Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Þetta er ekki allt að koma með fjár­laga­frum­varpinu

Fjár­laga­frum­varpið dreg­ur ekki úr verðbólgu­vænt­ing­um, eft­ir­spurn og fram­boðsskorti á hús­næði fyr­ir venju­legt fólk. Rík­is­fjár­mál­un­um er ekki beitt gegn verðbólg­unn­i, aðhald minnk­ar og halla­rekst­ur dreg­ur ekki úr verðbólgu.

Skoðun
Fréttamynd

Engum til sóma

Þessi þingvetur fer nú eiginlega ekkert sérstaklega vel af stað eftir þingsetningu í síðustu viku. Það fer ákaflega lítið fyrir stjórnarmálum á Alþingi, að undanskildu fjárlagafrumvarpinu, sem mun lítið gera til að lina fjárhagslegar þjáningar fólks og fyrirtækja vegna hárrar verðbólgu og séríslensku ofurvaxtanna.

Skoðun
Fréttamynd

Öryggi sjúk­linga – gerum og greinum betur

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin setti 17. september sem Alþjóðadag sjúklingaöryggis. Öryggi snýst um það að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætluð er til að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Því miður verða sk. óvænt atvik sem eruskilgreind í lögum semóhappatilvik, mistök, vanræksla eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni.

Skoðun
Fréttamynd

Að standa með konum og kerfis­breytingum

Kerfisbreytingar á leikskólakerfinu í Kópavogi virðast hafa truflað ýmsar konur. Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, Auður Önnu Magnúsdóttir, lýsir þeim sem birtingarmynd í bakslagi jafnréttisbaráttunnar og Dagný Ósk Aradóttir, lögfræðingur BSRB, segir Kópavogsmódeldið ógn við jafnrétti.

Skoðun
Fréttamynd

Á­kall um að­gerðir!

Það þarf oft alvarlega atburði svo stjórnvöld vakni við og grípi til aðgerða og sá alvarlegi atburður sem varð þegar farþega rúta brann rétt utan við gangnamunna Vestfjarðarganga hlýtur að vekja stjórnvöld við og að ráðist verði í viðunandi ráðstafanir í Vestfjarðargöngum sem eru orðin eins og rússnesk rúlletta með mikilli umferð og einbreiðum göngum að stærstum hluta.

Skoðun
Fréttamynd

Evrópska vexti takk!

Nú hefur evrópski Seðlabankinn lækkað vexti. Þannig standa meginvextir bankans í 3.50%. Í kjölfarið lækkaði danski seðlabankinn meginvexti sína í samræmi við þessa lækkun. Í óvenjulegum ytri skilyrðum vegna heimsfaraldurs og innrásar Rússa í Úkraínu fóru stýrivextirnir hæst í 4% í Evrópu.

Skoðun
Fréttamynd

Mann­gerðar hörmungar á Flat­eyri

Spilling íslenska kvótakerfisins birtist m.a. í furðulegum undirlægjuhætti stjórnvalda með þeim stóru í greininni á meðan nýliðun er gerð erfiðari og nánast útilokuð. Það er t.d. gert með sérstökum vigtarreglur fyrir þá stóru sem reka, samhliða útgerð, eigin fiskvinnslu og eru reglurnar þeim mun hagstæðari en þær reglur sem gilda fyrir þá minni. Afleiðingin er hröð samþjöppun í greininni og byggðaröskun.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt upp­haf!

„Hér er allt í fína lagi í þjóðfélaginu“, segir formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, en fylgið er hverfandi og því þurfum að leita rótanna og sveigja til hægri í pólitíkinni.

Skoðun
Fréttamynd

Skattaafsláttur af börnum

Í dag gengur síðasti þingvetur kjörtímabilsins í garð og Alþingi verður sett í 155. sinn. Ég notaði sumarið til undirbúnings að vanda og átti fjölmarga góða fundi. Niðurstaðan er sú að í dag mun ég leggja fram nokkur þingmál sem ég hef unnið að – nokkur ný, en önnur eru lögð fram að nýju.

Skoðun
Fréttamynd

Við mót­mælum…

Einstæð móðir á örorkubótum hefur með harðfylgi og útsjónarsemi náð að eignast og halda íbúð. Hún festi vexti fyrir nokkrum árum og hefur greitt 120.000 krónur á mánuði af lánunum. En svo „féll snjóhengjan“, vextirnir losnuðu og núna á hún að greiða 270.000 krónur í hverjum mánuði.

Skoðun
Fréttamynd

Varist eftir­líkingar

Í gærdag steig borgarstjóri fram á ritvöllinn með sína fyrstu yfirlýsingu um breytingar í borginni, rúmum tveimur árum eftir kjör hans í borgarstjórn. Breytingarnar sagði hann felast í stórbættum fjárhag Reykjavíkur í kjölfar aðhaldsaðgerða. Þetta kallar á nánari skoðun.

Skoðun
Fréttamynd

Ég svelt þá í nafni kven­réttinda

„Ég svelt þá í nafni kvenréttinda” eru orð foreldris sem mætti á borgaraþing um málefni 0-6 ára í Reykjavík vegna gagnrýni á heimgreiðslur. Skoðunin er sennilega speglun á skoðun margra heimila í sömu stöðu sem eru búin með fæðingarorlofið og róa þungan róður vegna tekjutaps því að dagvistunarpláss eru af skornum skammti.

Skoðun
Fréttamynd

Breytingar, gjörið svo vel

Lykillinn að því að geta veitt borgarbúum góða þjónustu er að reka borgina með ábyrgum hætti. Í upphafi kjörtímabilsins kom í ljós 16 milljarða halli á borgarsjóði. Meirihlutinn einsetti sér að snúa honum í afgang á tveimur árum.

Skoðun
Fréttamynd

Um fyrir­sjáan­leika afla­heimilda og tvö­feldni SFS

Ég hygg að vandfundin sé sú löggjöf, sem skilað hefur meiri efnahagslegum árangri en lögin um stjórn fiskveiða. Samt er það svo að einmitt þessi lög hafa verið endurtekið deiluefni í hverjum kosningum frá því að þau voru sett fyrir 33 árum síðan.

Skoðun
Fréttamynd

Börn eru fjör­egg þjóðar

Eitt af mikilvægustu verkefnum hvers samfélags er að hlúa vel að börnum því þau eru framtíð þjóðar og okkar mesti fjársjóður. Nóbelsverðlaunahafinn James Heckman hefur jafnframt bent á að það sé ekkert eins arðbært fyrir samfélag og að sinna börnum vel; að fjárfesta í börnum og ungmennum.

Skoðun
Fréttamynd

Að grípa börn

Mjög réttmæt gagnrýni á úrræðaleysi gagnvart börnum með fjölþættan vanda hefur komið fram á síðastliðnum dögum. Fyrir nokkrum árum lokaði ríkið tugum úrræða fyrir börn með flókinn og margvíslegan vanda, án þess að nokkuð annað kæmi í staðinn. Það var slæm ákvörðun. Meðferðarheimilið Stuðlar er þó enn starfandi eins og kunnugt er. Þegar öðrum úrræðum ríkisins var lokað var sveitarfélögunum gert að leysa málin á meðan leitað yrði annarra lausna og hefur það reynst mörgum þeirra hreinlega ofviða.

Skoðun
Fréttamynd

Það versta er að bíða og gera ekki neitt

Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt inn fyrirspurnir til Reykjavíkurborgar og skóla og frístundaráðs hvort verið sé að bíða eftir hvaða skref ráðherra barnamála taki í lestrarkennslumálum eða hvort sviðið ætli að leggja fram sínar hugmyndir um t.d. hvernig hægt er að styðja börn enn frekar í lestrarnámi með það að markmiði að auka lesskilning?

Skoðun
Fréttamynd

Af­neitun alkans

Mér finnst ég oft geta heimfært afneitun alkóhólistans upp á íslenskt samfélag. Þá sérstaklega þegar rætt er um íslensku krónuna og hvort hún geti mögulega verið rót þeirra vandamála sem upp koma í íslensku samfélagi aftur og aftur.

Skoðun
Fréttamynd

Friðarsúlan skín skærar

Útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono hefur verið magnað tákn um mikilvægi friðar frá því verkið var opinberað 2007.

Skoðun
Fréttamynd

Ára­tugur í borginni

Píratar eru búnir að vera í borgarstjórn síðan Halldór Auðar náði kjöri árið 2014. Síðan eru liðin tíu ár. Og þess vegna viljum við bjóða fólki að koma og fagna með okkur í Tjarnarsal ráðhússins í dag klukkan 16.

Skoðun
Fréttamynd

Ein þjóð í einu landi

Ítrekað hefur verið sýnt fram á áhugaleysi núverandi stjórnvalda á málefnum landsbyggðarinnar þrátt fyrir allar þær tekjur sem hún skaffar ríkissjóði. Má þar t.d.benda á tekjur ríkisins er berast frá Fjarðabyggð sem skilar einna hæstu tekjum í ríkissjóð per íbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Er kannski komið að því að skoða eitt­hvað annað en genin?

Ég er í Færeyjum þessa dagana. Ég er alltaf dálítið skotin í Færeyjum. Hér er einstaklega fallegt og það er sjarmerandi að sjá öll torfþökin hér í miðbæ Þórshafnar. Færeyska tungumálið heillar og það gerir fólkið líka. Það er einhvern veginn bara létt yfir - þrátt fyrir rigninguna.

Skoðun
Fréttamynd

Vel­ferð á þínum for­sendum

Þau sem hafa búið og alist upp í borginni þekkja það vel hvernig borgin hefur breyst og stækkað. Sjálf ólst ég upp í Breiðholtinu inn á fullorðinsár og fluttist þaðan yfir ána í Árbæinn. Á þeim árum voru Árbær og Breiðholt útverðir borgarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Glæpur án tjóns?

Innherji á Vísi birti í gær langa endursögn á skýrslu, sem tveir hagfræðingar unnu fyrir Eimskip, ásamt ummælum Vilhelms Más Þorsteinssonar, forstjóra skipafélagsins. Hagfræðingarnir, þeir Birgir Þór Runólfsson og Ragnar Árnason, voru fengnir til að rýna mat ráðgjafarfyrirtækisins Analytica á tjóni af völdum samráðsbrota Eimskips og Samskipa.

Skoðun