Viðtöl eftir fyrsta leik San Antonio og Cleveland Varnarleikurinn var helsta umræðuefni þjálfara og leikmanna San Antonio og Cleveland í nótt eftir fyrsta leik liðanna í lokaúrslitunum í NBA. Í myndbandinu með þessari frétt má sjá viðbrögð þeirra Gregg Popovich, Mike Brown, Tim Duncan og LeBron James eftir leikinn sem San Antonio vann örugglega 86-76. Körfubolti 8. júní 2007 16:05
Cleveland tekið í kennslustund í San Antonio San Antonio tók í nótt 1-0 forystu í einvíginu um NBA titilinn með öruggum 85-76 sigri á Cleveland á heimavelli sínum. Varnaráætlun heimamanna gekk fullkomlega upp og skoraði LeBron James aðeins 14 stig og misnotaði 12 af 16 skotum sínum. Tony Parker og Tim Duncan voru í miklu stuði hjá San Antonio. Körfubolti 8. júní 2007 04:18
Aldrei fleiri útlendingar í úrslitum NBA Úrslitaeinvígið í NBA deildinni hefst með látum klukkan eitt eftir miðnætti í nótt þegar San Antonio tekur á móti Cleveland Cavaliers. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. Aldrei hafa fleiri útlendingar verið í liðunum tveimur sem spila til úrslita og verður leikjunum lýst beint í 205 löndum á 46 tungumálum. Körfubolti 7. júní 2007 19:02
Úrslitin í NBA hefjast í nótt - James í sviðsljósinu Fyrsti leikur San Antonio Spurs og Cleveland Cavaliers í lokaúrslitum NBA deildarinnar er á dagskrá í nótt klukkan eitt og verður sýndur beint á Sýn. Einvígið hefur verið teiknað upp sem einvígi reynslu og hungurs. Þrefaldir NBA meistarar San Antonio falla algjörlega í skuggann af ofurstjörnunni LeBron James í umfjöllun fjölmiðla í Bandaríkjunum. Körfubolti 7. júní 2007 17:36
Stan Van Gundy tekur við Orlando Stan Van Gundy hefur verið ráðinn þjálfari Orlando Magic í NBA deildinni. Van Gundy var síðast þjálfari Miami Heat í tvö ár en sagði af sér árið 2006. Hann hafði einnig verið í viðræðum við Sacramento Kings, en skrifaði undir hjá Orlando um leið og félagið náði að losa sig út úr samningnum sem það gerði við Billy Donovan á dögunum. Körfubolti 7. júní 2007 14:25
James gæti misst af fæðingu sonar síns Ofurstjarnan LeBron James hjá Cleveland Cavaliers í NBA deildinni hefur í nægu að snúast þessa dagana. Lið hans mætir San Antonio Spurs í fyrsta leik lokaúrslitanna annað kvöld, en þar að auki eiga hann og kona hans von á barni á þjóðhátíðardag Íslendinga. Körfubolti 6. júní 2007 16:37
Milljón fyrir miða á leik með Cleveland Það er ekki tekið út með sældinni að vera stuðningsmaður Cleveland Cavaliers þessa dagana ef marka má fréttir af miðasölu fyrir heimaleiki liðsins gegn San Antonio í lokaúrslitum NBA sem hefjast annað kvöld. Dýrustu miðarnir á leikina í Cleveland kosta 940,000 krónur. Körfubolti 6. júní 2007 11:48
Saunders verður áfram með Detroit Pistons Flip Saunders verður áfram þjálfari Detroit Pistons í NBA deildinni á næsta keppnistímabili þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr keppni fyrir Cleveland Cavaliers í úrslitum Austurdeildarinnar á dögunum. Margir höfðu spáð því að hlutirnir yrðu stokkaðir upp í herbúðum liðsins í sumar, en þjálfarinn segir framtíð sína aldrei hafa verið í vafa. Körfubolti 5. júní 2007 22:45
Cleveland í úrslit NBA Cleveland tryggði sér í nótt rétt til að leika í úrslitum NBA í fyrsta sinn í sögu félagsins. Cleveland vann sjöttu viðureignina gegn Detroit Pistons í nótt og vann þar með einvígið 4-2. Körfubolti 3. júní 2007 13:10
Sýning hjá LeBron James - Úrslitin í augsýn hjá Cleveland Undrabarnið LeBron setti á svið sannkallaða sýningu í nótt þegar hann skoraði 48 stig í 109-107 sigri Cleveland á Detroit í tvíframlengdum fimmta leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA. James skoraði 25 síðustu stig Cleveland í leiknum, í frammistöðu sem fer á spjöld sögunnar. Cleveland leiðir nú 3-2 í einvíginu eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitum með sigri á heimavelli á laugardagskvöldið. Körfubolti 1. júní 2007 05:33
Þrjú lið í NBA ráða þjálfara Miklar hræringar hafa verið í þjálfaramálum í NBA deildinni á síðustu dögum og í gær staðfestu þrjú félög í deildinni nýja þjálfara til starfa. Þá bárust þær fréttir í nótt að Steve Kerr hafi náð samkomulagi við Phoenix Suns um að gerast forseti og framkvæmdastjóri félagsins. Körfubolti 1. júní 2007 04:41
Jermaine O´Neal á leið til LA Lakers? Körfuboltasérfræðingurinn Peter Vescey hjá New York Post greinir frá því í dag að LA Lakers og Indiana Pacers séu komin langt með að samþykkja leikmannaskipti sem gætu þýtt að miðherjinn Jermaine O´Neal færi til Los Angeles. Það yrði þá væntanlega í skiptum fyrir Lamar Odom og hugsanlega miðherjann unga Andrew Bynum. Körfubolti 31. maí 2007 22:30
Detroit - Cleveland í beinni í kvöld Fimmti leikur Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn á miðnætti í nótt. Staðan í einvíginu er jöfn 2-2 eftir að Cleveland lenti undir 2-0 en náði að jafna metin í heimaleikjum sínum tveimur. Það verður því mikið undir þegar liðin mætast í Detroit í kvöld. Körfubolti 31. maí 2007 18:13
San Antonio í úrslit NBA deildarinnar San Antonio tryggði sér í nótt sigur í viðureign sinni við Utah Jazz og er þar með komið í úrslit NBA deildarinnar. Leikurinn endaði 109 - 84 Spurs í vil. Tim Duncan og Tony Parker, verðandi eiginmaður Evu Longoriu, settu báðir 21 stig í leiknum. Þetta er í þriðja sinn á síðastliðnum fimm árum sem Spurs kemst í úrslit NBA. Þar mun liðið eiga við annað hvort Detroit Pistons eða Cleveland Cavaliers en staðan í þeirra viðureign er 2 - 2. Körfubolti 31. maí 2007 10:55
San Antonio í úrslit San Antonio Spurs tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum NBA deildarinnar í þriðja sinn á fimm árum með því að rótbursta Utah Jazz 109-84 á heimavelli í fimmta leik liðanna. Heimamenn náðu 23 stiga forystu snemma í öðrum leikhluta og var sigur liðsins aldrei í hættu. San Antonio mætir Detroit eða Cleveland í úrslitaeinvíginu sem hefst í San Antonio þann 7. júní. Körfubolti 31. maí 2007 04:18
Williams og Fisher tæpir hjá Utah í nótt San Antonio Spurs getur tryggt sér sæti í úrslitum NBA deildarinnar í kvöld með heimasigri á Utah Jazz í fimmta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar. Leikurinn verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan eitt eftir miðnætti. Tveir af byrjunarliðsmönnum Utah eru tæpir fyrir leikinn. Körfubolti 30. maí 2007 19:10
Kobe Bryant vill fara frá LA Lakers Kobe Bryant gaf það út í viðtali við útvarpsstöð ESPN í New York að hann vildi fara frá Los Angeles Lakers. Bryant hefur ekki farið leynt með vonbrigði sín á lélegu gengi liðsins undanfarin ár og segir stjórnendur þess ekki deila metnaði sínum um að gera Lakers að stórveldi á ný. Körfubolti 30. maí 2007 17:13
Útlitið dökkt hjá Seattle Viðskiptajöfurinn Clay Bennett, eigandi Seattle Supersonics í NBA deildinni, segir útlitið dekkra en nokkru sinni varðandi framtíð félagsins í Seattle. Hann reiknar fastlega með því að liðið verði flutt til Kansas City eða Oklahoma City eftir næstu leiktíð ef ekki verði róttækar breytingar á stöðu mála. Körfubolti 30. maí 2007 16:07
Cleveland jafnar 2 - 2 Cleveland bar í nótt sigur í fjórða leik sínum við Detroit en leikurinn fór fram í Cleveland. Staðan í viðureign þeirra er því jöfn, 2 - 2. LeBron James leiddi heimaliðið í stigaskori og setti 25 stig og þar af komu tvö af vítalínunni þegar aðeins fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Við það bætti hann síðan 11 stoðsendingum, sjö fráköstum og þremur stolnum boltum. Körfubolti 30. maí 2007 10:27
Cleveland - Detroit í beinni í kvöld Fjórði leikur Cleveland og Detroit í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn á miðnætti í kvöld. Cleveland getur jafnað metin í 2-2 í einvíginu með sigri á heimavelli í kvöld, en það verður liðið að gera án eins af sínum bestu mönnum. Larry Hughes er meiddur á fæti og verður tæplega með gegn Detroit í kvöld - frekar en í einvígi liðanna í annar umferðinni í fyrra. Körfubolti 29. maí 2007 19:21
San Antonio í góðum málum eftir sigur í Salt Lake City San Antonio er nú aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitum NBA í þriðja sinn á fimm árum eftir sigur á Utah Jazz á útivelli í nótt 91-79. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í Utah í úrslitakeppni og fyrsta tap Utah á heimavelli í úrslitakeppninni í vor. San Antonio leiðir nú 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið á heimavelli í næsta leik. Körfubolti 29. maí 2007 04:02
Deron Williams tæpur vegna magakveisu Óvíst er hvort leikstjórnandinn Deron Williams geti spilað með liði sínu Utah Jazz í nótt þegar liðið mætir San Antonio í fjórða leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA. Williams er með magakveisu og gat ekki æft með liðinu í dag. San Antonio hefur 2-1 forystu í einvíginu en Williams hefur verið besti leikmaður Utah með rúm 30 stig og 9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Körfubolti 28. maí 2007 18:36
Glæsitroðsla LeBron James (myndband) LeBron James átti stórleik fyrir Cleveland í nótt þegar lið hans vann sigur á Detroit Pistons í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Hann átti líka tilþrif leiksins þegar hann tróð boltanum í andlitið á Rasheed Wallace. Smelltu á spila til að sjá þessi frábæru tilþrif James sem sáust í beinni á Sýn í nótt. Körfubolti 28. maí 2007 16:30
LeBron James frábær í sigri Cleveland Ungstirnið LeBron James bar Cleveland á herðum sér í nótt þegar liðið skellti Detroit 88-82 í þriðja leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. James skoraði 32 stig, hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar og var allt í öllu í þessum bráðnauðsynlega sigri heimamanna. Körfubolti 28. maí 2007 05:37
Kobe Bryant: Náið í West eða ég er farinn Kobe Bryant gaf út sterka yfirlýsingu í samtali við ESPN sjónvarpsstöðina í gær þegar hann var spurður út í framtíð sína með liði LA Lakers. Vitað var að Bryant var orðinn leiður á að sjá lið Lakers drattast í meðalmennsku og nú virðist sem mælirinn sé fullur hjá leikmanninum. Körfubolti 28. maí 2007 05:26
Cleveland - Detroit í beinni í kvöld Þriðji leikur Cleveland Cavaliers og Detroit Pistons í úrslitarimmu Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan hálf eitt í nótt. Detroit hefur 2-0 yfir í einvíginu eftir nauma sigra í tveimur fyrstu leikjunum á heimavelli þar sem lokatölur urðu 79-76 í báðum leikjum. Þar hafði Cleveland bullandi tækifæri til að stela sigrinum í bæði skipti og því verður forvitnilegt að sjá hvernig liðinu tekst til á heimavelli í næstu tveimur leikjum. Körfubolti 27. maí 2007 17:47
Utah sneri við dæminu á heimavelli Utah Jazz vann í nótt nokkuð öruggan 109-83 sigur á San Antonio í þriðja leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. Sem fyrr voru það Deron Williams og Carlos Boozer sem fóru fyrir liði heimamanna, en þeir fengu meiri hjálp frá félögum sínum en áður í nótt. San Antonio leiddi með fjórum stigum í hálfleik, en Utah kafsigldi andstæðinga sína í þeim síðari. Körfubolti 27. maí 2007 03:52
Utah - San Antonio í beinni í nótt Þriðji leikur Utah Jazz og San Antonio Spurs í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan hálf eitt í nótt. Þetta er fyrsti leikur liðanna í Salt Lake City eftir að San Antonio vann fyrstu tvo leikina með afgerandi hætti á heimavelli sínum. Körfubolti 26. maí 2007 15:04
Rashard Lewis á lausu í sumar Framherjinn Rashard Lewis hjá Seattle Supersonics hefur ákveðið að nýta ákvæði í samningi sínum við félagið sem gerir honum kleift að vera laus allra mála í sumar. Lewis verður fyrir vikið af 25 milljónum dollara í laun fyrir síðustu tvö árin af samningi sínum, en er nokkuð öruggur með að fá góða launahækkun hjá nýju liði í sumar þar sem hann verður væntanlega eftirsóttasti samningslausi leikmaðurinn á markaðnum. Körfubolti 26. maí 2007 14:41
Groundhog Day í Detroit Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers áttust við í annað sinn í nótt. Þó var engu líkara en að leikurinn væri endursýning á fyrsta leik liðanna því hann spilaðist nær eins og lokutölur urðu þær sömu, 79 - 76. Körfubolti 25. maí 2007 09:56