Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Jóhannes Berg í FH

    Jóhannes Berg Andrason hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH. Jóhannes, sem er 19 ára, skiptir yfir til FH úr uppeldisfélagi sínu Víkingi Reykjavík. Jóhannes ætti þó ekki að vera ókunnugur í Hafnarfirði þar sem faðir hans, Andri Berg Haraldsson, lék um árabil með FH.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Þetta var ógeðslega erfiður en frábær sigur“

    Einar Jónsson, þjálfari Fram, var alsæll eftir sigur á Aftureldingu fyrr í kvöld. Með sigrinum tryggði Fram sér sæti í úrslitakeppninni. Mikið jafnræði var með liðunum en þó var Fram með yfirhöndina stóran hluta leiksins. Lokatölur í Varmá 26-23.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Það er ekki hægt að fá nóg af þessu“

    Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var sigurreifur eftir öruggan tólf marka sigur sinna manna gegn Selfyssingum í kvöld. Snorri gat leyft sér að brosa sínu breiðasta, enda tryggði sigurinn liðinu deildarmeistaratitilinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Lélegasta liðið í deildinni“

    „Það er algjört andleysi yfir þessu,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson um leik Aftureldingar að undanförnu í Olís-deild karla í handbolta. Mosfellingar fengu sinn skerf af gagnrýni í nýjasta þætti Seinni bylgjunnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ummælum Arnars Daða vísað til aganefndar

    Framkvæmdastjóri HSÍ hefur vísað ummælum Arnars Daða Arnarssonar, þjálfara Gróttu, til aganefndar þar sem hann telur þau óíþróttamannsleg og skaða ímynd handknattleiksíþróttarinnar.

    Handbolti