Þorsteinn Már segir af sér sem stjórnarformaður Framherja Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum. Viðskipti innlent 18. nóvember 2019 14:01
Hátt í 180 þúsund skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um að hætta sjókvíaeldi Um 180 þúsund einstaklingar, um allan heim, hafa lagt nafn sitt við áskorun til stjórnvalda í Noregi, Skotlandi, Írlandi og á Íslandi um að stöðva útgáfu leyfa fyrir nýjum opnum sjókvíaeldisstöðvum og um að setja fram skuldbindandi áætlun um að nema þegar útgefin leyfi úr gildi í áföngum. Innlent 18. nóvember 2019 13:13
Sólveig Anna telur framferði Þorsteins Más lágkúrulegt Tekist var á um ýmsa fleti Samherjamálsins í Silfrinu í dag. Innlent 17. nóvember 2019 14:45
Forstjóri Samherja veit ekki hvort lög voru brotin Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar honum bauðst að taka við stöðu forstjóra fyrirtækisins, seint á miðvikudagskvöld. Daginn eftir var tilkynnt að Þorsteinn Már Baldvinsson myndi draga sig í hlé meðan innri rannsókn fyrirtækisins á starfsemi Samherja í Namibíu stendur yfir, en hún er í höndum norskrar lögmannsstofu. Innlent 17. nóvember 2019 12:36
Kristján Þór boðaður á fund atvinnuveganefndar vegna Samherjaskjalanna Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir að málið sé af þeirri stærðargráðu að það sé afar brýnt að sjávarútvegsráðherra ræði sem allra fyrst við þingmenn. Innlent 17. nóvember 2019 10:36
Sagði umfjöllun „árás á starfsmenn Samherja“ Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri Samherja, stappaði stálinu í starfsfólk félagsins á fundi í fiskvinnslu félagsins á Dalvík á fimmtudaginn. Innlent 16. nóvember 2019 17:46
Meint brot Samherja í andstöðu við það sem atvinnulífið vill standa fyrir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að ef ásakanir á hendur Samherja reynist sannar sé það framferði í andstöðu við það sem íslenskt atvinnulíf vill standa fyrir. Innlent 16. nóvember 2019 13:48
„Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. Innlent 16. nóvember 2019 11:55
Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. Innlent 16. nóvember 2019 10:03
Harmar að vera dreginn inn í umfjöllun um Samherjaskjölin Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inní umræðu um Samherjaskjölin. Innlent 15. nóvember 2019 20:00
Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir Kveik Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir umfjöllun Kveiks.. Hún segir eðlilegt að allsherjar rannsókn verði gerð á fyrirtækinu í þremur löndum. Innlent 15. nóvember 2019 18:42
Báðu Samherja um ráð til að blekkja veiðiheimildir út úr Grænlendingum Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað félaga sína í Samherja um ráðleggingar varðandi það hvernig beita mætti blekkingum á Grænlandi til að komast mætti yfir veiðiheimildir og afla velvildar heimamanna. Innlent 15. nóvember 2019 06:05
Taka ásökunum á hendur Samherja alvarlega Formaður fiskútflytjenda er sannfærður um að aðilar hér á landi hafi nú þegar fundið fyrir áhrifum kaupenda erlendis vegna Samherjamálsins. Innlent 14. nóvember 2019 21:00
Segir erfið verkefni bíða sín sem forstjóri Samherja Stjórn Samherja óskaði eftir því að Björgólfur tæki starfið að sér á meðan Þorsteinn Már Baldvinsson stígur til hliðar sem forstjóri þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. Viðskipti innlent 14. nóvember 2019 18:30
Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. Innlent 14. nóvember 2019 16:15
Gefa björgun bátsins upp á bátinn Rannsóknardeild lögreglunnar á Vestfjörðum hefur í dag tekið skýrslur af fjórum skipverjum á fiskibátnum Einari Guðnasyni sem strandaði við Gölt, á utanverðum Súgandafirði, í gærkvöldi. Innlent 14. nóvember 2019 15:40
Dalvíkingar ósáttir við að Fiskidagurinn sé bendlaður við Samherjamálið Framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík, ræddi málið við umsjónarmenn Bítisins í morgun. Innlent 14. nóvember 2019 10:22
Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. Innlent 14. nóvember 2019 10:02
Tók langan tíma að byggja upp traust Fiskifræðingur sem starfaði fyrir Ísland í Namibíu segir orðspor Íslands stórskaðað. Hann tekur framferði Samherja nærri sér á persónulegan hátt en langan tíma hafi tekið að byggja upp traust til Íslands í Namibíu. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda skipti öllu máli. Innlent 14. nóvember 2019 06:15
Leiðtogum stjórnarflokkanna brugðið og vilja ýtarlega rannsókn Leiðtogum stjórnarflokkanna var öllum brugðið við fréttirnar af meintum mútugreiðslum og öðru háttarlagi Samherja í Namibíu. Innlent 13. nóvember 2019 19:45
Eva Joly segir að dómstólar þurfi að taka mál Samherja til sín Eva Joly, sérfræðingur í fjármálaglæpum og þingmaður, segir í höndum dómstóla hér á landi, í Namibíu, Angóla og Noregi að leggja mat á viðskiptahætti Samherja. Hún hefur undirbúið sig fyrir mál uppljóstrarans ásamt hópi lögmanna í nokkra mánuði. Innlent 13. nóvember 2019 19:30
Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. Innlent 13. nóvember 2019 19:00
Gefur tilefni til að rannsaka viðskiptahætti Samherja hér á landi Formaður ASÍ segir að samúðin sé hjá namibísku þjóðinni eftir þær ásakanir sem komu fram á RÚV í gær um viðskiptahætti Samherja þar í landi. Formaður Sjómannasambandsins segir að það eitt að vera sakaður um ólöglega viðskiptahætti hafi skaðleg áhrif á orðstýr landsins. Innlent 13. nóvember 2019 19:00
„Brýnt að málið verði rannsakað og hið rétta komi fram“ Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir að þær ásakanir sem komið hafa fram á hendur Samherja vegna starfsemi fyrirtækisins í Afríku séu í eðli sínu alvarlegar. Innlent 13. nóvember 2019 17:16
Bjarni segir ekkert benda til sektar Kristjáns Bjarni Benediktsson sér ekkert í gögnum Kveiks sem bendlar Kristján Þór Júlíusson við ólöglega starfsemi. Innlent 13. nóvember 2019 16:56
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. Innlent 13. nóvember 2019 15:30
Björn Bjarnason segir um atlögu RÚV að Samherja að ræða Fyrrverandi ráðherra gefur lítið fyrir fréttir RÚV af spillingarmálum Samherja í Namibíu. Innlent 13. nóvember 2019 15:29
„Fjarstæðukennd tilhugsun“ að Samherji múti íslenskum stjórnmálamönnum Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, leggur ríka áherslu á að sú mynd sem dregin var upp í Kveiksþætti gærkvöldsins af starfsemi Samherja í Namibíu verði rannsökuð til hlítar. Innlent 13. nóvember 2019 14:45
Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. Innlent 13. nóvember 2019 13:31
Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Gunnar Smári Egilsson telur nánast útilokað annað en að mútugreiðslur tíðkist á Íslandi. Innlent 13. nóvember 2019 12:37