Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 1. nóvember 2024 13:00 Við búum við efnahagsstjórn sem mælir velgengni samfélagsins á stöðu og styrk bankanna. Þetta hefur margoft komið fram í málflutningi Seðlabankastjóra og fjármálaráðherra. Ég var að renna yfir níu mánaða uppgjör bankanna þriggja. Arion, Landsbankans og Íslandsbanka. Það sem er áhugavert, lesist ógeðfellt, er að arðsemi bankanna hækkar verulega á Þriðja ársfjórðungi þessa árs. Arion fer úr 12,9% í 16,1%. Íslandsbanki fer úr 11% í 13,2% og Landsbankinn fer úr 10,9% í 14%. Á sama tíma eru skuldsett heimili og fyrirtæki að berjast í bökkum við að halda sér á lífi. Þeim er að blæða út. En það er meira. Samanlagðar hreinar vaxtatekjur bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins, voru 115,5 milljarðar. Samanlagðar þjónustutekjur bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins, voru 29,6 milljarðar. Samanlagður hagnaður bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins voru 62,7 milljarðar. Til samanburðar var upphaflegur áætlaður kostnaður við uppkaup á öllu húsnæði Grindvíkinga um 60 milljarðar, en endanlegur kostnaður verður líklega nær 74 milljörðum. Hreinar vaxtatekjur og þjónustugjöld bankanna þriggja nemur tvöfaldri þeirri upphæð, á níu mánuðum. Á sama tíma fækka bankarnir starfsfólki, skerða þjónustu og loka útibúum, og byggja höfuðstöðvar á dýrasta stað. Tvöföld upphæð sem kostaði að kaupa húsnæði heils bæjarfélags! Þrír bankar! Níu mánuðir! Erum við öll að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn hárri verðbólgu og vöxtum? Af 9 mánaða uppgjöri bankanna, og stærstu fyrirtækja á markaði, er svarið NEI! Raunstýrivextir (vextir umfram verðbólgu) eru 3,9% og 5,6% ef við notum samræmda vísitölu Eurostad. Og nei, þetta er ekki krónunni að kenna! Þetta er efnahagsstjórnin sem við búum við. Þetta er efnahagsstjórninni að kenna, engu öðru og engum öðrum en þeim sem henni stjórna. Í Danmörku bjóðast fastir óverðtryggðir 2,33% vextir í 5 ár (F5 lán). Á Íslandi eru þeir 8,75% til 9,75%. Verðbólga í Danmörku er 1,20%. Á íslandi eru breytilegir óverðtryggðir vextir á húsnæðislánum frá 10,75% til 11,75% og verðtryggð húsnæðislán á 4,6% til 5,8% vöxtum. Í öllum samanburði búum við á Íslandi við ástand sem hvergi þætti boðlegt meðal samanburðarþjóða. Við búum við efnahagsstjórn sem er knúin áfram í þágu fjármagns og sérhagsmuna. Við þurfum að vakna og það er hlutverk okkar sem erum í framlínu hagsmunabaráttu launafólks og stjórnmála að fræða,og ögra ríkjandi hugmyndafræði. Boða breytingar og hafa kjark til að fylgja þeim eftir. Gefa fólkinu okkar von og framtíðarsýn. Því við getum ekki látið þetta viðgangast lengur. Ef við viljum breytingar þá verðum við að kjósa breytingar. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Við búum við efnahagsstjórn sem mælir velgengni samfélagsins á stöðu og styrk bankanna. Þetta hefur margoft komið fram í málflutningi Seðlabankastjóra og fjármálaráðherra. Ég var að renna yfir níu mánaða uppgjör bankanna þriggja. Arion, Landsbankans og Íslandsbanka. Það sem er áhugavert, lesist ógeðfellt, er að arðsemi bankanna hækkar verulega á Þriðja ársfjórðungi þessa árs. Arion fer úr 12,9% í 16,1%. Íslandsbanki fer úr 11% í 13,2% og Landsbankinn fer úr 10,9% í 14%. Á sama tíma eru skuldsett heimili og fyrirtæki að berjast í bökkum við að halda sér á lífi. Þeim er að blæða út. En það er meira. Samanlagðar hreinar vaxtatekjur bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins, voru 115,5 milljarðar. Samanlagðar þjónustutekjur bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins, voru 29,6 milljarðar. Samanlagður hagnaður bankanna þriggja, fyrstu 9 mánuði ársins voru 62,7 milljarðar. Til samanburðar var upphaflegur áætlaður kostnaður við uppkaup á öllu húsnæði Grindvíkinga um 60 milljarðar, en endanlegur kostnaður verður líklega nær 74 milljörðum. Hreinar vaxtatekjur og þjónustugjöld bankanna þriggja nemur tvöfaldri þeirri upphæð, á níu mánuðum. Á sama tíma fækka bankarnir starfsfólki, skerða þjónustu og loka útibúum, og byggja höfuðstöðvar á dýrasta stað. Tvöföld upphæð sem kostaði að kaupa húsnæði heils bæjarfélags! Þrír bankar! Níu mánuðir! Erum við öll að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn hárri verðbólgu og vöxtum? Af 9 mánaða uppgjöri bankanna, og stærstu fyrirtækja á markaði, er svarið NEI! Raunstýrivextir (vextir umfram verðbólgu) eru 3,9% og 5,6% ef við notum samræmda vísitölu Eurostad. Og nei, þetta er ekki krónunni að kenna! Þetta er efnahagsstjórnin sem við búum við. Þetta er efnahagsstjórninni að kenna, engu öðru og engum öðrum en þeim sem henni stjórna. Í Danmörku bjóðast fastir óverðtryggðir 2,33% vextir í 5 ár (F5 lán). Á Íslandi eru þeir 8,75% til 9,75%. Verðbólga í Danmörku er 1,20%. Á íslandi eru breytilegir óverðtryggðir vextir á húsnæðislánum frá 10,75% til 11,75% og verðtryggð húsnæðislán á 4,6% til 5,8% vöxtum. Í öllum samanburði búum við á Íslandi við ástand sem hvergi þætti boðlegt meðal samanburðarþjóða. Við búum við efnahagsstjórn sem er knúin áfram í þágu fjármagns og sérhagsmuna. Við þurfum að vakna og það er hlutverk okkar sem erum í framlínu hagsmunabaráttu launafólks og stjórnmála að fræða,og ögra ríkjandi hugmyndafræði. Boða breytingar og hafa kjark til að fylgja þeim eftir. Gefa fólkinu okkar von og framtíðarsýn. Því við getum ekki látið þetta viðgangast lengur. Ef við viljum breytingar þá verðum við að kjósa breytingar. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun