„Vil ekki meina að ég sé grimmur þótt ég sé hreinskilinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2022 11:00 Af hliðarlínunni og í myndverið. Arnar Daði Arnarsson er genginn til liðs við Seinni bylgjuna. vísir/hulda margrét Arnar Daði Arnarsson kveðst fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt hlutverk, að vera sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. Arnar Daði hætti sem þjálfari karlaliðs Gróttu í vor eftir þriggja ára starf. Hann hefur þó ekki hætt afskiptum af handbolta því hann er nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar og mun auk þess sjá um Handkastið, hlaðvarp um íslenskan handbolta. Fyrsti þáttur tímabilsins kom inn á Vísi í gær. „Ég er vanur að segja hlutina eins og þeir eru. Ég held ég reyni að vera besta útgáfan af sjálfum mér og sleppa klisjunum þótt þær eigi alltaf vel við á ákveðnum tímapunkti,“ sagði Arnar Daði í samtali við Vísi í dag. Hann er ekki ókunnur fjölmiðlum, hefur lengi skrifað fyrir Fótbolta.net og var með Handkastið áður en það lagðist í tveggja ára hýði. „Ég hef verið í hlaðvarpsheiminum síðustu árin og það hefur verið númer eitt, tvö og þrjú. Það er flott að tvinna þessu saman, fyrst Handkastið og Seinni bylgjan ætla að vera í samstarfi. Ég ætla ekki að segja að mig hafi dreymt um þetta á nóttunni en þú tekur ekkert handboltann úr mér. Ég held þetta komi ekkert öllum á óvart. Ég var í tveimur þáttum í síðustu úrslitakeppni og það var gaman að vinna í kringum það,“ sagði Arnar. Hann er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum þegar kemur að handboltanum. Hann vill samt ekki meina að hann sé óvæginn. „Ég vil ekki meina að ég sé grimmur þótt ég sé hreinskilinn. Ég vona að fólk sem þekkir mig ekki kynnist mér betur. Ég hef sterkar skoðanir á ýmsu en það er aldrei gert til að niðurlægja eða tala illa um fólk. Þetta er gert til að vekja áhuga og umtal um hluti sem er erfitt að ræða um og aðrir þora ekki,“ sagði Arnar Daði. Hann viðurkennir að það verði snúið fyrir sig að tjá um lið Gróttu sem hann er nýhættur að þjálfa. „Það gefur auga leið að það verður erfitt að tjá mig um Gróttu og það verður mitt að stærsta verkefni, að segja hlutina eins og þeir eru varðandi liðið. Ég hef alveg ímyndað mér hversu erfitt það verður en ég ætla að vona að þeim gangi sem best svo ég þurfi að gagnrýna þá sem minnst,“ sagði Arnar Daði að endingu. Olís-deild karla Seinni bylgjan Handkastið Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Sjá meira
Arnar Daði hætti sem þjálfari karlaliðs Gróttu í vor eftir þriggja ára starf. Hann hefur þó ekki hætt afskiptum af handbolta því hann er nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar og mun auk þess sjá um Handkastið, hlaðvarp um íslenskan handbolta. Fyrsti þáttur tímabilsins kom inn á Vísi í gær. „Ég er vanur að segja hlutina eins og þeir eru. Ég held ég reyni að vera besta útgáfan af sjálfum mér og sleppa klisjunum þótt þær eigi alltaf vel við á ákveðnum tímapunkti,“ sagði Arnar Daði í samtali við Vísi í dag. Hann er ekki ókunnur fjölmiðlum, hefur lengi skrifað fyrir Fótbolta.net og var með Handkastið áður en það lagðist í tveggja ára hýði. „Ég hef verið í hlaðvarpsheiminum síðustu árin og það hefur verið númer eitt, tvö og þrjú. Það er flott að tvinna þessu saman, fyrst Handkastið og Seinni bylgjan ætla að vera í samstarfi. Ég ætla ekki að segja að mig hafi dreymt um þetta á nóttunni en þú tekur ekkert handboltann úr mér. Ég held þetta komi ekkert öllum á óvart. Ég var í tveimur þáttum í síðustu úrslitakeppni og það var gaman að vinna í kringum það,“ sagði Arnar. Hann er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum þegar kemur að handboltanum. Hann vill samt ekki meina að hann sé óvæginn. „Ég vil ekki meina að ég sé grimmur þótt ég sé hreinskilinn. Ég vona að fólk sem þekkir mig ekki kynnist mér betur. Ég hef sterkar skoðanir á ýmsu en það er aldrei gert til að niðurlægja eða tala illa um fólk. Þetta er gert til að vekja áhuga og umtal um hluti sem er erfitt að ræða um og aðrir þora ekki,“ sagði Arnar Daði. Hann viðurkennir að það verði snúið fyrir sig að tjá um lið Gróttu sem hann er nýhættur að þjálfa. „Það gefur auga leið að það verður erfitt að tjá mig um Gróttu og það verður mitt að stærsta verkefni, að segja hlutina eins og þeir eru varðandi liðið. Ég hef alveg ímyndað mér hversu erfitt það verður en ég ætla að vona að þeim gangi sem best svo ég þurfi að gagnrýna þá sem minnst,“ sagði Arnar Daði að endingu.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Handkastið Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Sjá meira