Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Einar: Sorglegasti endir sem ég hef orðið vitni að

    „Þetta var sorglegasti endir sem ég hef orðið vitni að á mínum ferli. Við sýndum samt frábæran leik á löngum köflum á móti liði sem ég tel að sé á meðal þriggja bestu liða deildarinnar,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, sem var að stýra liðinu í sínum fyrsta deildarleik sem aðalþjálfari en hann var áður aðstoðarþjálfari liðsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Einar Andri: Hafði alltaf trú á því að við myndum vinna

    „Ég er fyrst og fremst ánægður með karakterinn sem við sýndum í leiknum. Við vorum annars sjálfum okkur verstir sóknarlega en ræddum það í leikhlénu sem við tókum þegar tíu mínúturu voru eftir að við værum alltaf með í leiknum á meðan við vorum að spila góða vörn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gróttumenn upp í fimmta sætið eftir fyrsta heimasigurinn

    Grótta vann 25-24 sigur á Stjörnunni í N1 deild karla í handbolta í kvöld en Garðbæingar voru nærri því búnir að stela stigi í lokin. Grótta var með góða forustu lengi, 12-9 yfir í hálfeik og sex mörkum yfir þegar seinni hálfeikur var hálfnaður.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Viggó rekinn frá Fram

    Viggó Sigurðssyni hefur verið sagt upp störfum hjá handknattleiksdeild Fram. Þetta staðfesti Haraldur Bergsson, formaður deildarinnar, í samtali við fréttastofu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sigrún Brá setti Íslandsmet

    Sigrún Brá Sverrisdóttir, Ægi, bætti í kvöld Íslandsmetið í 800 metra sundi kvenna á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug.

    Sport
    Fréttamynd

    Gunnar: Við verðum að gera betur en þetta

    „Það kom tíu mínútna kafli þar sem við köstuðum boltum frá okkur trekk í trekk," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK, eftir tapið gegn Val í kvöld. Hann segist ekki hafa haft tölu á tæknimistökum sinna manna í seinni hálfleik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Einar Örn: Hugarfarið var til staðar

    „Það er gaman að strákarnir skyldu treysta mér fyrir því að fara þarna inn undir lokin. Svona atvikast þetta stundum en ég hef aldrei áður lent í svona tvo daga í röð," sagði Einar Örn Jónsson, hetja Hauka, en hann tryggði liðinu áframhaldandi þátttöku í EHF-keppninni með því að skora sigurmarkið gegn PLER í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Einar Örn skaut Haukum áfram

    Einar Örn Jónsson var hetja Hauka í kvöld þegar hann skoraði sigurmark liðsins gegn PLER frá Ungverjalandi. Þetta var síðari leikur liðanna en báðir fóru fram hér á landi og endaði sá fyrri með jafntefli.

    Handbolti
    Fréttamynd

    FH áfram í bikarnum

    Það var mikil spenna í kvöld þegar Akureyri tók á móti FH í Eimskipsbikarnum en leikur liðanna var í sextán liða úrslitum keppninnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ernir: Unnum þetta á vörn og markvörslu

    „Ég er sáttur með þetta. Við misstum mikilvæga pósta út af framan af en þeir náðu ekki að nýta sér það og voru ekki nógu grimmir í dag fannst mér. Við náðum að spila góða vörn eiginlega allan tímann en hefðum mátt skora aðeins meira. Traust vörn og markvarsla vann þetta í dag," sagði Ernir Hrafn Arnarsson, leikmaður Vals eftir sigur á Fram í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Magnús: Erum að berjast fyrir lífi okkar

    „Það er eins og við dettum niður á hælanna og okkar sterkustu póstar ná sér ekki á strik. Það vantaði hraðaupphlaupin og markvörsluna en vörnin var að halda ágætlega á köflum," sagði Magnús Stefánsson, leikmaður Fram, eftir tap gegn Val í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fannar: Eigum helling inni á öllum sviðum

    „Mér fannst við ekkert sérstakir í dag, þetta var bara allt í lagi. Við eigum helling inni á öllum sviðum," sagði Fannar Þór Friðgeirsson, leikmaður Vals eftir, 27-21, sigur á Fram í N1-deild karla í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron: Eigum ýmislegt inni

    Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, segir að liðið hafi ekki verið að spila nægilega vel í dag þegar það gerði 26-26 jafntefli í fyrri leiknum sínum gegn PLER.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Einar Örn: Þurfum að taka til í hausnum á okkur

    „Það er orðið frekar leiðinlegt mynstur hjá okkur að vera slakir í fyrri hálfleik en góðir í seinni," sagði Einar Örn Jónsson sem skoraði jöfnunarmark Hauka gegn PLER í dag, þessi fyrri leikur liðanna lyktaði með jafntefli 26-26.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Haukar nældu í jafntefli í lokin

    Haukar gerðu í dag jafntefli við ungverska liðið PLER KC í EHF-keppninni í handknattleik karla, 26-26. Gestirnir réðu ferðinni allan tímann og var það ekki fyrr en í sömu andrá leiktíminn rann út sem Einar Örn Jónsson jafnaði metin fyrir Hauka.

    Handbolti