Nýsköpun

Nýsköpun

Fréttamynd

Hafa þróað kerfi til að auka á gagn­sæi við­skipta með kolefniseiningar

„Lögin eru mjög óljós hvað varðar kröfur um kolefnishlutleysi og hafa verið lengi. Fyrirtæki ráðast í aðgerðir til að kolefnisjafna, til dæmis með því að hafa samband við aðila sem eru ekki með vottun sem uppfyllir gæðakröfur, kaupa sér kolefniseiningar og fá upplýsingar um að þar með sé kolefnishlutleysi náð,“ segir Guðmundur Sigbergsson, einn eigenda International Carbon Registry (ICR).

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Vonum að þetta skili jafn góðum árangri á Ís­landi“

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að ríflega þriggja milljarða króna fjármögnun í gegnum fjárfestingaáætlun Evrópusambandsins. Forstjóri Byggðastofnunar segir nýtt samkomulag við Fjárfestingabanka Evrópu meðal annars nýtast til kynslóðaskipta í landbúnaði og atvinnureksturs kvenna.

Innlent
Fréttamynd

„Leik­myndin er auð­vitað al­gjört rusl“

„Upp kom sú hugmynd að búa til viðburð sem væri frekar eins og leikhús heldur en ráðstefna,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, listrænn stjórnandi frumkvöðlahátíðarinnar Iceland Innovation Week. Loftlagsleikhúsið Ok, Bye fer fram í dag en viðburðurinn er hluti af hátíðinni sem fer fram í Kolaportinu um þessar mundir.

Menning
Fréttamynd

Guð­mundur til­nefndur til Evrópsku ný­sköpunar­verð­launanna 2024

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, hefur verið tilnefndur til Evrópsku nýsköpunarverðlaunin 2024 (European Inventor Award) í flokki stærri fyrirtækja. Hann keppir þar á móti teymum frá Svíþjóð annars vegar og Þýskalandi og Ítalíu hins vegar, en tilkynnt verður um vinningshafa á verðlaunahátíð á Möltu 9. júlí.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ný­sköpun er svarið

Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir í loftslagsmálum virðast oft vera óyfirstíganleg. En hvað gerist ef við horfum á þessar áskoranir frá nýju sjónarhorni? Að nú sé einmitt tækifærið til að skrifa nýjan kafla, að endurmarka heiminn í átt að sjálfbærri og grænni framtíð. Árangur í loftslagsaðgerðum kallar nefnilega á nýja hugsun – nýja nálgun.

Skoðun
Fréttamynd

Betur má ef duga skal

Í næstu viku verður Nýsköpunarvikan haldin hátíðleg en hún er árlegur viðburður þar sem nýsköpun er gert hátt undir höfði. 

Skoðun
Fréttamynd

CRI hefur greitt upp allar skuldir og hraðar ráðningum á öllum sviðum

Íslenska hátæknifyrirtækið CRI, sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni, segist vera í „einstakri stöðu“ samhliða því að félagið er að fara inn í vaxtarskeið en fyrirséð er að eftirspurn eftir grænu metanóli sem skipaeldsneyti muni aukast um milljónir tonna á komandi árum. Eftir að hafa klárað milljarða fjármögnun um mitt síðasta ár, leidd af norska orkurisanum Equinor, er CRI orðið skuldlaust og boðar núna miklar ráðningar á öllum sviðum starfseminnar.

Innherji
Fréttamynd

Guð­ný og Sigurður Helgi til SI

Guðný Hjaltadóttir og Sigurður Helgi Birgisson hafa verið ráðin viðskiptastjórar á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Guðný ber ábyrgð á framleiðsluiðnaði og Sigurður Helgi landbúnaði og matvælaiðnaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Frum­kvöðlar koma saman í Kola­portinu

Aðaldagskrá Iceland Innovation Week var birt í morgun. Þátttakendur frá meðal annars Google, Microsoft, Snapchat, NATO Innovation Fund og UN World Food Programme eru væntanlegir til landsins á hátíðina, sem fer fram dagana 13-17. maí.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Er­­lend fjár­­fest­­ing í sprot­­a­fyr­ir­tækj­um jókst mik­­ið og nam 28 millj­­örð­­um

Formaður Framvís, samtaka engla- og vísifjárfesta, segir að nýsköpunarfyrirtækjum hafi gengið vel að fá erlent fjármagn á undanförnum árum. Þau fengu samanlagt um 27,7 milljarða króna fjármögnun frá erlendum vísisjóðum og englafjárfestum í fyrra og jókst fjárhæðin um nærri 17 milljarða króna á milli ára. Á sama tíma drógu innlendir vísisjóðir úr fjárfestingum eftir sögulegan uppgang árin 2021 og 2022.

Innherji
Fréttamynd

Eyr­­ir fær­­ir nið­­ur tvö sprot­­a­­söfn um nærr­­i fimm millj­­arð­­a á tveim­­ur árum

Hlutur Eyris Invest í tveimur fjárfestingafélögum í nýsköpun var færður niður um jafnvirði 2,1 milljarð króna, eða 49 prósent á árinu 2023 í bókum fjárfestingafélagsins. Þetta er annað árið í röð sem virði þeirra er fært mikið niður vegna erfiðra markaðsaðstæðna en á komandi aðalfundi er ráðgert að fyrrverandi framkvæmdastjóri Klíníkurinnar verði nýr stjórnarformaður félagsins sem stýr­ir sprota- og vaxt­ar­sjóðum Eyr­is

Innherji
Fréttamynd

Slæm tíð­ind­i fyr­ir ís­lensk­a tón­list­ar­menn að TikT­ok og Uni­ver­sal náðu ekki sam­an

Fari svo að Bandaríkin loki á TikTok myndi það hafa mikil áhrif á upplifun íslenskra notenda því uppistaðan af efni sem við horfum á kemur frá bandarískum áhrifavöldum. Slit á samstarfi samfélagsmiðilsins við tónlistarútgáfuna Universal Music eru slæm tíðindi fyrir íslenska tónlistarmenn, segir framkvæmdastjóri og stofnandi OverTune.

Innherji
Fréttamynd

Hálft prósent stór­verk­efna standast á­ætlun

Ísland er land tækifæranna en einnig land fyrirhugaðra verkefna. Sem dæmi um það má þess geta að í nýlegri frétt frá Innviðaráðuneytinu er sagt frá því að 909 milljarðar eru áætlaðir bara í samgönguverkefni á næstu fimmtán árum.

Skoðun
Fréttamynd

Hug­mynda­ríka eða hug­mynda­snauða Ís­land?

Ég sat skemmtilegt iðnþing Samtaka iðnaðarins sem bar yfirskriftina Hugmyndalandið – Dýrmætasta auðlind framtíðar. Á því var mikið rætt að það eru hugmyndirnar sem breyta heiminum og fleyta okkur inn í framtíðina, góðar hugmyndir eru forsenda allra góðra verka og þetta snýst ekki um hvar við erum heldur hvert við getum farið.

Skoðun
Fréttamynd

Hulda hættir hjá Sýn og sviðið lagt niður

Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunar og rekstrar hjá Sýn hf., hefur óskað eftir að láta af störfum. Ákveðið var í kjölfarið að ráðast í skipulagsbreytingar og leggja sviðið niður. Verkefni sviðsins verða flutt á aðra stjórnendur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kald­bakur festir kaup á Optimar

Fjárfestingafélagið Kaldbakur, sem er í eigu tveggja stofnenda Samherja, hefur gengið frá kaupum á hátæknifyrirtækinu Optimar af þýska eignarhaldsfélaginu Haniel. Optimar framleiðir sjálfvirk fiskvinnslukerfi til notkunar um borð í fiskiskipum, á landi og í fiskeldi og er með viðskiptavini í meira en 30 löndum.

Viðskipti innlent