NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Davis gefur Lakers von

Los Angeles Lakers er farið að láta sig dreyma um að komast í úrslitakeppnina í NBA deildinni í körfubolta. Ástæðan þar á bakvið er einföld, Anthony Davis.

Körfubolti
Fréttamynd

Lög­mál leiksins: „Þetta eru fjórir af fimm eða sex bestu leik­mönnum deildarinnar“

Hinn klassíski liður „Nei eða Já“ er fastur liður hjá strákunum í Lögmál leiksins. Þar er farið yfir það helst sem hefur gerst í NBA deildinni á undanförnum dögum. Farið var yfir hvaða lið myndi vinna ef Bandaríkin myndu mæta heiminum í Ryder Cup körfuboltans. Þá var velt fyrir sér hvort Sacramento Kings myndi enda fyrir ofan Los Angeles Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

Lög­mál leiksins: „Er því miður bara ekki gott lið“

Lögmál leiksins er á sínum stað á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld. Þar er að venju farið yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA deildarinnar í körfubolta. Í þætti kvöldsins verður staða mála hjá Luka Dončić og félögum í Dallas Mavericks skoðuð.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron dró vagninn og Lakers vann annan leikinn í röð

Eftir erfitt gengi í upphafi tímabils vann Los Angeles Lakers sinn annan leik í röð er liðið haimsótti San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur 138-143, en það var hinn 37 ára gamli LeBron James sem fór fyrir liði Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

Lög­mál leiksins: „Ég er ekki að setja hann í efstu hillu“

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem er að frétta í NBA-deildinni. Ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda, voru þeir Hörður Unnsteinsson og Máté Dalmay, þjálfari Hauka í Subway deild karla.

Körfubolti
Fréttamynd

„Hann er fá­rán­lega ungur“

„Nei eða Já“ var að sjálfsögðu á sínum stað í Lögmál leiksins sem sýndur var í gær, mánudag. Gæði Luka Dončić voru til umræðu sem og hvort Austrið væri sterkara en Vestrið, hvort töp ungra leikmanna snemma á ferlinum væru slæm og að endingu hvort NBA deildin hefði einhvern tímann verið jafn opin og í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ekki hægt að kalla þá meistarakandídata núna“

Gengi Golden State Warriors, ríkjandi meistara NBA deildarinnar, er til umræðu í nýjasta þætti Lögmál leiksins. Síðan Draymond Green gerði sér lítið fyrir og sló Jordan Poole kaldan í byrjun októbermánaðar hefur allt gengið á afturfótunum hjá Stríðsmönnunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Curry skaut meisturunum á beinu brautina á meðan Lakers stefnir í hyl­dýpið

Meistarar Golden State Warriors lögðu spútniklið NBA deildarinnar, Cleveland Cavaliers, í nótt. Virðist sem Stríðsmennirnir séu að rétta úr kútnum eftir slaka byrjun á meðan Los Angeles Lakers getur varla unnið leik til að bjarga lífi sínu. Hvað þá án LeBron James. Lakers eru sem stendur lélegasta lið deildarinnar ásamt Houston Rockets.

Körfubolti