Westbrook bætti nær hálfrar aldar gamalt þrennumet Oscars Robertson Russell Westbrook bætti í nótt met Oscars Robertson yfir flestar þrefaldar tvennur í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 11. maí 2021 08:00
Rósin sprakk út í langþráðum Knicks-sigri í Staples Center Derrick Rose sýndi gamalkunna takta þegar New York Knicks sigraði Los Angeles Clippers, 100-106, í NBA-deildinni í gær. Körfubolti 10. maí 2021 15:00
Háskólatreyja Jordans seldist á tæplega tvö hundruð milljónir Treyja frá háskólaárum Michaels Jordan seldist um helgina á 1,38 milljónir Bandaríkjadala sem samsvarar tæplega 172 milljónum íslenskra króna. Körfubolti 10. maí 2021 14:31
Davis bar kyndilinn í fjarveru LeBrons Anthony Davis átti stórkostlegan leik þegar Los Angeles Lakers vann góðan sigur á Phoenix Suns, 123-110, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 10. maí 2021 08:01
Flugeldasýning hjá Curry Steph Curry var magnaður í liði Golden State Warriors sem rúllaði yfir Oklahoma í NBA körfuboltanum í nótt en alls voru sjö leikir á dagskránni í nótt. Körfubolti 9. maí 2021 09:01
36 stig Davis dugðu ekki til og allt á afturfótunum hjá Lakers Það voru fjölmargir leikir í NBA körfuboltanum í nótt. Það var hátt stigaskor í flestu leikjunum en LA Lakers tapaði meðal annars gegn Portland með fimm stigum, 106-101. Körfubolti 8. maí 2021 09:30
Zion með brákaðan fingur og frá ótímabundið Zion Williamson, miðherji New Orleans Pelicans í NBA-deildinni, virðist hafa lokið leik á tímabilinu en hann er með brákaðan fingur. Körfubolti 7. maí 2021 21:31
NBA dagsins: Súperstjörnunar segja það gott fyrir Brooklyn Nets að lenda í mótlæti áður en úrslitakeppnin hefst Brooklyn Nets tapaði fjórða leiknum sínum í röð í NBA deildinni í nótt en stjörnur liðsins þakka fyrir að liðið lendi í vandræðum núna frekar en í úrslitakeppninni sem er á næsta leyti. Körfubolti 7. maí 2021 15:01
Dallas vann Brooklyn Nets og Luka Doncic ætlar að hætta að væla svona mikið í dómurum Luka Doncic lofar því að vera prúðari við dómarana nú þegar hann er aðeins einni tæknivillu frá því að leikbann. Hann brosti eftir leikinn við Brooklyn Nets í nótt. Körfubolti 7. maí 2021 07:30
Misstu Giannis af velli en tókst að halda sigurgöngunni áfram Milwaukee Bucks vann sinn fjórða leik í röð í NBA deildinni í körfubolta í nótt þrátt fyrir stórleik hjá tveimur mönnum hjá mótherjunum. Körfubolti 6. maí 2021 07:31
NBA dagsins: Fór á kostum á gólfinu fyrir neðan treyju föður síns Tim Hardaway Jr. eyddi mörgum kvöldstundum í að leika sér með körfubolta á gólfinu í íþróttahöll Miami Heat en í nótt mætti hann þangað sem stjörnuleikmaður í NBA-deildinni. Körfubolti 5. maí 2021 15:00
Giannis og félagar unnu annan sigurinn á Brooklyn Nets á nokkrum dögum Milwaukee Bucks hefur sýnt styrk sinn á móti hinum toppliðunum í Austurdeildinni að undanförnu í NBA-deildinni í körfubolta og enn eitt dæmið um það var í nótt. Körfubolti 5. maí 2021 07:30
NBA dagsins: Segir að hin liðin í deildinni séu skíthrædd við Stephen Curry Stephen Curry hefur boðið upp á skotsýningu á endurkomutímabilinu sínu eftir að hann missti af nær öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Körfubolti 4. maí 2021 15:00
Russell Westbrook var með 21 frákast og 24 stoðsendingar í nótt Russell Westbrook bauð upp á sögulegar tröllatölur í sigri Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Steph Curry átti enn einn stórleikinn og Los Angeles Lakers vann loksins og það án LeBrons James. Körfubolti 4. maí 2021 07:31
NBA dagsins: LeBron James og Luka Doncic pirraðir en Giannis í miklu stuði Pressan er að magnaðast á lið þeirra LeBrons James og Luka Doncic á lokakafla deildarkeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 3. maí 2021 15:00
Sjöfaldur NBA meistari útskrifaðist úr háskóla um helgina Körfuboltastjarnan Robert Horry stóð við loforðið sem hann gaf móður sinni og fór aftur í skóla til að útskrifast. Körfubolti 3. maí 2021 13:31
Lakers tapaði þriðja leiknum í röð og Luka nálgast óðum leikbann Los Angeles Lakers, Dallas Mavericks og Boston Celtics eiga öll hættu á því að þurfa að komast inn í úrslitakeppnina í gegnum hina nýju umspilsleiki í lok deildarkeppninnar eftir að hafa tapað leikjum sínum í NBA deildinni í körfubolta. Körfubolti 3. maí 2021 07:30
Lygilegar tölur hjá Doncic í spennutrylli, Jokic sá um Clippers og Pacers skoruðu 152 stig Að venju var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem tíu leikir fóru fram. Körfubolti 2. maí 2021 09:15
NBA dagsins: Mögnuð frammistaða Tatum, toppslagur Vestursins og afhroð meistaranna Það var að venju nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 1. maí 2021 16:31
Suns hirti toppsætið af Jazz, Lakers tapaði í endurkomu LeBron og Tatum jafnaði stigamet Larry Bird Alls fóru átta leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Phoenix Suns vann stórsigur á Utah Jazz og hirti þar með toppsæti Vesturdeildarinnar. Körfubolti 1. maí 2021 09:31
NBA dagsins: Svona komst Porter í sögubækurnar, Antetokounmpo meiddist og Durant í ham Kevin Durant fór á kostum í sigri Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þó að botnlið Houston Rockets hafi ekki að neinu að keppa lét Kevin Porter sig ekki muna um að skora 50 stig gegn Milwaukee Bucks. Körfubolti 30. apríl 2021 15:01
Gríska undrið náði ekki að klára fyrstu mínútuna og Porter skoraði fimmtíu Giannis Antetokounmpo lék aðeins 46 sekúndur í tapi Milwaukee Bucks gegn lakasta liði NBA-deildarinnar, Houston Rockets, í nótt. Hinn tvítugi Kevin Porter skoraði 50 stig fyrir Houston. Körfubolti 30. apríl 2021 07:30
NBA dagsins: Tilþrifavörn Jokic á ögurstundu Zion Williamson virtist vera að tryggja New Orleans Pelicans framlengingu gegn Denver Nuggets þegar Nikola Jokic hóf sig á loft og þverneitaði honum um það með rosalegri vörslu. Körfubolti 29. apríl 2021 15:03
Sjá loksins til sólar í fyrsta sinn í áratug Línur eru sífellt að skýrast varðandi úrslitakeppnina í NBA-deildinni í körfubolta. Eftir úrslit næturinnar er ljóst að Phoenix Suns leika í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í rúman áratug. Körfubolti 29. apríl 2021 07:30
NBA dagsins: Sluppu við neyðarlegt met, Antetokounmpo í ham og Doncic varpaði skugga á Curry Grikkinn Giannis Antetokounmpo og Slóveninn Luka Doncic fóru á kostum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 28. apríl 2021 14:59
Doncic í úrslitakeppnisham Luka Doncic var allt í öllu þegar Dallas Mavericks unnu kærkominn sigur á Golden State Warriors, 133-103, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 28. apríl 2021 07:31
NBA dagsins: Þrælauðveld sigurkarfa, framlenging og svellkaldur CP3 D‘Angelo Russell skoraði eina auðveldustu körfu ferilsins þegar hann tryggði Minnesota Timberwolves 105-104 sigur gegn toppliði Utah Jazz. Körfubolti 27. apríl 2021 15:01
Sældarlífinu lauk í New York og toppliðið tapaði aftur fyrir einu lakasta liðinu Devin Booker undi sér ekki hvíldar fyrr en hann hafði séð til þess að magnaðri níu leikja sigurgöngu New York Knicks lyki í nótt. Körfubolti 27. apríl 2021 07:31
NBA dagsins: Curry óður í apríl, Brooklyn vann stórleikinn og Boston hangir á brúninni Stephen Curry greip frákast á ögurstundu og hélt áfram að fara á kostum í NBA-deildinni í körfubolta í gær. Brooklyn Nets unnu stórleikinn við Phoenix Suns en Boston Celtics tapaði leik í harðri baráttu um öruggt sæti í úrslitakeppninni. Þetta og meira til í NBA dagsins hér á Vísi. Körfubolti 26. apríl 2021 15:01
Durant sneri aftur með stæl og Brooklyn á toppnum Eftir að hafa misst af þremur leikjum vegna meiðsla sneri Kevin Durant aftur með Brooklyn Nets í gærkvöld og skoraði 33 stig í 128-119 sigri gegn Phoenix Suns. Körfubolti 26. apríl 2021 07:31