Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Fantasíur

Ég ákvað að leggja út í tilraun sem, ef vel tækist til, gæti stuðlað að því að konur fengju betur notið kynferðislegs efnis á sínum forsendum. Í upphafi verkefnisins var ákveðið að segja eins lítið og mögulegt var um aðferðafræði þess. Hugmyndin var sú, að þannig yrði komið í veg fyrir einhvers konar miðstýringu á því hvernig konur kysu að mæta

Skoðun
Fréttamynd

Eitt EM fyrir alla

Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu hefst í næstu viku. Evrópumeistaramót kvenna verður á næsta ári. Í daglegu tali er karlamótið þó oftast einfaldlega kallað "EM“ en kvennamótið "EM kvenna“, ef það er yfirhöfuð kallað nokkuð. Oftast láta menn eins og síðarnefnda mótið sé varla til.

Fastir pennar
Fréttamynd

Komdu út að leika

Við fögnum Degi barnsins í fimmta sinn á morgun en samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar frá því í október árið 2007 er dagur barnsins haldinn hátíðlegur síðasta sunnudag í maí. Yfirskrift dagsins í ár er "Gleði og samvera“.

Skoðun
Fréttamynd

Umsókn um málfrelsi

Fyrir seinustu alþingiskosningar bauð RÚV framboðunum að fá ókeypis kynningartíma í sjónvarpi. Sum, til dæmis Borgarahreyfingin, vildu taka boðinu en þar sem rótgrónu flokkarnir höfðu ekki áhuga var hætt við allt. Ný framboð fengu því ekki að kynna sig í sjónvarpi því það hentaði ekki þeim sem fyrir voru.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lög lygum líkust

Í frumvarpi að lögum um fjölmiðla sem nú liggur fyrir þinginu er lagt til að útlendingar utan EES megi ekki vera ábyrgðarmenn fjölmiðla. Einnig er reynt, með villandi vísunum í erlend fordæmi, að rökstyðja bann við birtingu skoðanakannana á ákveðnum tíma fyrir kosningar. Þetta frumvarp má ekki verða að lögum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ónæg rök fyrir hjálmaskyldu

Kæri lesandi, settir þú á þig hjálm í morgun? Nei, ég er ekki sérstaklega að tala við þig sem fórst á hjóli eða mótorhjóli. Ég er að tala við þig sem komst á bíl. Eða þig sem varst farþegi í bíl. Varstu með hjálm?

Fastir pennar
Fréttamynd

Allt of mikið uppi á borðinu

Austurrískur laganemi, Max Scherns, bað Facebook um að senda sér allar persónuupplýsingarnar sem samskiptasíðan geymdi um sig en á því átti hann rétt samkvæmt evrópskum lögum. Scherns fékk sendan geisladisk með yfir tólf hundruð skjölum um hvenær hann hefði loggað sig inn, hvað hann hefði sagt við hvern, í hvern hann hefði potað, hvað hann hefði lækað og hvar myndir sem hann og vinir hans settu inn á vefinn væru teknar og margt fleira.

Fastir pennar
Fréttamynd

Af hverju er lög­legur drykkjualdur á Ís­landi ekki 16 ára?

Samkvæmt íslenskum lögum er óheimilt að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem eru yngri en 20 ára. Þrátt fyrir að þessi lög séu í gildi sýnir skýrslan "Fyrsta drykkjan 2010“ sem Rannsóknir og greining gerðu fram á það að 49,5% 16 ára ungmenna hafa orðið ölvuð um ævina og 90,1% 19 ára nemenda í menntaskólum hafa orðið ölvaðir um ævina. Þessar niðurstöður eru unnar úr könnun sem lögð var fyrir í öllum menntaskólum landsins.

Skoðun
Fréttamynd

1. maí 2012

Á undanförnum árum virðist hróður hins alþjóðlega baráttudags verkalýðsins 1. maí því miður hafa minnkað á Íslandi. Samt sem áður hafa mörg stéttarfélög þurft að grípa til mjög harðrar baráttu fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna á þessum tíma, bæði á almennum markaði og ekki síður stórar stéttir opinberra starfsmanna eins og hjúkrunarfræðingar og kennarar. En í umróti síðustu þriggja ára hefur þessi mikilvægi dagur aftur orðið Íslendingum þörf áminning um að allir eigi skilið mannsæmandi kjör fyrir vinnu sína.

Skoðun
Fréttamynd

Almenningssamgöngur: Já takk

Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu munu eflast verulega næstu misseri. Í áætlunum Strætó bs. er meðal annars gert ráð fyrir að tíðni vagna á annatímum yfir daginn muni aukast mikið. Sama er að segja um kvöldin og um helgar. Þjónustutími margra leiða mun einnig lengjast þannig að vagnarnir keyra til klukkan eitt eftir miðnætti. Áætlunin tekur gildi strax næsta haust.

Skoðun
Fréttamynd

Landsdómur sögunnar

Pólitísk réttarhöld tíðkast því miður víða. Fyrrum forsætisráðherra Úkraínu, Júlía Týmosjenko, situr í fangelsi fyrir að hafa gert vondan gassamning við Rússa. Staðan í Hvíta-Rússlandi er jafnvel verri. En þar í landi enda pólitísk réttarhöld ekki með því að sakborningar fá að fara heim, eftir að hafa verið sýknaðir af langstærstum hluta ákæruatriðanna og ríkið hefur greitt þeim málsvarnarkostnaðinn. Þar með er ekki sagt að um dóm Landsdóms megi ekki deila, eða mótmæla því að hann sé oftúlkaður. Eftirfarandi setning úr dómsorðinu, kristallar það sem dæmt er fyrir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Danskan víkur

Það hefur lengi verið hluti norrænnar samvinnu að Skandinavar hafa þóst skilja tungumál hver annars. Líklegast hefur þetta þó minnkað undanfarin ár, nú skilja færri. Og færri þykjast skilja og þykjast tala önnur norræn mál. Fyrir vikið er enskan æ oftar notuð sem samskiptamál á Norðurlöndum. Þetta er ekki einsdæmi. Svipað virðist vera að gerast í Sviss.

Fastir pennar
Fréttamynd

Barnaskattar Jóhönnu

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fer mikinn í ritdeilu við þann aldna heiðursmann Matthías Bjarnason hér á síðum blaðsins. Matthíasi ofbauð skattlagning á barnabörn sín og benti á að fjármagnstekjuskattar hefðu hækkað mjög í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Einnig taldi hann það vera ósanngjarnt að fjármagnstekjuskattur væri tekinn af verðbótum og hvatti til sparnaðar ungmenna með því að skora á "stjórnvöld að fella niður fjármagnstekjuskatt á öll börn að 16 ára aldri. Með því móti yrðir stuðlað að stórauknum sparnaði barna og ungmenna.”

Skoðun
Fréttamynd

Leyfið börnunum að koma sjálfkrafa til mín

Í drögum að nýjum lögum um trúfélög er gerð sú breyting að börn verða ekki alltaf sjálfkrafa skráð í trúfélag móður, en samt eiginlega oftast. Börn foreldra sem eru giftir eða í sambúð og í sama trúfélagi verða áfram skráð sjálfkrafa í trúfélag foreldranna. Börn einstæðra mæðra verða áfram skráð sjálfkrafa í trúfélag móður. Breytingin tekur því helst til barna þar sem foreldrarnir fara saman með forsjá en tilheyra ólíkum trúfélögum. Í þeim tilfellum þurfa foreldrarnir að taka sameiginlega ákvörðun um skráningu barnsins í trúfélag.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hverra virkjun?

Orkuveita Reykjavíkur sleppti heldur betur fram af sér beislinu í hinu svokallaða góðæri á Íslandi. Fyrir hrun var fjárfest fyrir milljarða króna. Það hefur svo komið á daginn að forsendur þessara fjárfestinga reyndust ekki halda. Skuldir Orkuveitunnar hafa hækkað allverulega vegna gengisbreytinga en tekjurnar hafa ekki aukist til samræmis, þrátt fyrir miklar hækkanir á gjaldskrám til almennra notenda.

Skoðun
Fréttamynd

Veikasti hlekkurinn

Til stendur að kjósa um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá í ráðgefandi atkvæðagreiðslu í sumar. Hvort þetta sé góð hugmynd er annað mál, en látum það eiga sig að sinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kjósum Betri hverfi

Ég er stoltur af því að vera Reykvíkingur. Íbúar höfuðborgarinnar hafa sýnt það að þeir hafa margt til málanna að leggja varðandi borgina sína. Síðan samráðsvefurinn Betri Reykjavík var tekinn í notkun í október sl. hafa mörg hundruð hugmyndir litið dagsins ljós á vefnum.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðin sem réð við spilafíkn

Ítarleg rannsókn á spilahegðun fólks bendir til að langflestir Íslendingar annaðhvort stundi ekki peningaspil eða geri án nokkurra vandræða. Hvaða ályktun er dregin af þessu? Jú, það þarf klárlega að banna póker á netinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fleira fólk – færri bílar

Yfirlýstur tilgangur með lokun á hluta Laugavegs fyrir bílaumferð síðasta sumar var að efla mannlíf og verslun við götuna. Óhætt er að segja að það hafi tekist vonum framar. Stemningin á Laugaveginum milli Vatnsstígs og Skólavörðustígs í júlí var í einu orði sagt frábær.

Skoðun
Fréttamynd

Bíla-Ísland

Ég ætla að byrja á játningu. Ég öfunda Bíla-Ísland. Á Bíla-Íslandi er skilvirkt markaðshagkerfi. Þar kostar allt sitt, en allt er til. Bíla-Ísland virkar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stofnun ríkisolíufélags

Norðmenn ráða yfir gríðarmiklum olíu- og gasauðlindum. Engu að síður sáu Norðmenn ástæðu til að fagna í nóvember síðastliðnum þegar birtar voru niðurstöður olíu- og gasrannsókna á Jan Mayen hryggnum.

Skoðun
Fréttamynd

Ungt fólk í fókus hjá Samfylkingunni

Þremur árum eftir hrun telur enn stór hluti ungs fólks á Íslandi að tækifærin séu fleiri og betri utan Íslands. Þeirri stöðu þurfum við að snúa við. Samfylkingin lítur á það sem lykilverkefni að setja fram skýra framtíðarsýn um heilbrigt og gott samfélag. Á nýafstöðum landsfundi flokksins var því samþykkt aðgerðaáætlun um málefni ungs fólks þar sem hagsmunir og tækifæri komandi kynslóðar er í brennidepil. Um helgina býður flokkurinn fulltrúum ungs fólks alls staðar af landinu til hugmyndasmiðju og samræðna um þær hugmyndir og lausnir sem brýnt er að vinna að í náinni framtíð.

Skoðun
Fréttamynd

Mamma, ég held að þú sért með krabbamein

Samfélagstúlkun er túlkun fyrir einstaklinga sem ekki geta tjáð sig nægilega vel á íslensku í viðtölum þar sem mikið er í húfi, eins og í heilbrigðiskerfinu, í félagsþjónustunni, í foreldraviðtali eða við skilnað. Starf þessara túlka er mjög krefjandi, það er ekki nóg að geta talað tvö tungumál sæmilega til að vera túlkur.

Skoðun
Fréttamynd

Allar íbúðir eins

Á Íslandi er bannað að byggja hagkvæmar íbúðir. Ef einhver vill búa í lítilli íbúð þá má það ekki. Ef einhver telur sig ekki hafa þörf fyrir geymslu eða þvottahús þá veit ríkið betur. Það er eins og það gleymist að fólk geti verið ólíkt, og með ólíkar þarfir á mismunandi tímum.

Skoðun
Fréttamynd

Harmur kirkjunnar

Það er auðvelt að afgreiða kirkjuna sem afdankaða og úrelta stofnun. Það á við um fleiri stofnanir í samfélaginu. En líklega er það of auðvelt. Kirkjan hefur hlutverki að gegna þótt skoðanir geti verið skiptar um hvert það hlutverk sé eða hvernig því sé sinnt. Víða um heim er kirkjan öflugur málsvari mannhelgi, frelsis og róttækni, og lætur sig órétt og kúgun varða. Vandi kirkjunnar hér á landi er ekki síst sá að hún hefur alla tíð samsamað sig valdinu og varðstöðunni um það. Á Íslandi hafa valdastéttirnar og kirkjan átt samleið um aldaraðir.

Skoðun
Fréttamynd

Komið nóg, Ólafur

Ólafur Ragnar Grímsson hélt blaðamannafund á Bessastöðum í vikunni, hrærður og hlessa yfir því að Guðni Ágústson skyldi birtast þar með undirskriftir sér til stuðnings. Sá leikþáttur sem þar var settur upp var ekki sérlega trúverðugur. En þótt Ólafur neiti því að um fyrirframákveðna atburðarrás hafi verið að ræða þá geta allir dæmt um hvort þögn hans við fjölmiðla, afskiptaleysi af undirskriftasöfnun sér til stuðnings og sérstakir "opnir dagar“ á Bessastöðum í henni miðri styrki þá sögu eða ekki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þingið sem treysti sér ekki

Stjórnarskrá Íslands verður ekki breytt nema með samþykki tveggja þinga með kosningum á milli. Það vald verður að óbreyttu ekki framselt annað. Né heldur er hægt að framselja ábyrgðina af því að vandað sé til verksins, þótt þingið kunni að langa til þess.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sýndarsamráð

Mikil óánægja er ríkjandi í mörgum hverfum Reykjavíkur vegna vinnubragða meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins í skólamálum. Á síðasta ári knúði meirihlutinn í gegn vanhugsaðar og illa undirbúnar breytingar á skólahaldi þrátt fyrir mótmæli þúsunda foreldra og viðvaranir fjölmargra fagaðila. Bentu þessir aðilar m.a. á að stefnumörkun lægi ekki fyrir og að hvorki hefði verið sýnt fram á fjárhagslegan né faglegan ávinning vegna breytinganna. Þau svör fengust að stefnumótun yrði unnin samhliða breytingum og að í þeirri vinnu yrði náið samráð haft við nemendur, foreldra og kennara.

Skoðun
Fréttamynd

Stattu upp!

Með nýju ári óx þjónustusvæði Strætó til muna með samningum fyrirtækisins við Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi. Nú eru farnar um ellefu ferðir á dag til Selfoss, þrjár til Hvolsvallar og ein til Víkur í Mýrdal. Einu sinni í viku er svo farið alla leið til Hafnar í Hornafirði.

Skoðun