Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Styðjum barna­fjöl­skyldur

Við í Framsókn leggjum fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur um heimgreiðslur til foreldra sem bíða eftir dagvistun fyrir börn sín. Gert er ráð fyrir að greiðslurnar séu skilyrtar við virka umsókn um dagvistun og falli niður um leið og dagvistunarplássi hefur verið úthlutað. 

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu

Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir nýja forystu mikil tíðindi fyrir flokkinn. Á sama tíma megi ekki gleyma því að Bjarni Benediktsson sé að skila af sér flokknum í verra ástandi en nokkur annar formaður hafi skilað honum af sér í.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni gleðst yfir tapi mínu í vara­for­manns­kjöri

Ræða mín á landsfundi Sjálfstæðisflokksins er umfjöllunarefni Bjarna Snæbjörnssonar leikara, höfundar, leiklistarkennara og þáttastjórnanda hlaðvarpsins Mennsku sem fjallar um fegurð fjölbreytileikans, í grein sem birtist hér í gær.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað vakir fyrir utan­ríkis­ráð­herra?

Bandaríkin, sem hafa haldið uppi vörnum Úkraínu frá því að Rússar réðust þar inn 2022, telja tímabært að samið sé um stríðslok. Þeir hafa ákveðna hugmynd um forsendur þeirra samninga en Úkraínumenn vilja að Bandaríkin skuldbindi sig til að tryggja öryggi í landinu eftir stríðið með ýmsum hætti.

Skoðun
Fréttamynd

Enginn upp­fyllti skil­yrðin í upp­hafi

Enginn stjórnmálaflokkur uppfyllti skilyrði nýrra laga um skráningu flokka þegar fjármálaráðuneytið greiddi út fyrstu styrkina eftir lagabreytingu. Fjármálaráðherra telur að ráðuneytið hefði átt að bíða með greiðslurnar þar til skráning flokkanna væri lögum samkvæmt.

Innlent
Fréttamynd

Staðan sé betri í dag en í fyrra­dag

Þingmaður Samfylkingarinnar telur að flýta þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Utanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að fólk vilji sæti við borðið. Að hennar mati þurfi að efla varnir Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fylkingin eykur fylgið

Samfylkingin mælist enn með mesta fylgið samkvæmt þjóðarpúls Gallup. Flokkurinn bætir við sig rúmum fjórum prósentum á milli mánaða.

Innlent
Fréttamynd

Fékk blóð­nasir í pontu

Alma Möller heilbrigðisráðherra var í miðri setningu í pontu á Alþingi þegar hún skyndilega fékk blóðnasir. Hlé var gert á þingfundi.

Innlent
Fréttamynd

Tróð Bjarna og fjöl­skyldu í Toyota Yaris

Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, skutlaði Bjarna í þaulsetnum Toyota Yaris á landsfund flokksins í Laugardalshöll um helgina.

Lífið
Fréttamynd

Woke-ið lifir!

Góðu fréttir helgarinnar eru líklega þær að Diljá Mist Einarsdóttir var ekki kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hingað til hef ég ekki gefið Diljá mikinn gaum, né hennar verkum í pólitík, þar sem ég á almennt litla samleið með flokknum hennar.

Skoðun
Fréttamynd

Bar­áttan á norður­slóðum

Þingmannaráðstefnan um norðurskautsmál er umræðuvettvangur þingmanna frá ríkjum við norðurskautið, sem og fulltrúa ríkisstjórna, háskólastofnana og félagasamtaka sem láta sig málefni norðurskautsins varða.

Skoðun
Fréttamynd

Gulli hafi loksins unnið formannsslag

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, segir eindregin stuðning Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og hans hóps við framboð Guðrúnar Hafsteinsdóttur hafa tryggt henni sigur á nýliðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Tap Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem hafi mislesið salinn í Laugardalshöll, sé um leið tap flokkseigendafélagsins og „hrútakofans“ á Mogganum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki ó­vana­legt að kennarar fengju meiri hækkanir

Forsætisráðherra segir ekki óvanalegt að kennarar hafi fengið launahækkanir umfram það sem samið var um á almennum markaði síðasta vor. Um sérstaka stöðu hafi verið að ræða eins og áður hafi komið upp hjá ræstingafólki og fiskvinnslufólks.

Innlent
Fréttamynd

„Auð­vitað hefur þetta á­hrif á formannskjörið“

Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Eyjum segir það gefa augaleið að það hafi haft áhrif á formannskjör í flokknum að helmingur fulltrúa úr Eyjum hafi setið eftir heima vegna veðurs. Hann segir málið sýna svart á hvítu við hvaða veruleika Eyjamenn búi á veturna.

Innlent
Fréttamynd

Segir reynsluna úr at­vinnu­lífinu hafa skipt sköpum fyrir sigurinn

Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að nýta tímann í stjórnarandstöðu til að líta inn á við. Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera stærri og breiðari fylking. Hún vill koma flokknum „aftur í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála“. Ný forysta fái það hlutverk að endurhugsa starf flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur í dag opinn fund þar sem fjallað verður um ákvörðun Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að krefjast ekki endurgreiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka. Daði Már mætir sjálfur og situr fyrir svörum hjá nefndinni.

Innlent
Fréttamynd

For­ysta til fram­tíðar

Við sjálfstæðismenn höfum fengið nýjan formann. Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sigraði í formannskjöri flokksins sem fram fór í gær og er fyrst kvenna formaður hans.

Skoðun