sigur á KR. Stjarnan og Snæfell eru með sama stigafjölda í næstu sætum þar á eftir. Körfubolti 29. nóvember 2012 21:29
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 80-87 Grindavík vann fínan útisigur á KR í Dominos-deild karla í kvöld. Erlendu leikmennirnir gerðu gæfumuninn hjá gestunum. Körfubolti 29. nóvember 2012 14:51
Umfj. og viðtöl: Snæfell - Tindastóll 81-96 | Stólarnir Lengjubikarmeistarar Tindastólsmenn eru Lengjubikarmeistarar í körfubolta karla eftir 15 stiga sigur á Snæfelli, 96-81, í úrslitaleik í Stykkishólmi í kvöld. Tindastólsliðið er ekki búið að vinna leik í deildinni en það var enginn botnliðsbragur á Stólunum í Hólminum um helgina. Körfubolti 24. nóvember 2012 15:30
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Þór 82-81 | Stólarnir í úrslit Tindastóll tryggði sér sæti í úrslitaleik Lengjubikars karla í körfubolta eftir dramatískan eins stigs sigur á Þór úr Þorlákshöfn 82-81, í fyrri undanúrslitaleik keppninnar en þeir fara báðir fram í Íþróttahúsinu í Stykkishólmi í kvöld. Körfubolti 23. nóvember 2012 18:00
Búningarnir fundust eftir sextán ár - fóru í hreinsun 1996 KFÍ segir frá skemmtilegum fundi á heimasíðu sinni en á dögunum kom í leitirnar búningasett meistaraflokks félagsins frá 1996. KFÍ-menn telja að búningarnir hafi verið settir í hreinsun fyrir sextán ár en þeir fundust ekki fyrr en í tiltekt á Slökkvistöð Ísafjarðar. Körfubolti 23. nóvember 2012 14:30
Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Grindavík 99-90 | Snæfell og Tindastóll í úrslitum Snæfellingar tryggðu sér sæti í úrslitaleik Lengjubikarsins á móti Tindastól á morgun eftir níu stiga sigur á Grindavík, 99-90 í undanúrslitaleik í Stykkishólmi í kvöld. Tindastóll komst í úrslitaleikinn með sigri á Þór fyrr í kvöld. Körfubolti 23. nóvember 2012 14:10
Thomas farinn frá KR Körfuknattleiksdeild KR hefur sagt upp samningi Bandaríkjamannsins Danero Thomas þar sem hann þótti ekki standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans. Körfubolti 21. nóvember 2012 17:19
Úrslitahelgi í Hólminum í boði í kvöld Lokaleikir riðlakeppni Lengjubikars karla í körfubolta fara fram í kvöld og þá ræðst hvaða lið komast í lokaúrslitin úr riðlum C og D. Í gær tryggðu Grindavík og Snæfell sér sigur í riðlum A og B. Úrslitahelgin verður síðan í Stykkishólmi um næstu helgi. Körfubolti 19. nóvember 2012 17:30
Snæfell og Grindavík í undanúrslit Karlalið Snæfells og Grindavíkur tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Lengjubikars karla í körfuknattleik. Grindavík vann grannaslaginn gegn Keflavík en Snæfell sótti sigur á Ísafjörð gegn KFÍ. Körfubolti 18. nóvember 2012 21:26