Ólympíuleikar 2024

Ólympíuleikar 2024

Fréttir af Ólympíuleikunum sem fram fóru í París í Frakklandi dagana 26. júlí til 11. ágúst 2024.

Fréttamynd

Ólympíufari sem á ekki fyrir leigu

Bandaríski kringlukastarinn Veronica Fraley keppir í kvöld í kringluvarpi á Ólympíuleikunum í París. Hún vakti hins vegar athygli á því á samfélagsmiðlum að þrátt fyrir að skara fram úr í sinni íþróttagrein hefur hún enn ekki efni á leigu heima fyrir.

Sport
Fréttamynd

Tvö hundruð þúsund smokkar í ólympíu­þorpinu: „Ekki deila öðru en sigrinum“

„Ekki deila öðru en sigrinum, verðu þig fyrir kynsjúkdómum,“ stendur á um­búðum smokka sem kepp­endur í ólympíu­þorpinu á Ólympíu­leikunum í París geta nálgast sér að kostnaðar­lausu. Alls hafa yfir tvö hundruð og tuttugu þúsund smokkar verið gerðir að­gengi­legir fyrir í­þrótta­fólk á Ólympíu­leikunum í ólympíu­þorpinu þetta árið.

Sport
Fréttamynd

Utan vallar: Þegar mektarfólk lætur sig kvennaíþróttir varða

Stórfurðulegt mál frá Ólympíuleikunum í París er skyndilega eitt það umtalaðasta er varðar íþróttir kvenna í áraraðir. Sjaldan hafa samfélagsmiðlar blásið eins mikið upp í kringum einvígi á íþróttavelli sem stóð í 46 sekúndur. Og umræðan að stóru leyti byggð á ranghugmyndum og ósannindum.

Sport
Fréttamynd

Segir setningar­at­höfnina traðka á mann­­legri reisn

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti ræddi við Frans páfa í dag um atriði á setningarhátíð Ólympíuleikanna, sem hann kallar „siðlaust sviðsverk“. Í atriðinu sátu dragdrottningar við borð og virtist uppsetningin minna mikið á málverk Da Vinci af síðustu kvöldmáltíð Krists.

Erlent
Fréttamynd

Biles vann enn eitt Ólympíugullið

Bandaríska fimleikakonan Simone Biles vann í dag til gullverðlauna í fjölþraut á Ólympíuleikunum í París. Þetta er sjötta Ólympíugull Biles og önnur gullverðlaunin sem hún vinnur í París.

Sport
Fréttamynd

Stjarna Svía ekki með gegn Kró­ötum Dags: Sjald­­séð blátt spjald fór á loft

Sænska hand­bolta­stjarnan Jim Gott­frids­son tekur út leik­bann gegn Degi Sigurðs­syni og læri­sveinum hans í króatíska lands­liðinu þegar að liðin mætast í mikil­vægum leik á Ólympíu­leikunum í París. Gott­frids­son fékk að líta sjald­séð blátt spjald í leik Svía gegn Slóvenum á dögunum og tekur því út leik­bann í leik morgun­dagsins.

Handbolti
Fréttamynd

Af drag­drottningum og grát­kórum

Árið 2000 var haldið upp á lok Ólympíuleikanna í Sidney með stórri hátíð á Ólympíuleikvanginum. Þar mátti meðal annars sjá furðuleg farartæki á hlaupabrautinni, en það voru raunar risavaxnir glitrandi hælaskór á hjólum. 

Skoðun
Fréttamynd

Á tuttugu bestu tíma sögunnar

Bandaríska sundkonan Katie Ledecky vann í gær yfirburðasigur í 1500 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í París og bætti einum tímanum í viðbót í hóp þeirra bestu í sögunni.

Sport
Fréttamynd

Kepp­endur Ísrael fengu hótanir um endur­tekningu á 1972

Fyrrverandi yfirmaður öryggismála Ólympíusveitar Ísrael hjá öryggisstofnuninni Shin Bet, segir að auka ætti öryggi keppenda landsins á Ólympíuleikunum í París í kjölfar árásar Hezbollah á þorp í Gólan-hæðum um helgina og aukinnar spennu á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Sú efsta á heims­listanum úr leik

Hin pólska Iga Świątek tapaði í undanúrslitum í einliðaleik í tennis á Ólympíuleikunum í París. Hin kínverska Zheng Qinwen hafði betur gegn henni á Roland Garros-vellinum.

Sport
Fréttamynd

Niður­brotin Marta gekk grátandi af velli

Brasilíska knatt­spyrnu­goð­sögnin Marta gekk grátandi af velli eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í leik Brasilíu gegn Spáni á Ólympíu­leikunum í París í gær. Leikurinn gæti hafa verið sá síðasti á glæstum lands­liðs­ferli Mörtu og var sá tvö­hundruðasti í röðinni hjá leik­manninum með brasilíska lands­liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ældi tíu sinnum í þriþrautarkeppninni

Keppni í þríþraut á Ólympíuleikunum í París verður alltaf minnst fyrir ruglið í kringum sýkla- og bakeríumælingar í ánni Signu. Sumir lentu verr í því en aðrir í keppninni sjálfri.

Sport