Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Kári fár­veikur í HM-stofunni og endaði í hjarta­þræðingu

    Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV og fyrrverandi landsliðsmaður, gæti hafa spilað sinn síðasta leik á þessu tímabili eftir að hafa lent í alvarlegum veikindum. Hann var orðinn fárveikur í lokaþætti HM-stofunnar á RÚV, fyrir tíu dögum síðan, og þarf nú að taka því rólega eftir að hafa meðal annars farið í hjartaþræðingu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“

    Ísak Gústafsson sneri aftur í lið Vals í kvöld, í 33-26 sigri gegn FH. Hann hefur verið frá síðustu mánuði vegna meiðsla en segir hnéð núna í „toppmálum.“ Einbeiting hans er núna öll á toppbaráttunni sem Valur er í, þó skiptin til Danmerkur í sumar séu spennandi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Ég bjóst ekki við þessu í hálf­leik“

    Einar Jónsson, þjálfari Fram, var kampakátur í leikslok eftir ótrúlega endurkomu Fram er liðið sigraði Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í dag. Á tímapunkti í leiknum hafði hann litla sem enga trú á að liðið gæti snúið blaðinu við.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Ég er í sjokki eftir þennan hálf­leik“

    Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var gott sem orðlaus eftir grátlegt tap Aftureldingar á móti Fram í Olís-deild karla í handbolta í dag. Mosfellingar leiddu með sjö mörkum í hálfleik en glutruðu niður forskotinu og töpuðu leiknum með tveimur mörkum, 34-32.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“

    Stjarnan krækti í stig gegn FH í Krikanum. Gestirnir úr Garðabæ enduðu leikinn frábærlega og náðu að jafna á síðustu mínútunni og leikurinn endaði 29-29. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar var nokkuð sáttur með stigið eftir leik.

    Sport
    Fréttamynd

    Upp­gjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum

    FH og Stjarnan skildu jöfn í fyrstu umferðinni eftir að HM- og jólafríinu lauk. Leikurinn var jafn og spennandi og það var Hans Jörgen Ólafsson sem gerði síðasta mark leiksins og tryggði Stjörnunni stig. Uppgjör og viðtöl væntanleg.

    Handbolti