Indó ríður á vaðið Í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands í dag hefur Indó sparisjóður ákveðið að lækka vexti á inn- og útlánum sínum. Önnur fjármálafyrirtæki hafa ekki greint frá áformum sínum um vexti. Neytendur 5. febrúar 2025 16:42
460 milljóna króna ofrukkun á viku Stóru skipafélögin hafa á undanförnum misserum notað kröfur um umhverfisvænni siglingar sem tekjulind fremur en kostnaðarlið, eins og greinarhöfundur fjallaði um í Vísisgrein í síðasta mánuði, „Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu“. Skoðun 5. febrúar 2025 13:46
Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig og standa vextirnir nú í átta prósentum. Seðlabankastjóri segir tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir geta haft mikil áhrif á efnahagsmálin hér á landi. Ísland ætti að forðast þátttöku í þeim deilum. Viðskipti innlent 5. febrúar 2025 12:17
Allir komnir í loftsteikingarofnana Fyrsti bóksölulisti Félags íslenskra útgefenda er kominn út og nú er annað uppi á teningunum en skömmu fyrir jólin. Nú er fólk greinilega að læra á Air Fryer-græjuna sína. Innlent 4. febrúar 2025 14:44
Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendastofa hefur slegið á putta fjögurra áhrifavalda sem auglýstu ýmsar útivistarvörur án þess að merkja auglýsingarnar sem slíkar. Meðal þeirra eru ofurhlaupararnir Mari Jaersk og Sigurjón Ernir Sturluson. Neytendur 3. febrúar 2025 14:01
Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Kona nokkur í Reykjavík lenti í óhugnanlegu atviki á sunnudaginn var. Rjómasprauta sem hún var að skrúfa saman sprakk með miklum látum og þeyttist tappinn í augað á henni. Innlent 30. janúar 2025 14:40
Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir nokkra tugi sekta hafa verið gefnar út síðasta mánuðinn vegna þess að fólk greiðir ekki rétt fargjald. Strætó tilkynnti við lok desembermánaðar að þau ætluðu að fara að innheimta fargjaldaálag sýndu farþegar ekki gilt fargjald við eftirlit. Neytendur 29. janúar 2025 21:04
Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Með nýjum uppgangstíma í hagkerfinu styrkist staða heimilanna verulega, samkvæmt Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir marga munu finna fyrir því að eiga aukið afgangs fé um mánaðamótin. Neytendur 29. janúar 2025 12:07
Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Bílaleigu hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum eina milljón króna, sem bílaleigan rukkaði vegna tjóns sem varð á bíl þegar hann varð fyrir eldingu. Neytendur 29. janúar 2025 07:05
Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Bati er smáforrit sem hefur það markmið að styðja við einstaklinga með fíknisjúkdóm í bataferlinu. Hægt er að nota appið hvenær sem er í ferlinu og sníða það að sínum eigin þörfum. Frumútgáfa smáforritsins var gerð 2020 og var þá hugsuð til þess að auðvelda biðina hjá þeim sem biðu þess að komast í meðferð. Neytendur 25. janúar 2025 23:01
Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Blikk er ný greiðslumiðlun sem starfrækt er á Íslandi. Framkvæmdastjóri segir greiðslumiðlunina uppfylla þau skilyrði sem þarf til að tryggja þjóðaröryggi en töluvert hefur undanfarið verið fjallað um hættuna sem stafar af því að greiðslumiðlun sé erlend á Íslandi. Í því samhengi hefur einnig verið talað um kostnað en áætlað er að það kosti Íslendinga um 54 milljarða árlega að vera bara með erlenda greiðslumiðlun. Neytendur 25. janúar 2025 15:09
Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Landlæknisembættið ítrekar í tilkynningu að ráðleggingar embættisins um mataræði taka mið af þörfum heilbrigðra einstaklinga og fela ekki í sér boð eða bönn. Meginstef ráðlegginga þeirra sé að fólk borði fjölbreytta fæðu og sé jafnframt meðvitað um mögulega skaðsemi þess að borða óhóflega mikið af rauðu kjöti, gjörunnum matvælum og vörum sem innihalda mikið af mettaðri fitu og/eða viðbættum sykri. Innlent 23. janúar 2025 14:13
Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Notendur forrits sem ætlað er að sporna við matarsóun með því að bjóða notendum veglega afslætti á mat sem annars yrði hent geta fengið veglegan afslátt. Neytendur 23. janúar 2025 11:53
Innkalla brauð vegna brots úr peru Myllan hefur ákveðið með tilliti til neytendaverndar og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að innkalla heil Heimilisbrauð 770 grömm með best fyrir 27.01.2025 vegna aðskotahlutar sem sást á röntgenmyndum við hefðbundið gæðaeftirlit. Mögulega er um að ræða brot úr peru. Neytendur 23. janúar 2025 11:50
Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Vöruverð í Prís er að meðaltali fjórum prósentum lægra en í Bónus, en einstakir vöruflokkar eru allt að 12 prósent ódýrari samkvæmt athugun verðlagseftirlits ASÍ. Athugunin náði til 514 vara, sem voru nánast alltaf ódýrari hjá Prís. Neytendur 22. janúar 2025 15:48
Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Íslandsbanki og VÍS skrifuðu í dag undir samstarfssamning. Rauði þráðurinn í samstarfinu er að viðskiptavinir, sem eru í viðskiptum við bæði félög, njóta sérstaks ávinnings í vildarkerfum beggja félaga og eiga að njóta betri kjara og fríðinda. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu. Neytendur 22. janúar 2025 08:45
„Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Í fyrsta lagi eru allt of margir starfsmenn að vinna fyrir hið opinbera, sem síðan eru með meiri hlunnindi en aðrir og þó á sambærilegum launum. Auðvitað eru margir í afar mikilvægum störfum en það þarf að fara að hugsa hlutina frá grunni og endurskipuleggja reksturinn“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Prís. Atvinnulíf 22. janúar 2025 07:02
Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir upplýsingar sem Matthías Matthíasson hjá MM Logic greindi þróun olíuverðs og gjaldskrá stóru skipafélaganna gefa viðskiptamönnum félaganna tilefni til þess að kalla eftir skýringum á þróun á verði og gjaldskrá. Viðskipti innlent 16. janúar 2025 18:13
Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitstofnunin vekur athygli á því að þúsundir íslenskra viðskiptavina slóvakíska vátryggingafélaginu Novis geti orðið fyrir fjárhagslegu tjóni því skiptastjóri hafi ekki verið skipaður. Seðlabankinn varaði við því í apríl á síðasta ári Neytendur 15. janúar 2025 11:58
Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Forsvarsmenn hestamannafélaganna Fáks og Spretts og Sorpa vinna nú að sameiginlegri lausn við losun hrossataðs á höfuðborgarsvæðinu. Í sameiginlegri tilkynningu frá þessum þremur aðilum segir að allt frá því í haust, þegar losunarstöðum var lokað, hafi verið vandamál að losa stað vegna gjaldskrár. Samkvæmt gjaldskrá Sorpu kostar 25,68 krónur að losa kíló af hrossataði og er verðið það sama fyrir losun hænsna- og svínaskíts. Neytendur 10. janúar 2025 13:37
Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Margir setja sér markmið um sparnað og tiltekt í heimilisbókhaldinu um áramótin en allur gangur er á því hvernig gengur að halda það út og ná markmiðum sínum. Fjármálaráðgjafinn Björn Berg Gunnarsson mælir meðal annars með sjálfvirkum sparnaðarleiðum, niðurgreiðslu neysluskulda og að safna í neyðarsjóð en bendir á sparnaðarráð sem ná flugi á samfélagsmiðlum séu ekki alltaf heppilegustu kostirnir. Neytendur 6. janúar 2025 13:16
Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Bensínverð á Íslandi er það þriðja hæsta á heimsvísu og dísilverð það næsthæsta. Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir fákeppni og skort á aðhaldi stjórnvalda skýra gríðarlega hátt verð. Neytendur 6. janúar 2025 11:56
Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Eftirlit með neytendalánum er á herðum of margra og hafa stjórnvöld því ekki hugmynd um umfang markaðarins. Þetta segir formaður Neytendasamtakanna sem hvetur fólk til að gjalda varhug við slíkum lánum. Aðgengi að þeim sé mun betra en í ríkjunum í kringum okkur og starfsemin auglýst grimmt. Innlent 5. janúar 2025 19:13
Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sýklalyf sem er það eina sinnar tegundar á markaði hækkaði tvöfalt í verði á milli mánaða. Skortur á stærri pakkningu lyfsins hefur þýtt að sjúklingar hafa þurft að greiða yfir tólf þúsund krónur fyrir sýklalyfjaskammtinn, um fjórfalt meira en áður. Innlent 4. janúar 2025 09:02
Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins heldur uppteknum hætti á nýju ári og skorar á fyrirtæki og stofnanir að halda aftur af verðlagshækkunum. Hann hefur lagt fram áskorun í sex liðum til stofnana og fyrirtækja þar sem hvatt er til samfélagslegrar ábyrgðar til að stöðva vítahring verðbólgu. Kveikjan að áskoruninni eru umtalsverðar verðlagshækkanir tryggingarfélaga og hækkun fasteignagjalda hjá Akraneskaupstað. Viðskipti innlent 3. janúar 2025 18:27
Strætómiðinn dýrari Ný gjaldskrá hjá Strætó mun taka gildi tekur gildi þann næstkomandi miðvikudag, þann 8. Janúar. Stakt fargjald mun hækka um tuttugu krónur og fara úr 650 krónum upp í 670 krónur. Neytendur 3. janúar 2025 14:49
Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sorpa lokaði fyrir áramót Efnismiðlun sinni í endurvinnslustöðinni á Sævarhöfða. Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir lokunina tengda lokun endurvinnslustöðarinnar á Dalvegi síðar á árinu. Það verði að létta á Sævarhöfða samhliða því að stöðinni á Dalvegi verður lokað. Neytendur 3. janúar 2025 10:30
Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Stýrivextir hér á landi gætu verið komnir niður í 6,5 prósent fyrir lok ársins 2025. Þá er búið að skattleggja veip og nikótínpúða, auk þess sem virðisaukaskattur hefur aftur verið settur á hjól af ýmsum gerðum og verð á eldsneyti hækkar um sirka fimm prósent vegna gjaldahækkana. Innlent 2. janúar 2025 19:25
Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Hinar árlegu janúarútsölur hefjast formlega í dag, en nokkrar verslanir tóku þó forskot á sæluna milli jóla og nýárs. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að neytendur ættu að geta gert góð kaup, sérstaklega með kaupum á árstíðabundnum vörum. Viðskipti innlent 2. janúar 2025 13:10