Atli búinn að skrifa undir hjá Akureyrarliðinu Atli Hilmarsson verður næsti þjálfari Akureyrar í N1 deild karla í handbolta en hann skrifaði undir tveggja ára samning á Akyreyri nú rétt áðan. Handbolti 6. maí 2010 19:19
Haukar komnir með forystuna - myndasyrpa Haukar unnu góða sigur á Val í þriðja leik liðanna í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta í kvöld. Handbolti 4. maí 2010 22:33
Aron: Líka keppni á pöllunum Haukar komust í 2-1 í einvíginu gegn Val í kvöld með því að vinna öruggan sigur á Ásvöllum 30-24. Fjórði leikur liðanna verður á fimmtudagskvöldið að Hlíðarenda. Handbolti 4. maí 2010 21:58
Ingvar: Þeir voru bara betri í dag „Við vorum ekki alveg eins klárir í þennan leik eins og í síðustu leikjum. Ég veit ekki alveg hvað veldur. Við þurfum bara að skoða þetta og reyna að laga hlutina fyrir næsta leik," sagði Ingvar Árnason, leikmaður Vals. Handbolti 4. maí 2010 21:51
Öruggur sigur Hauka sem eru með 2-1 forystu Haukar hafa tekið 2-1 forystu í úrslitaeinvígi liðsins gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla eftir sigur á heimavelli í kvöld, 30-24. Handbolti 4. maí 2010 21:05
Sigurvegari kvöldsins hefur unnið titilinn í 9 af 10 skiptum Haukar og Valur mætast í kvöld í þriðja sinn í úrslitaeinvígi sínu um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild karla. Staðan er 1-1 eftir að Haukar unnu fyrsta leikinn 23-22 á Ásvöllum á föstudagskvöldið og Valsmenn svöruðu með 22-20 sigri í Vodafone-höllinni á sunnudaginn. Leikur kvöldsins hefst klukkan 19.30 á Ásvöllum. Handbolti 4. maí 2010 17:30
Fögnuður Mosfellinga - myndir Afturelding úr Mosfellsbæ tryggði sér í gær sæti í N1-deild karla næsta vetur með mögnuðum sigri á Gróttu sem fór fyrir vikið niður í 1. deild. Handbolti 4. maí 2010 17:00
Valsmenn búnir að vera yfir í 90 prósent af leikjunum tveimur Haukar og Valur leika í kvöld þriðja leik sinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en staðan er 1-1 í einvíginu eftir 22-20 sigur Valsmanna í síðasta leik í Vodafone-höllinni. Haukar hafa verið undir í 90 prósent af einvíginu til þessa en standa samt jafnfætis Valsmönnum fyrir leikinn í kvöld. Þriðji leikurinn hefst klukkan 19.30 á Ásvöllum í kvöld. Handbolti 4. maí 2010 15:30
Aron sendi Haukana heim með heimaverkefni Íslandsmeistarar Hauka hafa ekki náð að sína sitt rétta andlit í fyrstu tveimur leikjunum gegn Val í úrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik. Handbolti 4. maí 2010 14:30
Atli væntanlega að taka við Akureyri Samkvæmt heimildum Vísis verður Atli Hilmarsson næsti þjálfari handknattleiksliðs Akureyrar. Hann mun taka við liðinu af Rúnari Sigtryggssyni. Handbolti 4. maí 2010 13:51
Atli hættur með Stjörnuna Atli Hilmarsson er hættur að þjálfa kvennalið Stjörnunnar í handbolta. Atli staðfesti þetta í samtali við íþróttadeild nú fyrir hádegið. Handbolti 4. maí 2010 11:56
Gunnar Andrésson: Menn hafa unnið fyrir þessu Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum hæstánægður eftir sigurinn gegn Gróttu í kvöld 33-25. Eftir sigurinn er ljóst að Afturelding spilar í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Handbolti 3. maí 2010 21:51
Jón Andri: Allt gekk upp „Við vorum vel stemmdir frá fyrstu mínútu. Þetta var það sem við ætluðum okkur að gera, klára þetta strax og ekkert bull," sagði Jón Andri Helgason, markahæsti leikmaður Aftureldingar í kvöld. Handbolti 3. maí 2010 21:43
Umfjöllun: Afturelding og Grótta hafa deildaskipti Afturelding er aftur komið í efstu deild karla í handbolta eftir tveggja ára fjarveru. Mosfellingar unnu verðskuldaðan sigur á Gróttu 33-25 í kvöld og unnu einvígi liðanna í umspili N1-deildarinnar samtals 2-0. Handbolti 3. maí 2010 21:00
Fellur Grótta í kvöld? Afturelding og Grótta mætast í Mosfellsbæ í kvöld í umspili liðanna um sæti í N1-deild karla á næstu leiktíð. Handbolti 3. maí 2010 15:00
Valsmenn jöfnuðu úrslitaeinvígið á móti Haukum - myndasyrpa Valsmenn jöfnuðu metin á móti Haukum í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta eftir 22-20 sigur á Haukum í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda í gær. Handbolti 3. maí 2010 08:30
Elvar Friðriksson: Hef mjög góða tilfinningu fyrir þessum leikjum Elvar Friðriksson spilaði á ný með Valsmönnum í öðrum úrslitaleiknum á móti Haukum í dag eftir að hafa misst af þeim fyrsta vegna meiðsla. Elvar átti fína innkomu í leikinn og var með 2 mörk og 4 stoðsendingar. Handbolti 2. maí 2010 21:48
Aron Kristjánsson: Hlynur er að verja alltof mikið frá okkur Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, þarf að reyna að fá sína menn til þess að mæta af meiri krafti í leikina því annan leikinn í röð misstu þeir Valsmenn langt fram úr sér í úrslitaeinvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukaliðið bjargaði sér í fyrsta leiknum en varð að sætta sig við tap í dag. Handbolti 2. maí 2010 19:00
Arnór Þór Gunnarsson: Við erum með betra lið en þeir Arnór Þór Gunnarsson innsiglaði 22-20 sigur Valsmanna á Haukum í dag í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn og staðan í einvíginu er því 1-1. Markið hans Arnórs var hans sjötta í leiknum en líka fyrsta mark liðsins í rúmar ellefu mínútur og kom í veg fyrir að haukarnir næðu aftur að vinna upp vænlegt forskot Valsliðsins. Handbolti 2. maí 2010 18:35
Valsmenn héldu núna út á móti Haukum og jöfnuðu einvígið Valsmenn unnu tveggja marka sigur á Haukum, 22-20, í Vodafone-höllinni í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild karla í handbolta. Haukarnir stálu sigrinum í fyrsta leiknum en Valsmenn héldu hinsvegar út á Hlíðarenda í dag og staðan er því jöfn, 1-1, í einvíginu. Handbolti 2. maí 2010 16:57
Haukar unnu fyrsta leikinn - myndir Það var mikil dramatík að Ásvöllum í gærkvöld er Haukar og Valur mættust í fyrsta leik liðanna í úrslitum N1-deildar karla. Handbolti 1. maí 2010 09:30
Björgvin: Skuldaði strákunum þetta sigurmark Björgvin Þór Hólmgeirsson tryggði Haukum 23-22 sigur á Val fimm sekúndum fyrir leikslok í fyrsta úrslitaleik liðanna um titilinn sem fram fór á Ásvöllum í kvöld. Handbolti 30. apríl 2010 22:23
Óskar Bjarni: Grátlegt og ekki sanngjarnt Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, þurfti að horfa upp á sína menn missa frá sér sigurinn í fyrsta úrslitaleiknum á móti Haukum á Ásvöllum í kvöld. Valsliðið spilaði frábærlega fyrstu 50 mínúturnar og var þremur mörkum yfir þegar 7 mínútur voru eftir en tapaði síðustu sjö mínútunum 1-5 og þar með leiknum 22-23. Handbolti 30. apríl 2010 22:21
Umfjöllun: Valsmenn urðu bensínlausir Björgvin Þór Hólmgeirsson tryggði Haukum 23-22 sigur og 1-0 forystu í úrslitaeinvíginu á móti Val með því að skora sigurmarkið fimm sekúndum fyrir leikslok. Haukar voru ekki líklegir til þess að vinna leikinn sjö mínútum áður þegar Valsmenn voru þremur mörkum yfir og búnir að spila frábærlega fyrstu 50 mínútur leiksins. Handbolti 30. apríl 2010 21:38
Magnús framlengir við Fram Markvörðurinn Magnús Gunnar Erlendsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Fram. Handbolti 30. apríl 2010 20:15
Valsmenn bara búnir að vinna 1 af 10 í úrslitum frá hruninu 2002 Valsmenn eru aðeins búnir að vinna einn af síðustu tíu leikjum sínum í úrslitaeinvígi karla en þeir spila fyrsta leikinn í lokaúrslitunum N1 deildar karla í kvöld þegar þeir sækja Hauka heim á Ásvelli. Handbolti 30. apríl 2010 18:00
Haukar búnir að vinna alla tíu lokaúrslitaleiki sína á Ásvöllum Haukar og Valur hefja í kvöld úrslitaeinvígi sitt í N1 deild karla í handbolta en þetta er annað árið í röð sem þessi félög mætast í lokaúrslitunum. Fyrsti leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00. Handbolti 30. apríl 2010 16:45
Patrekur: Þetta einvígi fer alla leið í oddaleik Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Patrek Jóhannesson, þjálfara Stjörnunnar, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum. Handbolti 30. apríl 2010 15:45
Sigurbergur: Verðugt verkefni gegn Val Sigurbergur Sveinsson, leikmaður Hauka, á von á hörkuspennandi leikjum í úrslitarimmu liðsins gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Handbolti 30. apríl 2010 15:15
Rúnar: Ætla að vera leiðinlegur og spá þessu 3-0 fyrir Hauka Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Rúnar Sigtryggsson, þjálfara Akureyrar, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum. Handbolti 30. apríl 2010 14:45
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti