Samherjaskjölin

Samherjaskjölin

30 þúsund skjöl um viðskiptahætti Samherja í Namibíu voru birt á vef WikiLeaks. Á sama tíma birtist umfjöllun um málið í þættinum Kveik og hjá Stundinni.

Fréttamynd

Þingmenn skulda Samherja engar skýringar

Rætt var um Samherjamálið í umræðum um störf þingisins á Alþingi í dag og gerði Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, bréf sem fyrirtækið sendi menntamálaráðherra að umtalsefni.

Innlent
Fréttamynd

Ætla ekki að tjá sig um afsökunarbeiðnina

Stjórnendur Samherja ætla sér ekki að útskýra frekar yfirlýsingu þeirra þar sem beðist var afsökunar á harkalegum viðbrögðum þeirra við umfjöllun um fyrirtækið og málefni þess í Namibíu og víðar. Yfirlýsingin, sem send var út í gær, hefur vakið spurningar.

Innlent
Fréttamynd

Samherji bað Lilju um útskýringu á ummælum hennar

Lögmaður á vegum Samherja sendi bréf til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, þar sem þess var óskað að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún átti við þegar hún sagði á þingi að fyrirtækið hefði gengið of langt.

Innlent
Fréttamynd

„Ein­stakt, for­­dæma­­laust og graf­al­var­­legt“

Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir þá gagnrýni að frétta- og fjölmiðlamenn séu viðkvæmir og þoli ekki gagnrýni. Þeir sem starfi á þeim vettvangi séu ýmsu vanir og því sé kjánalegt að setja hlutina í það samhengi. Þá sé það fordæmalaust að fjölmiðlamaður þurfi að þola árásir líkt og Helgi Seljan hefur gert í kjölfar umfjöllunar Kveiks um Samherja. 

Innlent
Fréttamynd

Sam­herji biðst af­sökunar

„Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“

Innlent
Fréttamynd

Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur til­efni til van­trausts

Katrín Jakobs­dóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíus­sonar, sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins, sem gefi henni til­efni til að van­treysta honum. Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og for­manni Sjálf­stæðis­flokksins finnst ekki eðli­legt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæru­liða­deildar“ Sam­herja.

Innlent
Fréttamynd

Segir „skæru­liða­deildina“ hluta af stærra neti innan Sam­herja: „Þetta er komið á mjög hættu­lega braut“

Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari og fyrrverandi stjórnandi hjá Samherja í Namibíu, segir fregnir síðustu daga af „skæruliðadeild“ Samherja ekki koma sér á óvart. Hún sé aðeins hluti af stærra neti innan fyrirtækisins sem „ráðist á fólk“ og fleiri vinni að slíkum herferðum. Að hans mati muni enda illa ef yfirvöld stigi ekki inn í málið.

Innlent
Fréttamynd

Hörð viðbrögð komu Sigríði í opna skjöldu

Sigríður Dögg Auðunsdóttir er nýtekin við formennsku í Blaðamannafélagi Íslands og óhætt er að segja að hún byrji með látum. Ályktun stjórnar BÍ, sem hún skrifaði undir aðeins degi eftir að hún tók við formennskunni hefur reynst afdrifaríkt.

Innlent
Fréttamynd

Sam­herji segir sekt DNB-bankans ekki tengjast við­skiptum sínum

Samherji segist enga aðild eiga að máli norska fjármálaeftirlitsins gagnvart DNB-bankanum, sem í dag var sektaður um 400 milljónir norskra króna, eða um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. Þá segist Samherji engar upplýsingar hafa um þessa sektarákvörðun umfram það sem birst hefur opinberlega.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Trúnaðar­maður á Morgun­blaðinu segir af sér vegna af­skipta BÍ

Trúnaðarmaður Blaðamannafélags Íslands á Morgunblaðinu hefur sagt af sér vegna afskipta stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu Samherja á mbl.is. Hann telur að með afskiptum sínum fari stjórn félagsins langt út fyrir sitt hlutverk og segist hann ekki treysta sér til að verja þau afskipti sem fulltrúi félagsins á Morgunblaðinu.

Innlent