Beyoncé, Billie Eilish, Finneas og Reba McEntire koma fram á Óskarnum Akademían hefur tilkynnt að Beyoncé, Billie Eilish ásamt bróður sínum Finneas, Reba McEntire og Sebastián Yatra munu flytja fjögur af þeim fimm lögum sem tilnefnd eru til Óskarsins. Lífið 24. mars 2022 11:31
Hita upp fyrir Óskarinn Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að fylgja þér í gegnum Óskarinn á sunnudaginn og tóku þær forskot á sæluna með sérstökum upphitunarþætti. Þær ætla að vera með ykkur á vaktinni á Vísi frá því að fyrsta stjarnan mætir og þangað til að sú síðasta fer heim. Lífið 23. mars 2022 15:01
Fékk ekki boð á Óskarinn Rachel Zegler leikur Maríu Vasquez í endurgerð West side story sem er tilnefnd sem besta myndin á hátíðinni en hún segist ekki hafa fengið boð á Óskarinn í ár. Hún segist ætla að hvetja myndina áfram af sófanum heima hjá sér en vonast enn eftir kraftaverki. Lífið 22. mars 2022 13:30
Spielberg vill að allir sitji við sama borð á Óskarnum Leikstjórinn Steven Spielberg er ósammála ákvörðun Óskarsverðlaunanna um að afhenda átta verðlaun áður en beina útsendingin hefst. Honum finnst að allir sem búi til bíómyndir eigi að fá að sitja við sama borð og vera partur af formlegu hátíðinni. Lífið 9. mars 2022 09:30
Kynnar á Óskarsverðlaunahátíðinni eftir þriggja ára hlé Eftir þrjár Óskarsverðlaunahátíðir í röð án kynnis verður nú breyting á. Þrjár konur – þær Regina Hall, Amy Schumer og Wanda Sykes – munu sameiginlega taka að sér hlutverkið á 94. Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer 27. mars næstkomandi. Lífið 15. febrúar 2022 08:09
Hjónin Javier Bardem og Penelope Cruz fengu bæði tilnefningu til Óskarsins Það hefur eflaust verið mikil gleði á heimili hjónanna Javier Bardem og Penelope Cruz í dag þegar þau hlutu bæði tilnefningu til Óskarsins. Javier fékk tilnefningu sem leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni Being the Ricardos og Penelope Cruz fékk tilnefningu sem leikkona í aðalhlutverki fyrir Parallel Mothers. Lífið 8. febrúar 2022 17:00
Beyoncé tilnefnd til Óskarsins - Allar tilnefningarnar Tilnefningar til Óskarsins voru gefnar út í dag og sáu þau Tracee Ellis Ross og Leslie Jordan um að kynna þær. Hátíðin mun fara fram þann 27. mars og var spennan fyrir tilnefningunum gríðarlega sérstaklega þar sem Íslendingar áttu möguleika á tilnefningu fyrir Dýrið. Lífið 8. febrúar 2022 15:01
Dýrið ekki tilnefnt til Óskarsverðlaunanna Íslenska kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hlaut ekki Óskarstilnefningu í flokki erlendra mynda. Bíó og sjónvarp 8. febrúar 2022 13:38
Tilnefningar til Óskarsins hafa verið kynntar en Dýrið komst ekki áfram Í dag verða tilnefningar til Óskarsins árið 2022 kynntar í beinni útsendingu á YouTube-síðu Óskarsverðlaunanna. Í ár eru það Tracee Ellis Ross og Leslie Jordan sem afhjúpa hverjir eiga möguleika á því að vinna verðlaunin þetta árið. Bíó og sjónvarp 8. febrúar 2022 11:29
Miklar getgátur um kynni Óskarsverðlaunanna Miklar getgátur hafa verið um það hver mun verða fyrir valinu sem kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni 2022, en það verður í fyrsta skipti síðan 2018 sem athöfnin verður með kynni. Tilnefningar til verðlaunanna verða gefnar út 8. febrúar og athöfnin sjálf fer fram 27. mars. Lífið 15. janúar 2022 10:01
Í adrenalínsjokki þegar Dýrið komst á lista Óskarsakademíunnar Framleiðandi kvikmyndarinnar Dýrsins segist í skýjunum með að kvikmyndin sé ein fimmtán mynda sem eiga möguleika á Óskarstilnefningu í flokki erlendra mynda. Það sé alltaf ánægjulegt þegar Íslendingar njóti velgengni erlendis. Bíó og sjónvarp 22. desember 2021 15:00
Dýrið komið skrefi nær tilnefningu til Óskarsins Kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar er meðal fimmtán kvikmynda sem eiga möguleika á Óskarstilnefningu á næsta ári í flokki erlendra mynda. Bíó og sjónvarp 21. desember 2021 21:59
Og Óskarinn hlýtur... Hvaða myndir eru líklegastar þetta árið? Nú styttist í áramót og því aðeins einn og hálfur mánuður til stefnu fyrir útgáfu kvikmynda sem ætla að vera með í Óskarshítinni. Það er einmitt innan þess tímaramma sem kvikmyndaverin senda frá sér flestar þær myndir sem þau telja líklegar til afreka. Bíó og sjónvarp 17. nóvember 2021 14:31
Dýrið verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Kvikmyndin Dýrið (LAMB) verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Bíó og sjónvarp 18. október 2021 12:34
Með tárin í augunum á Húsavík Segja má að Íslendingar hafi hringt inn Óskarsverðlaunin í ár þegar upphitun hátíðarinnar hófst með myndbandi frá Húsavík, þar sem sænska söngkonan Molly Sandén söng lag sitt Husavik - My Hometown með bakröddum úr heimabyggð, stúlknakórnum úr fimmta bekk í Borgarhólsskóla. Lífið 27. apríl 2021 10:30
Stjörnurnar sem skinu skærast á rauða dreglinum Óskarsverðlaunin voru afhent í 93. skipti í gær. Það voru margar stjörnur sem vöktu mikla athygli á rauða dreglinum og fengum við Ingunni Sig og Heiði Ósk okkar í HI beauty til þess að taka saman það sem stóð upp úr að þeirra mati. Tíska og hönnun 26. apríl 2021 11:33
Glenn Close stal senunni á Óskarnum þegar hún twerk-aði Leikkonan farsæla Glenn Close var viðstödd Óskarsverðlaunahátíðina í Los Angeles í nótt. Close var tilnefnd sem besta leikkonan í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Hillbilly Elegy. Lífið 26. apríl 2021 09:23
Nomadland valin best á Óskarsverðlaunum Kvikmyndin Nomadland fékk flestar styttur á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í nótt, eða þrjár talsins. Hún var valin besta myndin, Frances McDormand hreppti hnossið sem besta leikkona í aðalhlutverki og Chloé Zhao var valin besti leikstjórinn. Lífið 26. apríl 2021 03:40
Stoltir Húsvíkingar sáu á eftir Óskarsverðlaunum Húsvíkingar geta gengið sáttir frá borði þótt lagið Husavik úr Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hafi ekki unnið verðlaun fyrir besta lagið á Óskarsverðlaunahátíðinni í kvöld. Lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah hlaut verðlaunin. Lífið 26. apríl 2021 02:39
Íslendingar þurfa að bíða lengur eftir næstu Óskarsverðlaunum sínum Já fólkið, kvikmynd Gísla Darra Halldórssonar, var ekki kvikmyndin sem kom upp úr umslaginu á Óskarsverðlaunahátíðinni eins og Íslendingar vonuðust til. Myndin var tilnefnd í flokknum stuttar teiknimyndir ásamt fjórum öðrum myndum. Lífið 26. apríl 2021 01:23
Vaktin: Heimurinn horfði á stúlknakór við Húsavíkurhöfn Íslendingar hringdu inn Óskarsverðlaunin í ár þegar upphitun hátíðarinnar hófst með myndbandi frá Húsavík, þar sem sænska söngkonan Molly Sanden söng lag sitt Husavik - My Home Town með bakröddum úr heimabyggð, nefnilega stúlknakórnum úr fimmta bekk í Borgarhólsskóla. Bíó og sjónvarp 25. apríl 2021 22:55
Þakklátir Húsvíkingar moka peningum í RÚV Óskarsverðlaunin verða sýnd í Ríkissjónvarpinu í kvöld eftir að samningar náðust við Disney á síðustu stundu. Innlent 25. apríl 2021 19:12
Fetar ekki í fótspor Bjarkar á Óskarnum: „Ef ég væri með þetta hugrekki mætti ég í hrafnabúningi“ Gísli Darri Halldórsson, sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið, er staddur í Los Angeles í Kaliforníu vegna verðlaunahátíðarinnar sem fer þar fram í kvöld. Hann segist mjög spenntur fyrir hátíðinni en þó mest stressaður yfir því hvað hann ætti að segja vinni hann verðlaunin. Lífið 25. apríl 2021 14:32
Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. Bíó og sjónvarp 25. apríl 2021 09:00
Tuttugu ár frá svanakjól Bjarkar á Óskarnum Tuttugu ár eru síðan Ísland var senuþjófur á Óskarsverðlaunahátíðinni. Í Los Angeles þann 25. mars árið 2001 átti okkar eigin Björk Guðmundsdóttir ógleymanlegt augnablik. Tíska og hönnun 24. apríl 2021 10:01
Stúlknakór á Húsavík syngur í atriði á Óskarsverðlaunahátíðinni Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok apríl. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story og Fire Saga verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. Lífið 17. apríl 2021 09:12
Gríðarleg gleði og stemning á Húsavík í kjölfar Óskarstilnefningar „Við náttúrulega áttuðum okkur ekki á því þá að þetta ætti eftir að spila svona rosalega stóran þátt í okkar uppbyggingu til framtíðar,“ segir Örylgur Hnefill Örygsson hótelstjóri á Húsavík í viðtali við Ísland í dag. Lífið 7. apríl 2021 15:24
Hrífandi flutningur á Húsavík í söngvakeppni í Suður-Kóreu Lagið Húsavík var flutt í nýjustu þáttaröðinni af söngvakeppninni Phantom Singer: All Star í Suður-Kóreu. Fjórir keppendur áttu þar dramatískan flutning á laginu, sem finna má í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Lífið 16. mars 2021 13:32
„Það kom smá kjánalegt öskur og svo stóð ég bara frosinn“ Gísli Darri Halldórsson var svakalega hissa þegar Já-fólkið var á meðal þeirra fimm stuttu teiknimynda sem tilnefndar voru til Óskarsverðlauna. Bíó og sjónvarp 15. mars 2021 15:23
Konur fyrirferðamiklar í tilnefningum til Óskarsins Í dag voru tilnefningar til Óskarsins árið 2021 kynntar í beinni útsendingu á YouTube-síðu Óskarsverðlaunanna. Bíó og sjónvarp 15. mars 2021 14:01