Umfjöllun: Akureyri þurfti að hafa fyrir sigrinum gegn botnliðinu Hjalti Þór Hreinsson skrifar 22. febrúar 2010 21:12 Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Akureyrar. Fréttablaðið Akureyri vann þriggja marka sigur á Fram í N-1 deild karla í handbolta í kvöld, 28-25. Heimamenn þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum gegn botnliðinu en liðið hefði getað klárað leikinn löngu fyrr en það gerði. Bæði lið gerðu aragrúa mistaka í fyrri hálfleik. Liðin voru jöfn til að byrja með áður en heimamenn skutust fram úr. Hörður Flóki var frábær í fyrri hálfleik og varði fjórtán skot. Fyrir tilstilli hans fengu Akureyringar hraðaupphlaup og komust mest fjórum mörkum yfir. Árni Þór Sigtryggsson var líka frábær til að byrja með og skoraði til að mynda fimm af fyrstu sjö mörkum Akureyringa. Hann skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik. Einar Rafn Eiðsson skoraði þar fimm fyrir Fram. En, í stað þess að hreinlega klára Framara byrjuðu þeir að skjóta illa og í stöðunni 8-4 gátu þeir skorað úr hraðaupphlaupi en Magnús varði vel. Framarar gengu á lagið og jöfnuðu leikinn í 10-10. Framarar gerðu mörg mistök í sókninni og misstu boltann klaufalega nokkrum sinnum. Skot þeirra voru oft slök en Flóki tók skylduboltana og rúmlega það. Akureyringar komust aftur yfir fyrir lok fyrri hálfleiksins, þeir leiddu 13-11 en hefðu raunar átt að vera með mun stærri forystu, sér í lagi miðað við magnaða markvörslu Harðar Flóka. Framarar jöfnuðu strax í 14-14 og fyrst um sinn var aftur jafnt á öllum tölum. Þá kom slæmur kafli hjá Fram það sem nákvæmlega ekkert gekk upp. Akureyri skoraði 6-1 og komst í 23-17 þegar ellefu mínútur voru eftir. Það var dæmigert fyrir Fram þegar Magnús varði í tvígang frábærlega í sömu sókninni en Akureyri náði þriðja frákastinu og skoraði. Það var allt á móti botnliðinu. Akureyri, sem svo oft hefur komist í góða forustu og glutrað henni niður, var samt við sig. Í stað þess að keyra yfir Fram leyfðu Akureyringar sér að slaka á og gestirnir minnkuðu muninn í tvö mörk. Akureyri var aftur á móti sterkari á lokasprettinum og vann að lokum 28-25. Hörður Flóki var frábær, hann varði 25 skot. Árni Þór var líka virkilega góður. Magnús var ágætur hjá Fram og Guðjón Drengsson átti góða spretti. Hann skoraði líka mark leiksins með vippu yfir Hörð þegar hann fékk sirkusendingu yfir vörn Akureyrar. Einar Rafn Eiðsson var markahæstur með 9 mörk. Fram er enn á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig en Akureyri er komið upp fyrir Val og er í þriðja sætinu á eftir Hafnarfjarðardúettinum Haukum og FH.Akureyri-Fram 28-25 (13-11)Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 11 (18), Oddur Grétarsson 5/1 (6), Jónatan Magnússon 4 (7), Hörður F. Sigþórsson 3 (5), Heimir Örn Árnason 2 (5/1), Guðmundur H. Helgason 2 (6), Hreinn Þór Hauksson 1 (2). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 25 (47) 53%, Hafþór Einarsson 0 (1) 0% Hraðaupphlaup: 9 (Hörður 2, Oddur 2, Heimir, Guðmundur, Jónatan, Árni, Hreinn).Fiskuð víti: 2 (Hörður, Hreinn).Utan vallar: 8 mín. Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 9/4 (13), Guðjón Finnur Drengsson 5 (9), Andri Berg Haraldsson 4 (13), Hákon Stefánsson 3 (6), Haraldur Þorvarðarson 2 (6), Egill Björgvinsson 1 (1), Daníel Berg Grétarsson 1 (7).Varin skot: Magnús Erlendsson 19 (45) 43%, Sigurður Örn Arnarson 0 (2) 0% Hraðaupphlaup: 3 (Guðjón 3).Fiskuð víti: 4 (Haraldur 2, Daníel, Halldór).Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Slakir. Olís-deild karla Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Sjá meira
Akureyri vann þriggja marka sigur á Fram í N-1 deild karla í handbolta í kvöld, 28-25. Heimamenn þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum gegn botnliðinu en liðið hefði getað klárað leikinn löngu fyrr en það gerði. Bæði lið gerðu aragrúa mistaka í fyrri hálfleik. Liðin voru jöfn til að byrja með áður en heimamenn skutust fram úr. Hörður Flóki var frábær í fyrri hálfleik og varði fjórtán skot. Fyrir tilstilli hans fengu Akureyringar hraðaupphlaup og komust mest fjórum mörkum yfir. Árni Þór Sigtryggsson var líka frábær til að byrja með og skoraði til að mynda fimm af fyrstu sjö mörkum Akureyringa. Hann skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik. Einar Rafn Eiðsson skoraði þar fimm fyrir Fram. En, í stað þess að hreinlega klára Framara byrjuðu þeir að skjóta illa og í stöðunni 8-4 gátu þeir skorað úr hraðaupphlaupi en Magnús varði vel. Framarar gengu á lagið og jöfnuðu leikinn í 10-10. Framarar gerðu mörg mistök í sókninni og misstu boltann klaufalega nokkrum sinnum. Skot þeirra voru oft slök en Flóki tók skylduboltana og rúmlega það. Akureyringar komust aftur yfir fyrir lok fyrri hálfleiksins, þeir leiddu 13-11 en hefðu raunar átt að vera með mun stærri forystu, sér í lagi miðað við magnaða markvörslu Harðar Flóka. Framarar jöfnuðu strax í 14-14 og fyrst um sinn var aftur jafnt á öllum tölum. Þá kom slæmur kafli hjá Fram það sem nákvæmlega ekkert gekk upp. Akureyri skoraði 6-1 og komst í 23-17 þegar ellefu mínútur voru eftir. Það var dæmigert fyrir Fram þegar Magnús varði í tvígang frábærlega í sömu sókninni en Akureyri náði þriðja frákastinu og skoraði. Það var allt á móti botnliðinu. Akureyri, sem svo oft hefur komist í góða forustu og glutrað henni niður, var samt við sig. Í stað þess að keyra yfir Fram leyfðu Akureyringar sér að slaka á og gestirnir minnkuðu muninn í tvö mörk. Akureyri var aftur á móti sterkari á lokasprettinum og vann að lokum 28-25. Hörður Flóki var frábær, hann varði 25 skot. Árni Þór var líka virkilega góður. Magnús var ágætur hjá Fram og Guðjón Drengsson átti góða spretti. Hann skoraði líka mark leiksins með vippu yfir Hörð þegar hann fékk sirkusendingu yfir vörn Akureyrar. Einar Rafn Eiðsson var markahæstur með 9 mörk. Fram er enn á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig en Akureyri er komið upp fyrir Val og er í þriðja sætinu á eftir Hafnarfjarðardúettinum Haukum og FH.Akureyri-Fram 28-25 (13-11)Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 11 (18), Oddur Grétarsson 5/1 (6), Jónatan Magnússon 4 (7), Hörður F. Sigþórsson 3 (5), Heimir Örn Árnason 2 (5/1), Guðmundur H. Helgason 2 (6), Hreinn Þór Hauksson 1 (2). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 25 (47) 53%, Hafþór Einarsson 0 (1) 0% Hraðaupphlaup: 9 (Hörður 2, Oddur 2, Heimir, Guðmundur, Jónatan, Árni, Hreinn).Fiskuð víti: 2 (Hörður, Hreinn).Utan vallar: 8 mín. Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 9/4 (13), Guðjón Finnur Drengsson 5 (9), Andri Berg Haraldsson 4 (13), Hákon Stefánsson 3 (6), Haraldur Þorvarðarson 2 (6), Egill Björgvinsson 1 (1), Daníel Berg Grétarsson 1 (7).Varin skot: Magnús Erlendsson 19 (45) 43%, Sigurður Örn Arnarson 0 (2) 0% Hraðaupphlaup: 3 (Guðjón 3).Fiskuð víti: 4 (Haraldur 2, Daníel, Halldór).Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Slakir.
Olís-deild karla Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Sjá meira