Körfubolti

Kristinn dæmir sinn þrettánda bikarúrslitaleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Bender (til vinstri) og Kristinn Óskarsson (í miðju) dæma kvennaleikinn saman en Davíð Hreiðarsson er með þeim á myndinni.
Jón Bender (til vinstri) og Kristinn Óskarsson (í miðju) dæma kvennaleikinn saman en Davíð Hreiðarsson er með þeim á myndinni. Vísir/Stefán
Dómaranefnd KKÍ hefur raðað niður dómurum á úrslitleikina í Powerade-bikar karla og kvenna í körfubolta sem fara fram í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Hjá konunum mætast Snæfell og Haukar en hjá körlunum spila Grindavík og ÍR um bikarinn.

Kristinn Óskarsson mun þarna dæma sinn þrettánda bikarúrslitaleik á ferlinum en hann dæmir kvennaleikinn ásamt Jóni Bender sem er að dæma sinn sjötta bikarúrslitaleik.

 Jón og Kristinn eru báðir að fara dæma sinn fjórða úrslitaleik hjá konunum. Það eru 23 ár liðin síðan að Kristinn dæmdi sinn fyrsta úrslitaleik hjá konunum (1991).

Sigmundur Már Herbertsson mun dæma sinn ellefta bikarúrslitaleik á laugardaginn en hann dæmir karlaleikinn ásamt þeim Rögnvaldi Hreiðarssyni og Eggerti Þór Aðalsteinssyni.  Sigmundur er eini dómari dagsins sem dæmdi líka bikarúrslitaleik í fyrra en hann er fimmta árið í röð í Höllinni.

Rögnvaldur er að dæma sinn níunda bikarúrslitaleik (fimmti karlaleikurinn) en Eggert Þór er að dæma sinn fimmta bikarúrslitaleik þar af sinn annan karlaleik.

Björn Leósson er eftirlitsmaður KKÍ á kvennaleiknum en Rúnar Birgir Gíslason mun hafa eftirlit með öllu fyrir hönd KKÍ á karlaleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×